Sport

Annar frá­bær dagur hjá Jóni Erik í Finn­landi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenski skíðamaðurinn Jón Erik Sigurðsson átti frábæra helgi í Finnlandi.
Íslenski skíðamaðurinn Jón Erik Sigurðsson átti frábæra helgi í Finnlandi. Getty/Klaus Pressberger

Íslenski skíðamaðurinn Jón Erik Sigurðsson átti frábæra helgi í Levi í Finnlandi en hann náði þá í gull og silfurverðlaun á tveimur alþjóðlegum FIS-mótum.

Hann vann svigmótið í dag og endaði í öðru sæti í gær.

Jón Erik var með þriðja besta tímann í fyrri ferðinni en vann sig upp í efsta sætið í þeirri síðari.

Jón Erik náði síðan besta tímanum í seinni ferðinni og bar sigur úr bítum eftir afar spennandi baráttu við Finnann Erik Saravuo sem var 0,07 sek á eftir honum.

Fyrir árangurinn fékk hann 23 FIS-punkta sem er hans besti punktaárangur á ferlinum og styrkir sömuleiðis stöðu hans á Ólympíulistanum.

Jón Erik átti líka frábæra seinni ferð í gær. Hann tryggði sér þá annað sætið eftir að hafa verið með fimmta besta tímann í fyrri ferðinni.

„Ég er ánægður með góða byrjun á vetrinum en ég á nóg inni og við erum rétt að byrja,“ sagði Jón Erik í stuttu spjalli við heimsíðu Skíðsambands Íslands.

Jón Erik Sigurðsson efstur á verðlaunapallinum.ski.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×