„Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Aron Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2025 09:02 Hákon Arnórsson verður fyrsti Íslendingurinn til þess að berjast í aðalbardaga á MMA bardagakvöldi í fyrsta sinn hér á Íslandi í Andrews Theater á Ásbrú í kvöld. Hákon ætlar sér langt í íþróttinni. Vísir/Samsett Framundan er sögulegt MMA bardagakvöld í Andrews Theather á Ásbrú í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins stígur hinn 21 árs gamli Hákon Arnórsson, bardagakappi úr Reykjavík MMA, inn í búrið og berst við hinn norska Eric Nordin, í fyrsta sinn á Íslandi. Hákon er úr Mosfellsbæ og hefur verið að gera það gott á stórum bardagakvöldum á Englandi upp á síðkastið, meðal annars hefur hann unnið síðustu tvo bardaga sína með rothöggi. Hákon er vægast sagt spenntur fyrir því að berjast í fyrsta sinn hér heima. „Með þessu er í raun bara draumur að rætast. Mér líður ótrúlega vel með þetta,“ segir Hákon í samtali við íþróttadeild. „Ég held að þetta verði sturlað. Salurinn verður trylltur og ég get ekki beðið. Fæ gæsahúð við að hugsa um þetta.“ Öðruvísi aðstæður Íslenskir bardagakappar eru vanir því að þurfa að halda út fyrir landsteinana til þess að keppa á bardagakvöldum en ekki í þetta skipti. Hákon er búinn að gera ráðstafanir til þess að bregða ekki of mikið út af vananum í undirbúningnum fyrir bardaga kvöldsins. „Maður er svo vanur því að þurfa fljúga út á þessi bardagakvöld og peppa sig upp í þetta á einhverju hótelherbergi. Það er alveg mjög steikt að vera bara heima hjá sér í aðdraganda bardaga. Ég er búinn að reka alla fjölskylduna út svo ég sé bara einn heima. Svo þetta sé svona pínulítið eins og ég er vanur. Það er samt bara þægilegra að undirbúa sig heima, geta bara sofið í sínu rúmi, vaknað á keppnisdegi og gert það sem að ég geri vanalega.“ Nýtir stressið Spennan mikil og ekki síður stressið sem fylgir Hákoni jafnan eftir þegar dregur nær næsta bardaga. „Ég er alltaf ótrúlega stressaður þegar að ég er að fara keppa. Við fáum oft bardaga með tveggja mánaða fyrirvara og með hverri vikunni stækkar stressið. Ég er alveg mjög hár í spennu en það hefur alltaf hjálpað mér að vera mjög stressaður, mér finnst það gott. Það gerðist einu sinni að ég var ekki stressaður fyrir bardaga og það reyndist ekki nógu gott. Ég tapaði þeim bardaga. Mér finnst gott að nýta stressið, Bjarki Þór þjálfari kenndi mér að nýta stressið sem styrkleika.“ Fjölskyldan ekki á sama máli Mosfellingurinn prófaði grunnnámskeið í blönduðum bardagalistum hjá Reykjavík MMA á sínum tíma og þá var ekki aftur snúið, hann heillaðist af íþróttinni. „Mamma vill bara að ég sé í ballett eða fótbolta en pabbi fílar þetta. Hann horfir á UFC á hverri helgi. Restin af fjölskyldunni veit ekki alveg með þetta en hægt og rólega kemur þetta, svo lengi sem maður er að vinna bardaga þá fíla þau þetta.“ Hákon stefnir á að framlengja sigurgöngu sína í kvöld með því að klára bardagann annað hvort í gólfinu eða standandi. Hann á sér svo stóra drauma um framhaldið.„Ég ætla í UFC. Við erum búnir að plana það hvernig við ætlum að gera þetta. Nú er bara að klára þetta og við verðum komnir í UFC eftir svona tvö til þrjú ár.“ MMA Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Sjá meira
Hákon er úr Mosfellsbæ og hefur verið að gera það gott á stórum bardagakvöldum á Englandi upp á síðkastið, meðal annars hefur hann unnið síðustu tvo bardaga sína með rothöggi. Hákon er vægast sagt spenntur fyrir því að berjast í fyrsta sinn hér heima. „Með þessu er í raun bara draumur að rætast. Mér líður ótrúlega vel með þetta,“ segir Hákon í samtali við íþróttadeild. „Ég held að þetta verði sturlað. Salurinn verður trylltur og ég get ekki beðið. Fæ gæsahúð við að hugsa um þetta.“ Öðruvísi aðstæður Íslenskir bardagakappar eru vanir því að þurfa að halda út fyrir landsteinana til þess að keppa á bardagakvöldum en ekki í þetta skipti. Hákon er búinn að gera ráðstafanir til þess að bregða ekki of mikið út af vananum í undirbúningnum fyrir bardaga kvöldsins. „Maður er svo vanur því að þurfa fljúga út á þessi bardagakvöld og peppa sig upp í þetta á einhverju hótelherbergi. Það er alveg mjög steikt að vera bara heima hjá sér í aðdraganda bardaga. Ég er búinn að reka alla fjölskylduna út svo ég sé bara einn heima. Svo þetta sé svona pínulítið eins og ég er vanur. Það er samt bara þægilegra að undirbúa sig heima, geta bara sofið í sínu rúmi, vaknað á keppnisdegi og gert það sem að ég geri vanalega.“ Nýtir stressið Spennan mikil og ekki síður stressið sem fylgir Hákoni jafnan eftir þegar dregur nær næsta bardaga. „Ég er alltaf ótrúlega stressaður þegar að ég er að fara keppa. Við fáum oft bardaga með tveggja mánaða fyrirvara og með hverri vikunni stækkar stressið. Ég er alveg mjög hár í spennu en það hefur alltaf hjálpað mér að vera mjög stressaður, mér finnst það gott. Það gerðist einu sinni að ég var ekki stressaður fyrir bardaga og það reyndist ekki nógu gott. Ég tapaði þeim bardaga. Mér finnst gott að nýta stressið, Bjarki Þór þjálfari kenndi mér að nýta stressið sem styrkleika.“ Fjölskyldan ekki á sama máli Mosfellingurinn prófaði grunnnámskeið í blönduðum bardagalistum hjá Reykjavík MMA á sínum tíma og þá var ekki aftur snúið, hann heillaðist af íþróttinni. „Mamma vill bara að ég sé í ballett eða fótbolta en pabbi fílar þetta. Hann horfir á UFC á hverri helgi. Restin af fjölskyldunni veit ekki alveg með þetta en hægt og rólega kemur þetta, svo lengi sem maður er að vinna bardaga þá fíla þau þetta.“ Hákon stefnir á að framlengja sigurgöngu sína í kvöld með því að klára bardagann annað hvort í gólfinu eða standandi. Hann á sér svo stóra drauma um framhaldið.„Ég ætla í UFC. Við erum búnir að plana það hvernig við ætlum að gera þetta. Nú er bara að klára þetta og við verðum komnir í UFC eftir svona tvö til þrjú ár.“
MMA Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Sjá meira