Lífið samstarf

Jóla­undir­búningurinn byrjar í KiDS Cools­hop

KiDS Coolshop
Verslanir KiDS Coolshop eru stútfullar af spennandi og skemmtilegum leikföngum fyrir jólin.
Verslanir KiDS Coolshop eru stútfullar af spennandi og skemmtilegum leikföngum fyrir jólin.

Jólin eru fyrst og fremst hátíð barnanna og sá árstími sem við viljum mest gleðja þau. Verslanir KiDS Coolshop eru sannkallað ævintýraland fyrir krakka og þar leynist flest allt sem smellpassar í harða og mjúka pakka sem eiga eftir að hitta í mark.

„Á vef okkar er hægt að skoða jólabækling KiDS Coolshop en hann er hvorki meira né minna en 88 blaðsíður,“ segir Ólafur Hrafn Halldórsson, rekstrarstjóri KiDS Coolshop Iceland. „Það er því óhætt að segja að allir geti fundið eitthvað í jólapakkann í ár hjá okkur enda eru verslanir okkar stútfullar af spennandi og skemmtilegum leikföngum.“

Meðal fjölbreyttra leikfanga sem finna má í KiDS Coolshop má nefna LEGO kappakstursbíla, Hvolpasveitaleikföng, lítil hárstúdíó, slím í mörgum litum, LEGO Fortnite og LEGO Minecraft, alls kyns bílabrautir, sleða, gagnvirk dýr og bangsa, fjarstýrða bíla, litla dróna, hljóðfæri og dót fyrir litla upprennandi töframenn. Og er þá bara brotabrot talið upp!

Verslanir KiDS Coolshop eru þrjár: á Smáratorgi í Kópavogi, á Glerártorgi á Akureyri og í Skeifunni í Reykjavík. „Frá 13. desember fram á Þorláksmessu verður opið í versluninni á Smáratorgi til kl. 22, frá 17.-23. desember verður opið til kl. 22 á Akureyri og verslun okkar í Skeifunni verður opin til kl. 22 frá 16. desember fram á Þorláksmessu. Jólasveinar landsins þurfa því alls ekki að missa sig í einhverju jólastressi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.