Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2025 16:47 Með aðgerðum sínum vill ríkisstjórnin vinna gegn því að hinir ríku fjárfesti í fasteignum í stað þess að fjárfesta í hlutum sem styðja betur við verðmætasköpun. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ætlar að draga úr hvata vel stæðra til að safna íbúðum og festa skráningarskyldu leigusamninga í röð. Þá fá sveitarfélög heimild til að leggja álag á fasteignagjald á byggingalóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal síðdegis þar sem fyrsti húsnæðispakki stjórnarinnar var kynntur. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni kemur fram að ýmsir hvatar séu til staðar hjá hinu opinbera sem beini sparnaði fólks inn á húsnæðismarkað í stað annarrar fjárfestingar sem styðji betur við verðmætasköpun. „Slíkir hvatar eru bæði skattalegir og í regluverki í húsnæðiskerfinu sjálfu. Með því að draga úr hvatanum til að safna íbúðum er unnið gegn þenslu á húsnæðismarkaði og háu húsnæðisverði. Á sama tíma er það gert eftirsóknarverðara fyrir fólk að fjárfesta með hætti sem styður betur við verðmætasköpun.“ Skattfrelsi við sölu og leigu minnkar Í fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar eru nokkrar aðgerðir í þessa veru. Til að mynda á að draga úr skattfrelsi söluhagnaðar fólks sem á margar íbúðir frá og með 1. janúar 2027. Ekki er nánar skýrt hve mikið eða hratt dregið verði úr skattfrelsinu. „Með þessum tímafresti gefst tækifæri til aðlögunar. Í reynd er söluhagnaður íbúðarhúsnæðis nú nær alfarið undanþeginn skattlagningu. Aðeins 0,2% af söluhagnaði einstaklinga af íbúðarhúsnæði var skattlagður árið 2024. Þá verður dregið úr afslætti frá fjármagnstekjuskatti vegna leigutekna sem fer úr 50% afslætti í 25%.“ Álag heimilað á auðar lóðir Á undanförnum árum hafi sveitarfélög kallað eftir heimildum til að hvetja til íbúðauppbyggingar á byggingarlóðum sem þegar hefur verið úthlutað. „Þegar verðhækkanir eru á fasteignamarkaði getur skapast hvati til að fresta íbúðauppbyggingu á lóð sem þegar hefur verið úthlutað. En á meðan verður sveitarfélagið af væntum tekjum vegna útsvarsgreiðslna og annarra umsvifa sem fylgja fleiri íbúum. Þess vegna verður sveitarfélögum nú heimilað að leggja álag á fasteignagjald á byggingarlóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli.“ Áréttað er að um heimild sé að ræða en ekki skyldu. Takmörkun á Airbnb Fyrir Alþingi liggur frumvarp um skráningarskyldu leigusamninga. Með því á að koma í veg fyrir að leiguverð sé hækkað á fyrstu tólf mánuðum tímabundinna leigusamninga. „Fyrir Alþingi liggur einnig frumvarp sem takmarkar skammtímaleigu, á borð við útleigu á Airbnb, við lögheimili og eina aðra fasteign utan þéttbýlis. Í því frumvarpi er einnig kveðið á um að ótímabundin rekstrarleyfi til skammtímaleigu í íbúðarhúsnæði umfram 90 daga verði gerð tímabundin innan 5 ára.“ Húsnæðismál Airbnb Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal síðdegis þar sem fyrsti húsnæðispakki stjórnarinnar var kynntur. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni kemur fram að ýmsir hvatar séu til staðar hjá hinu opinbera sem beini sparnaði fólks inn á húsnæðismarkað í stað annarrar fjárfestingar sem styðji betur við verðmætasköpun. „Slíkir hvatar eru bæði skattalegir og í regluverki í húsnæðiskerfinu sjálfu. Með því að draga úr hvatanum til að safna íbúðum er unnið gegn þenslu á húsnæðismarkaði og háu húsnæðisverði. Á sama tíma er það gert eftirsóknarverðara fyrir fólk að fjárfesta með hætti sem styður betur við verðmætasköpun.“ Skattfrelsi við sölu og leigu minnkar Í fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar eru nokkrar aðgerðir í þessa veru. Til að mynda á að draga úr skattfrelsi söluhagnaðar fólks sem á margar íbúðir frá og með 1. janúar 2027. Ekki er nánar skýrt hve mikið eða hratt dregið verði úr skattfrelsinu. „Með þessum tímafresti gefst tækifæri til aðlögunar. Í reynd er söluhagnaður íbúðarhúsnæðis nú nær alfarið undanþeginn skattlagningu. Aðeins 0,2% af söluhagnaði einstaklinga af íbúðarhúsnæði var skattlagður árið 2024. Þá verður dregið úr afslætti frá fjármagnstekjuskatti vegna leigutekna sem fer úr 50% afslætti í 25%.“ Álag heimilað á auðar lóðir Á undanförnum árum hafi sveitarfélög kallað eftir heimildum til að hvetja til íbúðauppbyggingar á byggingarlóðum sem þegar hefur verið úthlutað. „Þegar verðhækkanir eru á fasteignamarkaði getur skapast hvati til að fresta íbúðauppbyggingu á lóð sem þegar hefur verið úthlutað. En á meðan verður sveitarfélagið af væntum tekjum vegna útsvarsgreiðslna og annarra umsvifa sem fylgja fleiri íbúum. Þess vegna verður sveitarfélögum nú heimilað að leggja álag á fasteignagjald á byggingarlóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli.“ Áréttað er að um heimild sé að ræða en ekki skyldu. Takmörkun á Airbnb Fyrir Alþingi liggur frumvarp um skráningarskyldu leigusamninga. Með því á að koma í veg fyrir að leiguverð sé hækkað á fyrstu tólf mánuðum tímabundinna leigusamninga. „Fyrir Alþingi liggur einnig frumvarp sem takmarkar skammtímaleigu, á borð við útleigu á Airbnb, við lögheimili og eina aðra fasteign utan þéttbýlis. Í því frumvarpi er einnig kveðið á um að ótímabundin rekstrarleyfi til skammtímaleigu í íbúðarhúsnæði umfram 90 daga verði gerð tímabundin innan 5 ára.“
Húsnæðismál Airbnb Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent