Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 13:02 Laura Harvey er þjálfari Seattle Reign og hér er mikið í gangi hjá henni á hliðarlínunni. Getty/Alika Jenner Laura Harvey er einn sigursælasti þjálfari bandarísku kvennadeildarinnar í fótbolta undanfarin ár og hún er óhrædd við að nýta sér nýjustu tækni til að ná sem bestum árangri. Harvey, sem er aðalþjálfari Seattle Reign FC, sagðist hafa notað gervigreindarforritið ChatGPT til að fá ráðleggingar um leikaðferðir á síðasta undirbúningstímabili, sem að lokum leiddi til þess að hún og þjálfarateymi hennar prófuðu nýja uppstillingu með fimm varnarmönnum. Þrisvar unnið titilinn Harvey hefur þrisvar sinnum unnið NWSL-skjöldinn og þrisvar sinnum verið valin þjálfari ársins í NWSL. Hún talaði um nytsemi gervigreindarinnar í hlaðvarpinu „Soccerish Podcast“ Seattle Reign head coach Laura Harvey says she has leaned on ChatGPT to help inspire her tactics in the NWSL this season....and it worked! pic.twitter.com/fRUlC1qSD8— Match of the Day (@BBCMOTD) October 31, 2025 Hún hefði hvorki spilað með fimm manna varnarlínu áður né rannsakað hana ítarlega og var í fyrstu ekki hrifin af svari gervigreindarinnar um einkenni eigin liðs. Hún hélt þó áfram að spyrja almennari spurninga um NWSL-deildina. „Og svo sló ég inn: ‚Hvaða uppstillingu ætti maður að nota til að sigra lið í NWSL?‘“ sagði Harvey í viðtali við „Soccerish Podcast“ sem birt var á fimmtudaginn. „Og það taldi upp öll liðin í deildinni og hvaða uppstillingu maður ætti að nota. Ég er ekki að grínast Og fyrir tvö lið – ég ætla ekki að segja hver þau eru, því þá vita þau það – sagði það: ‚Þú ættir að spila með fimm manna varnarlínu.‘ Svo ég gerði það. Í alvöru, það var ástæðan fyrir því að ég gerði það. Ég hugsaði með mér: ‚Hmm, við skulum prófa.‘ Þetta var snemma á tímabilinu. Og ég sagði við þjálfarateymið: ‚Ég er ekki að grínast, þetta er það sem ég gerði.“ Og þau sögðu: „Ha, áhugavert.““ Þjálfarateymið rannsakaði uppstillinguna og kannaði hana ofan í kjölinn til að sjá hvernig hún gæti hentað liðinu. „Okkur leist vel á hana. Og hún virkaði – við unnum leikinn.“ Harvey vildi ekki gefa upp á móti hvaða andstæðingi hún var að prófa uppstillinguna, en svaraði spurningu um hvort það hefði verið Portland Thorns með því að segja að svo væri ekki, „heldur eitt af þeim liðum sem eru virkilega góð.“ Seattle er nú í fjórða sæti NWSL-deildarinnar og hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni fyrir síðustu umferð deildarkeppninnar á sunnudag. Á síðasta ári endaði Reign í 13. sæti af 14 liðum í deildinni. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Sjá meira
Harvey, sem er aðalþjálfari Seattle Reign FC, sagðist hafa notað gervigreindarforritið ChatGPT til að fá ráðleggingar um leikaðferðir á síðasta undirbúningstímabili, sem að lokum leiddi til þess að hún og þjálfarateymi hennar prófuðu nýja uppstillingu með fimm varnarmönnum. Þrisvar unnið titilinn Harvey hefur þrisvar sinnum unnið NWSL-skjöldinn og þrisvar sinnum verið valin þjálfari ársins í NWSL. Hún talaði um nytsemi gervigreindarinnar í hlaðvarpinu „Soccerish Podcast“ Seattle Reign head coach Laura Harvey says she has leaned on ChatGPT to help inspire her tactics in the NWSL this season....and it worked! pic.twitter.com/fRUlC1qSD8— Match of the Day (@BBCMOTD) October 31, 2025 Hún hefði hvorki spilað með fimm manna varnarlínu áður né rannsakað hana ítarlega og var í fyrstu ekki hrifin af svari gervigreindarinnar um einkenni eigin liðs. Hún hélt þó áfram að spyrja almennari spurninga um NWSL-deildina. „Og svo sló ég inn: ‚Hvaða uppstillingu ætti maður að nota til að sigra lið í NWSL?‘“ sagði Harvey í viðtali við „Soccerish Podcast“ sem birt var á fimmtudaginn. „Og það taldi upp öll liðin í deildinni og hvaða uppstillingu maður ætti að nota. Ég er ekki að grínast Og fyrir tvö lið – ég ætla ekki að segja hver þau eru, því þá vita þau það – sagði það: ‚Þú ættir að spila með fimm manna varnarlínu.‘ Svo ég gerði það. Í alvöru, það var ástæðan fyrir því að ég gerði það. Ég hugsaði með mér: ‚Hmm, við skulum prófa.‘ Þetta var snemma á tímabilinu. Og ég sagði við þjálfarateymið: ‚Ég er ekki að grínast, þetta er það sem ég gerði.“ Og þau sögðu: „Ha, áhugavert.““ Þjálfarateymið rannsakaði uppstillinguna og kannaði hana ofan í kjölinn til að sjá hvernig hún gæti hentað liðinu. „Okkur leist vel á hana. Og hún virkaði – við unnum leikinn.“ Harvey vildi ekki gefa upp á móti hvaða andstæðingi hún var að prófa uppstillinguna, en svaraði spurningu um hvort það hefði verið Portland Thorns með því að segja að svo væri ekki, „heldur eitt af þeim liðum sem eru virkilega góð.“ Seattle er nú í fjórða sæti NWSL-deildarinnar og hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni fyrir síðustu umferð deildarkeppninnar á sunnudag. Á síðasta ári endaði Reign í 13. sæti af 14 liðum í deildinni. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Sjá meira