Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. október 2025 19:43 Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir birgðaflutninga á Gasaströndinni fara of hægt af stað. Flutningabílar eru farnir að berast inn á svæðið en flóðgáttir þurfi að opnast til að bregðast við neyðarástandinu. Snemma í morgun bárust fréttir af því að tekið væri að aka flutningabílum frá Egyptalandi yfir til Rafah og Khan Younis á Gasa. Gjöraukin neyðaraðstoð fyrir íbúa Gasa var hluti af vopnahléssamkomulagi en í gær sögðu hjálparsamtök ekki hafa efnt það loforð enn. Ísraelsher segir um 500 trukkum hafa verið ekið með hjálpargögn inn á Gasa í dag en hjálparsamtök segja meira verða að koma til. Undanfarið hafa einungis fáeinir flutningabílar komið inn á svæðið á degi hverjum en um 600 slíka bíla þurfi á dag til að mæta þörfum íbúa. Einhverjir tugir neyðarbíla sáust á Gasa í dag. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir fyrir öllu að flutningur neyðarbirgða sé hafinn en að risastórt átak þurfi. „Þetta er svæði með um tvær milljónir manna sem hafa verið gersneydd öllu sem þarf til að lifa af. Við erum að tala um að allir innviðir eru í rúst, fólk er bókstaflega að deyja úr hungri, börnin þar með talin. Það þarf risastórt átak. Það er gott að þetta er byrjað, það er fyrir öllu, en við þurfum að sjá flóðgáttir opnast á næstu dögum,“ segir Birna. Hindranirnar séu ýmis konar. „Í fyrsta lagi er verið að opna inn á svæðið á allt of fáum stöðum. Það væri langbest ef það væri opnað á mörgum stöðum, bæði í norðri og suðri og öðrum áttum. Þannig að bílarnir komi fljótt og vel inn á svæðið þangað sem fólkið er. Svo geta líka verið skrifræðishindranir. Það er alþekkt að hver einasti trukkur sé grandskoðaður og jafnvel þó hann sé lagður af stað er ekki þar með sagt að hann sé kominn þangað sem fólkið þarf á varningnum að halda,“ segir hún. „Svo þurfum við til lengri tíma litið að horfa á fjármagn. Þetta er auðvitað löngu undirbúið átak sem er í gangi núna. Bara UNICEF er með um 1300 bíla tilbúna. Aftur á móti hefur UNICEF áætlað að við þyrftum um 8 milljarða króna bara til þess að takast á við hungursneyðina fram í desember,“ segir Birna. Hvernig líta næstu dagar út? „Við erum í bráðaviðbragði núna. Ef ég horfi til dæmis á það sem UNICEF er að koma með inn þá er það orkurík næring fyrir börn og verðandi mæður, teppi og tjöld vegna þess að það er byrjað að kólna. En svo þegar við horfum til lengri tíma þarf að byrja að byggja upp heilsugæslur og heilbrigðisstofnanir einhvers konar og sömuleiðis skóla vegna þess að börnin í Gasa hafa ekki komist í skóla í tvö ár,“ segir Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Snemma í morgun bárust fréttir af því að tekið væri að aka flutningabílum frá Egyptalandi yfir til Rafah og Khan Younis á Gasa. Gjöraukin neyðaraðstoð fyrir íbúa Gasa var hluti af vopnahléssamkomulagi en í gær sögðu hjálparsamtök ekki hafa efnt það loforð enn. Ísraelsher segir um 500 trukkum hafa verið ekið með hjálpargögn inn á Gasa í dag en hjálparsamtök segja meira verða að koma til. Undanfarið hafa einungis fáeinir flutningabílar komið inn á svæðið á degi hverjum en um 600 slíka bíla þurfi á dag til að mæta þörfum íbúa. Einhverjir tugir neyðarbíla sáust á Gasa í dag. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir fyrir öllu að flutningur neyðarbirgða sé hafinn en að risastórt átak þurfi. „Þetta er svæði með um tvær milljónir manna sem hafa verið gersneydd öllu sem þarf til að lifa af. Við erum að tala um að allir innviðir eru í rúst, fólk er bókstaflega að deyja úr hungri, börnin þar með talin. Það þarf risastórt átak. Það er gott að þetta er byrjað, það er fyrir öllu, en við þurfum að sjá flóðgáttir opnast á næstu dögum,“ segir Birna. Hindranirnar séu ýmis konar. „Í fyrsta lagi er verið að opna inn á svæðið á allt of fáum stöðum. Það væri langbest ef það væri opnað á mörgum stöðum, bæði í norðri og suðri og öðrum áttum. Þannig að bílarnir komi fljótt og vel inn á svæðið þangað sem fólkið er. Svo geta líka verið skrifræðishindranir. Það er alþekkt að hver einasti trukkur sé grandskoðaður og jafnvel þó hann sé lagður af stað er ekki þar með sagt að hann sé kominn þangað sem fólkið þarf á varningnum að halda,“ segir hún. „Svo þurfum við til lengri tíma litið að horfa á fjármagn. Þetta er auðvitað löngu undirbúið átak sem er í gangi núna. Bara UNICEF er með um 1300 bíla tilbúna. Aftur á móti hefur UNICEF áætlað að við þyrftum um 8 milljarða króna bara til þess að takast á við hungursneyðina fram í desember,“ segir Birna. Hvernig líta næstu dagar út? „Við erum í bráðaviðbragði núna. Ef ég horfi til dæmis á það sem UNICEF er að koma með inn þá er það orkurík næring fyrir börn og verðandi mæður, teppi og tjöld vegna þess að það er byrjað að kólna. En svo þegar við horfum til lengri tíma þarf að byrja að byggja upp heilsugæslur og heilbrigðisstofnanir einhvers konar og sömuleiðis skóla vegna þess að börnin í Gasa hafa ekki komist í skóla í tvö ár,“ segir Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira