Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2025 11:01 Nitin Kumar vann sögulegan sigur á HM í pílukasti í gær. getty/Andrew Redington Alþýðuhetjan Stephen Bunting lenti í kröppum dansi í viðureign sinni við Sebastian Bialecki í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. Hann mætir Indverjanum Nitin Kumar í næstu umferð en sá skrifaði söguna með sigri sínum í gær. Bunting, sem er í 4. sæti heimslistans, hafði betur gegn Bialecki, 3-2. Hann vann fyrstu tvö settin en sá pólski sett þrjú og fjögur og úrslitin réðust því í oddasetti. Þar tryggði Bunting sér sigurinn og sæti í annarri umferð. BUNTING STUMBLES OVER THE LINE 🎯What a contest 🙌In our first tiebreaker of the tournament, Stephen Bunting breaks Sebastian Bialecki's throw, and finishes the job to win 3-2 and stumble over the line!📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R1 pic.twitter.com/MiCtllqPgO— PDC Darts (@OfficialPDC) December 14, 2025 „Ég var heppinn að sleppa með þetta. Ég þarf að safna kröftum og æfa. Þessi taugastrekkjandi leikur er að baki og ég verð betri í næstu umferð,“ sagði Bunting sem var með 96 í meðaltal í leiknum. Andstæðingur Buntings í 64-manna úrslitunum er hinn fertugi Kumar sem sigraði Richard Veenstra í spennutrylli í gær, 3-2. KUMAR MAKES HISTORY 🙌Nitin Kumar becomes the first ever player from India to win on the Alexandra Palace stage 🇮🇳He defies FIVE ton-plus finishes from Richard Veenstra to win 3-2 and advance to Round Two!Why we love the darts.📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R1 pic.twitter.com/9BUZNj2UaU— PDC Darts (@OfficialPDC) December 14, 2025 Þetta var fyrsti sigur Kumars á HM og jafnframt fyrsti sigur indversks leikmanns í sögu mótsins. „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna. Þetta er yfirþyrmandi og ég er glaður. Ef þig dreymir eitthvað er allt mögulegt,“ sagði Kumar sem hafði fjórum sinnum tapað í 1. umferð HM áður en hann vann loks sigur í gær. Kumar vonast til að sigurinn hafi jákvæð áhrif á indverska pílukastara. „Ég hef opnað flóðgáttir fyrir milljarða. Afsakið að ef eftir tíu ár ganga átta leikmenn inn á sviðið á HM með Bollywood-tónlist,“ sagði Kumar sem var afar öruggur í útskotunum gegn Veenstra. Sá indverski var með 75 prósent útskotsprósentu og það skipti því ekki máli þótt hann væri með lægra meðaltal í leiknum. Pílukast Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira
Bunting, sem er í 4. sæti heimslistans, hafði betur gegn Bialecki, 3-2. Hann vann fyrstu tvö settin en sá pólski sett þrjú og fjögur og úrslitin réðust því í oddasetti. Þar tryggði Bunting sér sigurinn og sæti í annarri umferð. BUNTING STUMBLES OVER THE LINE 🎯What a contest 🙌In our first tiebreaker of the tournament, Stephen Bunting breaks Sebastian Bialecki's throw, and finishes the job to win 3-2 and stumble over the line!📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R1 pic.twitter.com/MiCtllqPgO— PDC Darts (@OfficialPDC) December 14, 2025 „Ég var heppinn að sleppa með þetta. Ég þarf að safna kröftum og æfa. Þessi taugastrekkjandi leikur er að baki og ég verð betri í næstu umferð,“ sagði Bunting sem var með 96 í meðaltal í leiknum. Andstæðingur Buntings í 64-manna úrslitunum er hinn fertugi Kumar sem sigraði Richard Veenstra í spennutrylli í gær, 3-2. KUMAR MAKES HISTORY 🙌Nitin Kumar becomes the first ever player from India to win on the Alexandra Palace stage 🇮🇳He defies FIVE ton-plus finishes from Richard Veenstra to win 3-2 and advance to Round Two!Why we love the darts.📺 https://t.co/59TualjgND#WCDarts | R1 pic.twitter.com/9BUZNj2UaU— PDC Darts (@OfficialPDC) December 14, 2025 Þetta var fyrsti sigur Kumars á HM og jafnframt fyrsti sigur indversks leikmanns í sögu mótsins. „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna. Þetta er yfirþyrmandi og ég er glaður. Ef þig dreymir eitthvað er allt mögulegt,“ sagði Kumar sem hafði fjórum sinnum tapað í 1. umferð HM áður en hann vann loks sigur í gær. Kumar vonast til að sigurinn hafi jákvæð áhrif á indverska pílukastara. „Ég hef opnað flóðgáttir fyrir milljarða. Afsakið að ef eftir tíu ár ganga átta leikmenn inn á sviðið á HM með Bollywood-tónlist,“ sagði Kumar sem var afar öruggur í útskotunum gegn Veenstra. Sá indverski var með 75 prósent útskotsprósentu og það skipti því ekki máli þótt hann væri með lægra meðaltal í leiknum.
Pílukast Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira