Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. nóvember 2025 16:55 Ásthildur Lóa er þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórisdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýndi lækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtunum. Hún sagði lækkunin aumingjalega í samanburði við útgjöld sem Seðlabankinn fór í vegna breytinga á húsnæði þeirra. Í morgun greindi Seðlabanki Íslands frá að stýrivextir yrðu lækkaðir um 25 prósentustig, úr 7,5 prósentum í 7,25 prósent. Ásthildur Lóa segir lækkunina vera litla og aumingjalega. „0,25 prósenta lækkun þýðir að meginvextir Seðlabankans eru enn yfir sjö prósentum. Hversu lengi er hægt að ganga að heimilum landsins með þessum grimmilega hætti? Hvernig er hægt að réttlæta að láta heimilin sem minnst eiga og mest skulda sitja uppi með mörg hundruð þúsund króna aukinn kostnað vegna vaxta í hverjum einasta mánuði?“ spurði Ásthildur Lóa þegar hún tók til máls undir liðnum störf þingsins á Alþingi nú seinnipartinn. Hún gagnrýnir að Seðlabankinn kvarti yfir tásmyndum á Tene á meðan framlag bankans til að minnka þensluna sé ekkert. Íbúar landsins sem skuldi hvað mest í húsnæðislán greiði háar upphæðir, dragi úr útgjöldum en hafi samt sem áður ekkert eftir til að eyða. „[Bankinn] telur sig greinilega yfir það hafinn að draga úr eigin útgjöldum og eyðslu.“ Ásthildur Lóa bendir á að bankinn hafi staðið í breytingum á húsnæði sínu við Kalkofnsveg sem hafi nú þegar kostað 3,5 milljarða króna. Vísar hún þar í frétt Morgunblaðsins frá því í morgun þar sem kemur fram að upphaflega var kostnaðaráætlun 2,73 milljarðar en er nú kominn upp í 3,5 milljarða. Verkinu er ekki lokið. „Eftir höfðinu dansa limirnir er stundum sagt og fordæmi ráðamanna skipta máli. Hvernig í ósköpunum er það siðferðislega verjandi að Seðlabankinn setji kröfur á heimilin og fyrirtækin í landinu sem hann fer ekki einu sinni sjálfur eftir? Hversu mikilli þenslu hefur hann sjálfur valdið?“ spyr Ásthildur Lóa. Fagnar litla skrefinu Sigurjón Þórðarson, flokksbróðir Ásthildar Lóu, tók einnig vaxtalækkunina fyrir á þinginu. Hann sagðist fagna skerfinu en segir það þó í smæsta lagi. „Það hefur verið ákall eftir vaxtalækkun í samfélaginu. Það hefur komið frá Samtökum iðnaðarins og svo hefur nánast komið neyðaróp frá Hagsmunasamtökum heimilanna,“ segir Sigurjón. Hann segir verðbólguna hérlendis svipaða og þá í Litáen og Austurríki og jafnvel hærri í Eistlandi og Lettlandi. Hins vegar sé stýrivöxtum þar ekki háttað eins og hér heldur séu þeir um sjötíu prósent hærri en verðlagsþróun. „Það er nauðsynlegt að taka það til athugunar og kanna áhrif þessara ofurvaxta með opnum huga. Og kanna það: Er þessi yfirtrompun Seðlabankans að skila tilætluðum árangri? Það er ljóst að þessi fyrirtæki sem eru að greiða tólf prósenta vexti þurfa að velta kostnaðinum með einhverjum hætti út í verðlagið og það ýtir undir óstöðugleika og býr til óvissu um efnahagsþróun.“ Alþingi Flokkur fólksins Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Í morgun greindi Seðlabanki Íslands frá að stýrivextir yrðu lækkaðir um 25 prósentustig, úr 7,5 prósentum í 7,25 prósent. Ásthildur Lóa segir lækkunina vera litla og aumingjalega. „0,25 prósenta lækkun þýðir að meginvextir Seðlabankans eru enn yfir sjö prósentum. Hversu lengi er hægt að ganga að heimilum landsins með þessum grimmilega hætti? Hvernig er hægt að réttlæta að láta heimilin sem minnst eiga og mest skulda sitja uppi með mörg hundruð þúsund króna aukinn kostnað vegna vaxta í hverjum einasta mánuði?“ spurði Ásthildur Lóa þegar hún tók til máls undir liðnum störf þingsins á Alþingi nú seinnipartinn. Hún gagnrýnir að Seðlabankinn kvarti yfir tásmyndum á Tene á meðan framlag bankans til að minnka þensluna sé ekkert. Íbúar landsins sem skuldi hvað mest í húsnæðislán greiði háar upphæðir, dragi úr útgjöldum en hafi samt sem áður ekkert eftir til að eyða. „[Bankinn] telur sig greinilega yfir það hafinn að draga úr eigin útgjöldum og eyðslu.“ Ásthildur Lóa bendir á að bankinn hafi staðið í breytingum á húsnæði sínu við Kalkofnsveg sem hafi nú þegar kostað 3,5 milljarða króna. Vísar hún þar í frétt Morgunblaðsins frá því í morgun þar sem kemur fram að upphaflega var kostnaðaráætlun 2,73 milljarðar en er nú kominn upp í 3,5 milljarða. Verkinu er ekki lokið. „Eftir höfðinu dansa limirnir er stundum sagt og fordæmi ráðamanna skipta máli. Hvernig í ósköpunum er það siðferðislega verjandi að Seðlabankinn setji kröfur á heimilin og fyrirtækin í landinu sem hann fer ekki einu sinni sjálfur eftir? Hversu mikilli þenslu hefur hann sjálfur valdið?“ spyr Ásthildur Lóa. Fagnar litla skrefinu Sigurjón Þórðarson, flokksbróðir Ásthildar Lóu, tók einnig vaxtalækkunina fyrir á þinginu. Hann sagðist fagna skerfinu en segir það þó í smæsta lagi. „Það hefur verið ákall eftir vaxtalækkun í samfélaginu. Það hefur komið frá Samtökum iðnaðarins og svo hefur nánast komið neyðaróp frá Hagsmunasamtökum heimilanna,“ segir Sigurjón. Hann segir verðbólguna hérlendis svipaða og þá í Litáen og Austurríki og jafnvel hærri í Eistlandi og Lettlandi. Hins vegar sé stýrivöxtum þar ekki háttað eins og hér heldur séu þeir um sjötíu prósent hærri en verðlagsþróun. „Það er nauðsynlegt að taka það til athugunar og kanna áhrif þessara ofurvaxta með opnum huga. Og kanna það: Er þessi yfirtrompun Seðlabankans að skila tilætluðum árangri? Það er ljóst að þessi fyrirtæki sem eru að greiða tólf prósenta vexti þurfa að velta kostnaðinum með einhverjum hætti út í verðlagið og það ýtir undir óstöðugleika og býr til óvissu um efnahagsþróun.“
Alþingi Flokkur fólksins Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira