„Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Hjörvar Ólafsson skrifar 25. október 2025 17:29 Magnús Már Einarsson þakkar stuðningsmönnum Aftureldingar fyrir stuðninginn. Vísir/Anton Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var svekktur en stoltur af leikmönnum sínum fyrir frammistöðu þeirra á keppnistímabilinu þrátt fyrir að fall úr efstu deild sé staðraynd hjá Mosfellingum. „Ég er svekktur með að hafa ekki náð í sigur í þessum leik og að 27 stig dugi ekki til þess að halda sæti okkar í efstu deild. Það að ná í stig að meðaltali í efstu deild hefur oftar en ekki dugað en við gerðum ekki nóg til þess að vera áfram í deild þeirra bestu því miður,“ sagði Magnús Már eftir 1-0 tap Aftureldingar gegn ÍA í lokaumferð Bestu-deildar karla í fótbolta í Akraneshöllinni í dag. „Við náum í janftefli eða sigum 10 af 11 andstæðingum og sýndum það svo sannarlega að við erum samkeppnishæfir á meðal bestu liða landsins. Það eru hins vegar of mörg jafntefli og að við náum ekki að sigla sigrum í höfn í jöfnum leikjum eins og þessum sem verður okkur að falli,“ sagði Magnús enn fremur. „Nú þurfum við bara að byggja ofan á því sem við höfum verið að gera undanfarin ár og passa upp á að við tökum tvö skref fram á við eftir að hafa tekið eitt skref til baka. Við höfum komið okkur á þann stall að vera á meðal 15 bestu liða landssins og stefnum á að fara beint upp aftur,“ sagði hann um framhaldið. „Fótboltinn er kominn á flottan stað í Mosfellsbænum og framtíðin er björt. Heimaleikir okkar í sumar hafa verið stærstu viðburðir bæjarins og vonandi styrkja bæjaryfirvöld enn frekar við okkur á næstunni. Það er verið að bæta aðstöðuna hjá okkur og við þurfum að spýta í lófana bæði innan vallar sem utan til þess að halda áfram að færa okkur skref framar,“ sagði þjálfarinn. Samningur Magnúsar Más við Aftureldingu er að renna út en honum þykir líklegt að hann haldi áfram í brúnni í Mosfellsbænum: „Ég hef bara ekki leitt hugann að framtíðinni, ég var með fulla einbeitingu og hugann við það að freista þess að vinna sigur hérna í dag. Á næstu dögum munum við setjast niður og ég fer jákvæður inn í þær viðræður og finnst líklegt að ég haldi áfram þjálfun liðsins,“ sagði Magnús um stöðu sína. Besta deild karla Afturelding Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Sjá meira
„Ég er svekktur með að hafa ekki náð í sigur í þessum leik og að 27 stig dugi ekki til þess að halda sæti okkar í efstu deild. Það að ná í stig að meðaltali í efstu deild hefur oftar en ekki dugað en við gerðum ekki nóg til þess að vera áfram í deild þeirra bestu því miður,“ sagði Magnús Már eftir 1-0 tap Aftureldingar gegn ÍA í lokaumferð Bestu-deildar karla í fótbolta í Akraneshöllinni í dag. „Við náum í janftefli eða sigum 10 af 11 andstæðingum og sýndum það svo sannarlega að við erum samkeppnishæfir á meðal bestu liða landsins. Það eru hins vegar of mörg jafntefli og að við náum ekki að sigla sigrum í höfn í jöfnum leikjum eins og þessum sem verður okkur að falli,“ sagði Magnús enn fremur. „Nú þurfum við bara að byggja ofan á því sem við höfum verið að gera undanfarin ár og passa upp á að við tökum tvö skref fram á við eftir að hafa tekið eitt skref til baka. Við höfum komið okkur á þann stall að vera á meðal 15 bestu liða landssins og stefnum á að fara beint upp aftur,“ sagði hann um framhaldið. „Fótboltinn er kominn á flottan stað í Mosfellsbænum og framtíðin er björt. Heimaleikir okkar í sumar hafa verið stærstu viðburðir bæjarins og vonandi styrkja bæjaryfirvöld enn frekar við okkur á næstunni. Það er verið að bæta aðstöðuna hjá okkur og við þurfum að spýta í lófana bæði innan vallar sem utan til þess að halda áfram að færa okkur skref framar,“ sagði þjálfarinn. Samningur Magnúsar Más við Aftureldingu er að renna út en honum þykir líklegt að hann haldi áfram í brúnni í Mosfellsbænum: „Ég hef bara ekki leitt hugann að framtíðinni, ég var með fulla einbeitingu og hugann við það að freista þess að vinna sigur hérna í dag. Á næstu dögum munum við setjast niður og ég fer jákvæður inn í þær viðræður og finnst líklegt að ég haldi áfram þjálfun liðsins,“ sagði Magnús um stöðu sína.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Sjá meira