Sport

Bað Jón Arnar af­sökunar í upp­hafi ræðu sinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eygló Fanndal Sturludóttir sést hér með Jóni Arnari Magnússyni eftir kjörið í kvöld en vel fór á milli þeirra.
Eygló Fanndal Sturludóttir sést hér með Jóni Arnari Magnússyni eftir kjörið í kvöld en vel fór á milli þeirra. Vísir/Hulda Margrét

Nýr íþróttamaður ársins, lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir, hélt ræðu eftir útnefningu sína í kvöld en ræða hennar vakti mikla lukku, ekki síst hvernig hún byrjaði.

Jón Arnar Magnússon var fyrr í kvöld tekinn inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og nefndi það þá í ræðu sinni að á dögunum hafi hann hitt íþróttamenn sem hann þekkti ekki.

Jón Arnór var tvisvar sinnum valinn íþróttamaður ársins á sínum tíma og vann þrenn verðlaun á stórmótum á sínum ferli.

Eygló byrjaði ræðu sína á því að það hafi verið hún sem þekkti ekki Jón Arnar.

„Ég vil byrja á að þakka kærlega fyrir mig og kannski að segja fyrirgefðu við Jón Arnar,“ sagði Eygló.

„Ég fór heim daginn eftir og mamma og pabbi skömmuðu mig heldur betur að vita ekki hver þú værir,“ sagði Eygló.

„Ég veit það núna, ég gúgglaði og ég veit svo sannarlega hvar þú ert,“ sagði Eygló og salurinn sprakk úr hlátri.


Tengdar fréttir

Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025

Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingakona úr Lyftingafélagi Reykjavíkur, var í kvöld kjörin Íþróttamaður ársins 2025 af Samtökum Íþróttafréttamanna en þetta var tilkynnt í hófi í Hörpu.

Jón Arnar nýjasti meðlimurinn í Heiðurshöll ÍSÍ

Jón Arnar Magnússon var í kvöld tekinn inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands en þetta var tilkynnt á hófi Íþróttamanns ársins í Hörpu.  Bjarni Malmquist var síðan valinn Íþróttaeldhugi ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×