Sport

Stór hópur Ís­lands á EM

Sindri Sverrisson skrifar
Þau Guðmundur Leó, Birnir Freyr, Jóhanna Elín og Snæfríður Sól verða öll á EM.
Þau Guðmundur Leó, Birnir Freyr, Jóhanna Elín og Snæfríður Sól verða öll á EM. SSÍ

Ísland á fjölmenna sveit sundfólks á Evrópumótinu í 25 metra laug sem hefst í Lublin í Póllandi á morgun.

Alls taka tíu Íslendingar þátt á mótinu en keppni mun standa yfir fram á sunnudaginn. Langt er síðan Ísland átti svo fjölmennt lið á EM og standa vonir til þess að þetta þýði að framtíðin sé björt.

Fulltrúar Íslands eru þau Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, Birnir Freyr Hálfdánarson, Símon Elías Statkevicius, Birgitta Ingólfsdóttir, Snorri Dagur Einarsson, Guðmundur Leo Rafnsson, Ýmir Chatenay Sölvason, Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Vala Dís Cicero, og Hólmar Grétarsson.

Einnig náði Einar Margeir Ágústsson lágmarki en ákvað að taka ekki þátt að þessu sinni þar sem hann var að hefja háskólanám í Bandaríkjunum við University of South Carolina, og þegar staðið sig vel á mótum með skólaliðinu.

Spennan byrjar strax á morgun þegar sex sundmenn stinga sér til sunds, og Ísland verður einnig með lið í boðsundi.

Jóhanna Elín, Birnir Freyr og Símon Elías munu keppa í 50 metra flugsundi, Birgitta og Snorri Dagur munu keppa í 100 metra bringusundi, og Guðmundur Leo í 200 metra baksundi. Svo mun íslenska liðið taka þátt í 4x50 metra skriðsundi kvenna.

Heildardagskrá íslenska liðsins er hér fyrir neðan:

Þriðjudagur 2. des

50m flugsund kvenna: Jóhanna Elín

50m flugsund karla: Birnir Freyr og Símon Elías

100m bringusund kvenna: Birgitta

100m bringusund karla: Snorri Dagur

200m baksund karla: Guðmundur Leo

4x50m skriðsund boðsund kvenna: Ísland

Miðvikudagur 3. des

100m fjórsund karla: Birnir Freyr

200m skriðsund karla: Ýmir

200m skriðsund kvenna: Snæfríður Sól og Vala Dís

4x50m fjórsund boðsund blandað: Ísland

Fimmtudagur 4. des

100m flugsund kvenna: Jóhanna Elín

100m flugsund karla: Birnir Freyr

200m bringusund kvenna: Birgitta

100m baksund karla: Guðmundur Leo

4x50m skriðsund boðsund blandað: Ísland

Föstudagur 5. des

100m skriðsund kvenna: Jóhanna Elín, Snæfríður Sól og Vala Dís

100m skriðsund karla: Birnir Freyr, Guðmundur Leo og Ýmir

Laugardagur 6. des

50m baksund karla: Guðmundur Leo

50m bringusund kvenna: Birgitta

50m bringusund karla: Snorri Dagur

50m skriðsund kvenna: Jóhanna Elín, Snæfríður Sól og Vala Dís

50m skriðsund karla: Símon Elías og Ýmir

200m flugsund karla: Hólmar

Sunnudagur 7. des

400m fjórsund karla: Hólmar

4x50m fjórsund boðsund kvenna: Ísland

4x50m fjórsund boðsund karla: Ísland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×