McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. nóvember 2025 23:01 Rory McIlroy er hættur aktívisma störfum og hefur átt frábært ár. EPA/ERIK S. LESSER Rory McIlroy hefur átt frábært ár í golfinu og getur enn bætt við afrek sín. Hann skrifar velgengnina á það hann sé ekki lengur í pólitískri baráttu innan og utan vallar. McIlroy kláraði loksins alslemmuna þegar hann vann Masters mótið í vor, hann stóð síðan uppi sem sigurvegari í sumar á heimavelli á Opna írska og var hluti af liði Evrópu sem vann Bandaríkin í Ryder bikarnum í haust. Síðasta mót tímabilsins, sem fer fram í Dubai um helgina, gæti svo gert hann að stigahæsta kylfingi Evrópu fjórða árið í röð. McIlroy kveðst ekki hafa verið svona hamingjusamur í langan tíma, innan sem utan vallar, og segir ákvörðunina að fjarlæga sig frá LIV-PGA rígnum hafa haft jákvæð áhrif. „Ég get hugsað skýrt og er hættur að bendla mig við alla pólitíkina í golfinu, þannig að ég get raunverulega einbeitt mér að því að spila. Ég get spilað þar sem mér sýnist og gert sjálfan mig hamingjusaman með því að taka þátt í þeim mótum sem ég vil taka þátt“ sagði McIlroy, sem var andlit baráttunnar gegn LIV mótaröðinni. „Ég hef meiri tíma fyrir sjálfan mig og hlutina sem gera mig hamingjusaman fyrir utan golfið. Að ferðast með fjölskyldunni og sýna dóttur minni framandi heimshluta er hlutverk sem ég er mjög ánægður með“ bætti McIlroy við. Fyrr í dag var tilkynnt um ný Rory McIlroy verðlaun sem Evrópumótaröðin mun standa fyrir og veita þeim kylfingi sem stendur sig best á risamótunum fjórum yfir árið. Til heiðurs McIlroy sem hafði beðið lengi eftir því að vinna öll fjögur mótin, en kláraði alslemmuna fyrr á þessu ári. „Að eitthvað svona sé nefnt eftir þér, verðlaun sem verða veitt framtíðarkynslóðum leikmanna, er mikill heiður og mjög auðmýkjandi. Ég vona að mín velgengni geti veitt öðrum kylfingum Evrópu innblástur til að elta draumana.“ Tengdar fréttir Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Rory McIlroy getur loksins kallað sig Mastersmeistara eftir dramatískan sigur hans á Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi. 14. apríl 2025 06:45 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Sjá meira
McIlroy kláraði loksins alslemmuna þegar hann vann Masters mótið í vor, hann stóð síðan uppi sem sigurvegari í sumar á heimavelli á Opna írska og var hluti af liði Evrópu sem vann Bandaríkin í Ryder bikarnum í haust. Síðasta mót tímabilsins, sem fer fram í Dubai um helgina, gæti svo gert hann að stigahæsta kylfingi Evrópu fjórða árið í röð. McIlroy kveðst ekki hafa verið svona hamingjusamur í langan tíma, innan sem utan vallar, og segir ákvörðunina að fjarlæga sig frá LIV-PGA rígnum hafa haft jákvæð áhrif. „Ég get hugsað skýrt og er hættur að bendla mig við alla pólitíkina í golfinu, þannig að ég get raunverulega einbeitt mér að því að spila. Ég get spilað þar sem mér sýnist og gert sjálfan mig hamingjusaman með því að taka þátt í þeim mótum sem ég vil taka þátt“ sagði McIlroy, sem var andlit baráttunnar gegn LIV mótaröðinni. „Ég hef meiri tíma fyrir sjálfan mig og hlutina sem gera mig hamingjusaman fyrir utan golfið. Að ferðast með fjölskyldunni og sýna dóttur minni framandi heimshluta er hlutverk sem ég er mjög ánægður með“ bætti McIlroy við. Fyrr í dag var tilkynnt um ný Rory McIlroy verðlaun sem Evrópumótaröðin mun standa fyrir og veita þeim kylfingi sem stendur sig best á risamótunum fjórum yfir árið. Til heiðurs McIlroy sem hafði beðið lengi eftir því að vinna öll fjögur mótin, en kláraði alslemmuna fyrr á þessu ári. „Að eitthvað svona sé nefnt eftir þér, verðlaun sem verða veitt framtíðarkynslóðum leikmanna, er mikill heiður og mjög auðmýkjandi. Ég vona að mín velgengni geti veitt öðrum kylfingum Evrópu innblástur til að elta draumana.“
Tengdar fréttir Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Rory McIlroy getur loksins kallað sig Mastersmeistara eftir dramatískan sigur hans á Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi. 14. apríl 2025 06:45 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Sjá meira
Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Rory McIlroy getur loksins kallað sig Mastersmeistara eftir dramatískan sigur hans á Mastersmótinu í golfi í gærkvöldi. 14. apríl 2025 06:45