Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2025 07:00 Víða er boðið upp á bjór til sölu á íþróttaleikjum hér á landi, eins og á fleiri menningarviðburðum, og skilar það íþróttafélögunum umtalsverðum tekjum. vísir/Arnar Stjórn Ungmennafélags Íslands hefur lagt fram tillögu varðandi áfengissölu á íþróttaviðburðum, fyrir 54. Sambandsþing UMFÍ sem fram fer í Stykkishólmi nú um helgina. Hún leggst ekki gegn áfengissölu en kallar eftir vandvirkni og skýrum viðmiðum hjá íþróttafélögunum. Á meðal tilmæla sem í tillögunni felast er að sala áfengra drykkja á íþróttaviðburðum sé aldrei á sama sölustað og þar sem veitingar eru seldar fyrir börn og ungmenni. Eins að tryggt sé að gæsla sé til fyrirmyndar og að sérstök fjölskyldusvæði séu á öllum íþróttaviðburðum þar sem enginn sé undir áhrifum áfengis. Tillöguna má lesa í heild sinni hér Í tillögunni segir að þó að sala áfengra drykkja eigi enga samleið með barna- og uppeldisstarfi þurfi að taka tillit til þess að starfsemi fjölmargra íþróttafélaga snúi ekki einungis að börnum og ungmennum. „Víða sinna íþróttafélög mjög mikilvægu félagslegu hlutverki og eru viðburðir félaganna, hvort sem er átt við kappleiki meistaraflokka eða önnur hátíðarhöld, jafnan með fjölmennustu mannamótum hverrar sveitar. Viðburðir íþróttafélaga eru jafnframt hluti af afþreyingarmarkaði og þurfa því að standast samanburð við aðra menningar- og afþreyingarviðburði, bæði hvað varðar þjónustu og skipulag,“ segir í tillögunni. Íþróttafélög eru jafnframt hvött til að bæta úr því sem fyrst séu þau að selja áfengi án þess að hafa til þess tilskilin leyfi, eins og dæmi hafa verið um. Hér að neðan má sjá tilmæli UMFÍ verði tillagan samþykkt um helgina: Sala áfengra drykkja fari ekki fram á sama sölustað og börn og ungmenni versla aðrar vörur eða veitingar. Dregið sé úr sýnileika áfengra drykkja eins og kostur er. Boðið sé upp á sérstök „fjölskyldusvæði“ í áhorfendastúkum eða á áhorfendapöllum þar sem ölvun eða meðhöndlun áfengis er með öllu óheimil. Sé það á annað borð heimilt að bera drykki inn í áhorfendastúku eða á áhorfendapalla verði viðeigandi gæsla til taks innan slíks svæðis. Gæsla sé ávallt til fyrirmyndar og þeir einstaklingar sem sinna því hlutverki séu vel til þess fallnir og aldrei yngri en 20 ára. Ávallt sé þess gætt að frágangur, tiltekt og þrif séu til fyrirmyndar. Ekki séu ummerki um sölu áfengra drykkja í mannvirkjum þegar starfsemi ungmenna fari fram. Þá séu hirslur og geymslur kyrfilega læstar og aðgengi að þeim sé stýrt vel. Áfengi í íþróttastarfi Tengdar fréttir Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Á sambandsþingi UMFÍ um helgina verður lögð fram tillaga um að gefa út leiðbeinandi tilmæli vegna áfengissölu á íþróttaviðburðum á vegum UMFÍ! 9. október 2025 07:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Á meðal tilmæla sem í tillögunni felast er að sala áfengra drykkja á íþróttaviðburðum sé aldrei á sama sölustað og þar sem veitingar eru seldar fyrir börn og ungmenni. Eins að tryggt sé að gæsla sé til fyrirmyndar og að sérstök fjölskyldusvæði séu á öllum íþróttaviðburðum þar sem enginn sé undir áhrifum áfengis. Tillöguna má lesa í heild sinni hér Í tillögunni segir að þó að sala áfengra drykkja eigi enga samleið með barna- og uppeldisstarfi þurfi að taka tillit til þess að starfsemi fjölmargra íþróttafélaga snúi ekki einungis að börnum og ungmennum. „Víða sinna íþróttafélög mjög mikilvægu félagslegu hlutverki og eru viðburðir félaganna, hvort sem er átt við kappleiki meistaraflokka eða önnur hátíðarhöld, jafnan með fjölmennustu mannamótum hverrar sveitar. Viðburðir íþróttafélaga eru jafnframt hluti af afþreyingarmarkaði og þurfa því að standast samanburð við aðra menningar- og afþreyingarviðburði, bæði hvað varðar þjónustu og skipulag,“ segir í tillögunni. Íþróttafélög eru jafnframt hvött til að bæta úr því sem fyrst séu þau að selja áfengi án þess að hafa til þess tilskilin leyfi, eins og dæmi hafa verið um. Hér að neðan má sjá tilmæli UMFÍ verði tillagan samþykkt um helgina: Sala áfengra drykkja fari ekki fram á sama sölustað og börn og ungmenni versla aðrar vörur eða veitingar. Dregið sé úr sýnileika áfengra drykkja eins og kostur er. Boðið sé upp á sérstök „fjölskyldusvæði“ í áhorfendastúkum eða á áhorfendapöllum þar sem ölvun eða meðhöndlun áfengis er með öllu óheimil. Sé það á annað borð heimilt að bera drykki inn í áhorfendastúku eða á áhorfendapalla verði viðeigandi gæsla til taks innan slíks svæðis. Gæsla sé ávallt til fyrirmyndar og þeir einstaklingar sem sinna því hlutverki séu vel til þess fallnir og aldrei yngri en 20 ára. Ávallt sé þess gætt að frágangur, tiltekt og þrif séu til fyrirmyndar. Ekki séu ummerki um sölu áfengra drykkja í mannvirkjum þegar starfsemi ungmenna fari fram. Þá séu hirslur og geymslur kyrfilega læstar og aðgengi að þeim sé stýrt vel.
Áfengi í íþróttastarfi Tengdar fréttir Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Á sambandsþingi UMFÍ um helgina verður lögð fram tillaga um að gefa út leiðbeinandi tilmæli vegna áfengissölu á íþróttaviðburðum á vegum UMFÍ! 9. október 2025 07:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Á sambandsþingi UMFÍ um helgina verður lögð fram tillaga um að gefa út leiðbeinandi tilmæli vegna áfengissölu á íþróttaviðburðum á vegum UMFÍ! 9. október 2025 07:30