Sport

Dag­skráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Árni Pálsson og Albert Brynjar Ingason fara yfir síðustu helgi í ensku úrvalsdeildinni í þætti sínum á þriðjudögum.
Stefán Árni Pálsson og Albert Brynjar Ingason fara yfir síðustu helgi í ensku úrvalsdeildinni í þætti sínum á þriðjudögum. Sýn

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á þriðjudögum.

VARsjáin er á sínum stað þar sem Stefán Árni Pálsson og Albert Brynjar Ingason fara yfir síðustu helgi í ensku úrvalsdeildinni á glettinn og gáskafullan hátt.

Lokasóknin klikkar ekki á þriðjudögunum þar sem farið er vel yfir allt það sem gerðist í NFL-deildinni um síðustu helgi. Þar er af nægu að taka.

Það verða einnig sýndir þrír leikir beint í ensku úrvalsdeildinni en það er heil umferð í miðri viku. Stórleikur kvöldsins er á milli Newcastle og Tottenham.

Þrír leikir verða sýndir beint í Bónusdeild kvenna í körfubolta. Það er nýliðaslagur KR og Ármann í Vesturbænum og svo fær Tindastóll Íslandsmeistara Hauka í heimsókn á Krókinn. Stórleikur kvöldsins er viðureign Vals og Keflavíkur en bæði lið hafa verið á miklu skriði.

Kvöldið endar síðan með leik í NHL-deildinni í íshokkí.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Sýn Sport

Klukkan 18.55 hefst VARsjáin sem er skemmtiþáttur um ensku úrvalsdeildina.

Klukkan 19.55 hefst bein útsending frá leik Newcastle og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Klukkan 22.40 hefst Loksóknin þar sem farið verður yfir síðustu helgi í NFL-deildinni.

Sýn Sport 2

Klukkan 19.10 hefst bein útsending frá leik Fulham og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

SÝN Sport 3

Klukkan 19.10 hefst bein útsending frá leik Bournemouth og Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

SÝN Sport Ísland

Klukkan 19.05 hefst bein útsending frá leik Vals og Keflavíkur í Bónusdeild kvenna í körfubolta.

SÝN Sport Ísland 2

Klukkan 19.05 hefst bein útsending frá leik KR og Ármanns í Bónusdeild kvenna í körfubolta.

SÝN Sport Ísland 3

Klukkan 19.05 hefst bein útsending frá leik Tindastóls og Hauka í Bónusdeild kvenna í körfubolta.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 00.05 hefst bein útsending frá leik Montreal Canadiens og Ottawa Senators í NFL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×