Sport

Myndaveisla: Forystufólk og fjöl­skyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Eygló Fanndal Sturludóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru tilnefnd til verðlaunanna. 
Eygló Fanndal Sturludóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru tilnefnd til verðlaunanna. 

Gleðin var við völd í Hörpu í gærkvöld þegar fremsta íþróttafólk landsins var heiðrað fyrir frammistöðu sína á nýliðnu ári, í sjötugasta sinn. Hulda Margrét ljósmyndari smellti myndum af verðlaunahöfum, forsetum og öðrum góðum gestum.

Eygló Fanndal Sturludóttir var útnefnd íþróttamaður ársins, í kjöri sem Samtök Íþróttafréttamanna standa að.

Kvennalið Vals í handbolta var kjörið lið ársins og þjálfari þess á síðasta tímabili, Ágúst Þór Jóhannsson, var kjörinn þjálfari ársins.

Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá kvöldinu.

Kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019.
Gísli Þorgeir Kristjánsson var meðal þriggja efstu í kjörinu.
Flottir fulltrúar handboltaliðs Fram.
Heimir Hallgrímsson varð meðal þriggja efstu í kjörinu um þjálfara ársins.
Bjarni Malmquist Jónsson og Árni Þór Grétarsson voru tilnefndir íþróttaeldhugar ársins.
Anton Sveinn McKee, fyrrum sundmaður og Björn Skúlason, eiginmaður forseta.
Flottir fulltrúar handboltaliðs Vals.
Inga Sæland og Þorgerður Katrín, ráðherrar í ríkisstjórn, ásamt forseta Íslands og íþróttamanni ársins. Þorgerður mætti örlítið seint, eðlilega, sökum anna. 
Nýgift Glódís Perla og Kristófer.
Glæsilegir fulltrúar Breiðabliks í fótbolta.
Jón Halldórsson, formaður HSÍ.
Lárus Blöndal fyrrum forseti ÍSÍ, Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Willum Þór Þórsson, sitjandi forseti ÍSÍ.
Sara Rún Hinriksdóttir, landsliðskona í körfubolta og leikmaður Keflavíkur.
Nýgift Gísli Þorgeir og Rannveig Bjarnadóttir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×