Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2025 12:11 Anna Bryndís Einarsdóttir, sem er taugalæknir og yfirlæknir Taugalækningadeildar Landspítalans. Aðsend Að jafnaði fá tveir einstaklingar heilablóðfall hér á landi á hverjum degi en slag eins og það er kallað er skerðing á heilastarfsemi, sem verður vegna truflunar á blóðflæði til heila. Eftir hádegi í dag verður gestum í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri boðið að mæta í ókeypis blóðþrýstingsmælingu vegna alþjóðlega Slagdagsins. Alþjóði Slagdagurinn eins og hann kallast var 29. október en haldið verður upp á daginn á Íslandi í dag, 1. nóvember með því að Heilaheill býður gestum og gangandi í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri á milli 13:00 og 15:00 á fá ókeypis blóðþrýstingsmælingu en hár blóðþrýstingur er mesti áhættuþátturinn við því að fá slag. Anna Bryndís Einarsdóttir er taugalæknir og yfirlæknir Taugalækningadeildar Landspítalans. „Slag er í rauninni önnur algengasta dánarorsök í heiminum og helsta ástæða fötlunar og það er talið að einn af hverjum fjórum einstaklingum 25 ára og eldri fái slag á lífsleiðinni,” segir Anna og bætir við. „Þannig að þetta er heilbrigðisvá, sem þarf að huga að og á Íslandi eru þetta um tveir einstaklingar á dag. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk þekki einkenni strax til þess að vita hvernig eigi að bregðast við ef vaknar grunur um slag”. Hér sést myndrænt hvað gerist þegar heilablóðfall verður en myndin er af Vísindavefnum.Vísindavefurinn Anna Bryndís segir nauðsynlegt fyrir alla að þekkja áhættuþætti vegna slags. „Helsti og sterkasti áhættuþátturinn er hár blóðþrýstingur en það eru margir aðrir og það er meðal annars offita, hár blóðsykur, reykingar, háar blóðfitur og lélegt mataræði hefur líka þarna sterk áhrif”. Og þetta að lokum frá Önnu Bryndísi. „Ég hvet alla til þess að mæta í dag, huga að þessum áhættuþáttum, þekkja einkennin strax og endilega að hlaða niður þessu forriti, sem Heilaheill hefur boðið upp á og fræðið aðstandendur ykkur um þessi einkenni þannig að allir vita hvernig eigi að bregðast við ef vaknar grunur”, segir Anna Bryndís. Allir eru velkomnir í ókeypis blóðþrýstingsmælingu frá klukkan 13:00 til 15:00 í dag í Kringlunni í Reykjavík og í verslunarmiðstöðinni við Glerártorg á Akureyri á sama tíma.Aðsend Reykjavík Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Alþjóði Slagdagurinn eins og hann kallast var 29. október en haldið verður upp á daginn á Íslandi í dag, 1. nóvember með því að Heilaheill býður gestum og gangandi í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri á milli 13:00 og 15:00 á fá ókeypis blóðþrýstingsmælingu en hár blóðþrýstingur er mesti áhættuþátturinn við því að fá slag. Anna Bryndís Einarsdóttir er taugalæknir og yfirlæknir Taugalækningadeildar Landspítalans. „Slag er í rauninni önnur algengasta dánarorsök í heiminum og helsta ástæða fötlunar og það er talið að einn af hverjum fjórum einstaklingum 25 ára og eldri fái slag á lífsleiðinni,” segir Anna og bætir við. „Þannig að þetta er heilbrigðisvá, sem þarf að huga að og á Íslandi eru þetta um tveir einstaklingar á dag. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk þekki einkenni strax til þess að vita hvernig eigi að bregðast við ef vaknar grunur um slag”. Hér sést myndrænt hvað gerist þegar heilablóðfall verður en myndin er af Vísindavefnum.Vísindavefurinn Anna Bryndís segir nauðsynlegt fyrir alla að þekkja áhættuþætti vegna slags. „Helsti og sterkasti áhættuþátturinn er hár blóðþrýstingur en það eru margir aðrir og það er meðal annars offita, hár blóðsykur, reykingar, háar blóðfitur og lélegt mataræði hefur líka þarna sterk áhrif”. Og þetta að lokum frá Önnu Bryndísi. „Ég hvet alla til þess að mæta í dag, huga að þessum áhættuþáttum, þekkja einkennin strax og endilega að hlaða niður þessu forriti, sem Heilaheill hefur boðið upp á og fræðið aðstandendur ykkur um þessi einkenni þannig að allir vita hvernig eigi að bregðast við ef vaknar grunur”, segir Anna Bryndís. Allir eru velkomnir í ókeypis blóðþrýstingsmælingu frá klukkan 13:00 til 15:00 í dag í Kringlunni í Reykjavík og í verslunarmiðstöðinni við Glerártorg á Akureyri á sama tíma.Aðsend
Reykjavík Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira