Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 08:01 Helena Clausen Heiðmundsdóttir fór úr axlarlið stuttu fyrir Norðurlandamótið en náði samt mótinu þar sem Stjarnan vann silfur. @helenaclausenh Það er löngu orðið ljóst að stelpurnar í hópfimleikaliði Stjörnunnar búa yfir þrautseigju og keppnishörku úr efsta flokki. Nú erum við búin að fá annað dæmi um það. Frægt var hvernig Guðrún Edda Sigurðardóttir sneri aftur á keppnisgólfið tíu mánuðum eftir hálsbrot í afdrifaríku slysi á æfingu í lok síðasta árs. Liðsfélagi hennar í Stjörnuliðinu þurfti einnig að sýna mikla harðfylgni og baráttukjark til að komast með á Norðurlandamótið þar sem Stjörnukonur unnu silfurverðlaun. Helena Clausen Heiðmundsdóttir sagði frá óumbeðnu kapphlaupi sínu við að ná Norðurlandamótinu í hópfimleikum í Finnlandi. Mjög stolt af sjálfri mér „Annað sæti á NM og tvær vikur síðan ég datt úr axlarlið. Er mjög stolt af sjálfri mér en á sama tíma ‚disappointed' [vonsvikin] að hafa ekki getað keppt með 6/6 stökkum eins og ég ætlaði upphaflega,“ skrifaði Helena Clausen á samfélagsmiðla sína. „Ég náði samt sem áður að gera fjögur stökk ásamt dansi, sem er stór sigur fyrir mig,“ skrifaði Helena og það er hægt að taka undir það. Gerir allt fyrir liðið sitt „Fyrir sirka viku var óljóst hvort ég gæti keppt en ég ákvað að gera allt sem ég gat fyrir liðið mitt. Þakklát fyrir fólkið í kringum mig og kem með Bombu inn á næsta tímabil,“ skrifaði Helena. Helena Clausen var að taka þátt í sínu fjórða Norðurlandamóti á ferlinum og liðið naut því góðs af reynslu hennar á þessu móti. Það er einnig ljóst að þökk sé þrautseigju og keppnishörku Guðrúnar Eddu og Helenu þá er Stjörnuliðið einum silfurverðlaunum ríkari. Liðið er einnig Íslandsmeistari en þann titil unnu stelpurnar fimmta árið í röð og í sjöunda skipti á síðustu átta árum. View this post on Instagram A post shared by Helena Clausen Heiðmundsdóttir (@helenaclausenh) Fimleikar Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ Guðmundur Leó bætti annað mótsmet Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Djokovic fær frípassa í átta manna úrslit Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago „Markvörðurinn þarf stundum að kveikja í vörninni“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sú besta í heimi er ólétt Dagskráin: Barist um sæti í Super Bowl og stórleikur Arsenal og Man Utd Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Sjá meira
Frægt var hvernig Guðrún Edda Sigurðardóttir sneri aftur á keppnisgólfið tíu mánuðum eftir hálsbrot í afdrifaríku slysi á æfingu í lok síðasta árs. Liðsfélagi hennar í Stjörnuliðinu þurfti einnig að sýna mikla harðfylgni og baráttukjark til að komast með á Norðurlandamótið þar sem Stjörnukonur unnu silfurverðlaun. Helena Clausen Heiðmundsdóttir sagði frá óumbeðnu kapphlaupi sínu við að ná Norðurlandamótinu í hópfimleikum í Finnlandi. Mjög stolt af sjálfri mér „Annað sæti á NM og tvær vikur síðan ég datt úr axlarlið. Er mjög stolt af sjálfri mér en á sama tíma ‚disappointed' [vonsvikin] að hafa ekki getað keppt með 6/6 stökkum eins og ég ætlaði upphaflega,“ skrifaði Helena Clausen á samfélagsmiðla sína. „Ég náði samt sem áður að gera fjögur stökk ásamt dansi, sem er stór sigur fyrir mig,“ skrifaði Helena og það er hægt að taka undir það. Gerir allt fyrir liðið sitt „Fyrir sirka viku var óljóst hvort ég gæti keppt en ég ákvað að gera allt sem ég gat fyrir liðið mitt. Þakklát fyrir fólkið í kringum mig og kem með Bombu inn á næsta tímabil,“ skrifaði Helena. Helena Clausen var að taka þátt í sínu fjórða Norðurlandamóti á ferlinum og liðið naut því góðs af reynslu hennar á þessu móti. Það er einnig ljóst að þökk sé þrautseigju og keppnishörku Guðrúnar Eddu og Helenu þá er Stjörnuliðið einum silfurverðlaunum ríkari. Liðið er einnig Íslandsmeistari en þann titil unnu stelpurnar fimmta árið í röð og í sjöunda skipti á síðustu átta árum. View this post on Instagram A post shared by Helena Clausen Heiðmundsdóttir (@helenaclausenh)
Fimleikar Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ Guðmundur Leó bætti annað mótsmet Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Djokovic fær frípassa í átta manna úrslit Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago „Markvörðurinn þarf stundum að kveikja í vörninni“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sú besta í heimi er ólétt Dagskráin: Barist um sæti í Super Bowl og stórleikur Arsenal og Man Utd Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Sjá meira