Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. október 2025 16:41 Stöðvarfjörður er í Fjarðabyggð. Vísir/Vilhelm Á síðustu fjórum árum hefur íbúum á Stöðvarfirði verið ráðlagt að sjóða vatnið sitt í alls 79 daga vegna sex mengunartilfella í vatnsbóli bæjarins. Þrjú af sex tilfellunum komu upp á síðustu þremur mánuðum. Það var síðast nú fyrir helgi sem tilkynning var birt á heimasíðu Fjarðabyggðar þar sem greint var frá að mengun hefði komið upp í vatnsbóli bæjarins vegna mikillar rigningar dagana á undan. Þess vegna sé mælt með að íbúar sjóði allt neysluvatn en óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa, til að mynda til að baða sig. Þar á undan greindist mengun í vatninu þann 9. september 2025 en sýni var tekið úr vatninu einnig vegna mikillar rigningar. Suðutilmæli voru í gildi í eina viku. Vert er að taka fram að tilkynning um að óhætt væri að hætt að sjóða vatnið kom tveimur dögum eftir að suðutilmælin féllu úr gildi á heimasíðu Fjarðabyggðar. Hin fjögur tilfellin um mengun í neysluvatni Stöðfirðinga uppgötvuðust við reglubundið eftirlit Heilbrigðiseftirlits Austurlands samkvæmt svari þeirra við fyrirspurn fréttastofu. Þann 22. júlí 2025 greindist mengun og voru suðutilmæli í gildi í alls níu daga. Geislunin nauðsynleg Nokkrir íbúar á Stöðvarfirði fengu magapest vegna mengunartilfellsins í júlí sem reyndist vera ekólí- og kólígerlamengun. Sýnatakan var framkvæmd 22. júlí en formleg staðfesting barst þó ekki fyrr en sex dögum síðar og íbúum var ekki tilkynnt um mengunina fyrr en sólarhring eftir það. Eva Jörgensen, íbúi á Stöðvarfirði, sagði þá í viðtali á Vísi að rigning valdi íbúum kvíða og treysti þeir ekki vatnsbólinu. Ástandið hafi áhrif á daglegt líf fólks en hún var meðal þeirra sem veiktust vegna mengunarinnar. „Þó þú farir í sturtu þá viltu ekki fá vatn upp í þig. Þegar þú ert að elda, að matbúa, að þrífa heima eða þvo hendurnar þá ertu meðvitaður um að þú ert að þvo þér upp úr E Coli vatni. Þannig maður er að þvo á sér hendur og síðan spritta þær,“ sagði Eva. Hún sagði í kvöldfréttum Sýnar 28. september að hún væri einnig farin að kaupa vatn til að létta á „suðeríinu.“ Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sagði þá í viðtali á Vísi í byrjun september að beðið sé eftir geislunartæki sem sé einnig nýtt víða um land í vatnsbólum líkt og þessu. Með uppsetningu tækisins verði vandamálið úr sögunni. Þau nýti þá allar mögulegar leiðar til að upplýsa íbúa, sendu til dæmis smáskilaboð á íbúana og birtu tilkynningar á heimasíðu, íbúasíðu og á svæðisbundnum miðlum. „Ef að aðstæður eru með þeim hætti að ekki er hægt að tryggja að yfirborðsvatn berist ekki í neysluvatn þá er gagnlegt og í raun nauðsynlegt að geisla vatnið. Geislun á neysluvatni með UV geislun sótthreinsar það og gerir það öruggt til neyslu,“ segir í skriflegu svari Heilbrigðisstofnunar Austurlands við fyrirspurn fréttastofu. Sjá nánar: Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Eitt mengunartilfelli kom upp í marsmánuði árið 2024 við reglubundið eftirlit og var íbúum ráðlagt að sjóða neysluvatnið í 25 daga eða til 2. apríl 2024. Ekkert tilfelli kom upp árið 2023 en eitt árið 2022 og annað árið 2021. Árið 2021 voru suðutilmæli í gildi í tæpar fjórar vikur en 2022 átta daga. Fjarðabyggð Vatnsból Vatn Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Það var síðast nú fyrir helgi sem tilkynning var birt á heimasíðu Fjarðabyggðar þar sem greint var frá að mengun hefði komið upp í vatnsbóli bæjarins vegna mikillar rigningar dagana á undan. Þess vegna sé mælt með að íbúar sjóði allt neysluvatn en óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa, til að mynda til að baða sig. Þar á undan greindist mengun í vatninu þann 9. september 2025 en sýni var tekið úr vatninu einnig vegna mikillar rigningar. Suðutilmæli voru í gildi í eina viku. Vert er að taka fram að tilkynning um að óhætt væri að hætt að sjóða vatnið kom tveimur dögum eftir að suðutilmælin féllu úr gildi á heimasíðu Fjarðabyggðar. Hin fjögur tilfellin um mengun í neysluvatni Stöðfirðinga uppgötvuðust við reglubundið eftirlit Heilbrigðiseftirlits Austurlands samkvæmt svari þeirra við fyrirspurn fréttastofu. Þann 22. júlí 2025 greindist mengun og voru suðutilmæli í gildi í alls níu daga. Geislunin nauðsynleg Nokkrir íbúar á Stöðvarfirði fengu magapest vegna mengunartilfellsins í júlí sem reyndist vera ekólí- og kólígerlamengun. Sýnatakan var framkvæmd 22. júlí en formleg staðfesting barst þó ekki fyrr en sex dögum síðar og íbúum var ekki tilkynnt um mengunina fyrr en sólarhring eftir það. Eva Jörgensen, íbúi á Stöðvarfirði, sagði þá í viðtali á Vísi að rigning valdi íbúum kvíða og treysti þeir ekki vatnsbólinu. Ástandið hafi áhrif á daglegt líf fólks en hún var meðal þeirra sem veiktust vegna mengunarinnar. „Þó þú farir í sturtu þá viltu ekki fá vatn upp í þig. Þegar þú ert að elda, að matbúa, að þrífa heima eða þvo hendurnar þá ertu meðvitaður um að þú ert að þvo þér upp úr E Coli vatni. Þannig maður er að þvo á sér hendur og síðan spritta þær,“ sagði Eva. Hún sagði í kvöldfréttum Sýnar 28. september að hún væri einnig farin að kaupa vatn til að létta á „suðeríinu.“ Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sagði þá í viðtali á Vísi í byrjun september að beðið sé eftir geislunartæki sem sé einnig nýtt víða um land í vatnsbólum líkt og þessu. Með uppsetningu tækisins verði vandamálið úr sögunni. Þau nýti þá allar mögulegar leiðar til að upplýsa íbúa, sendu til dæmis smáskilaboð á íbúana og birtu tilkynningar á heimasíðu, íbúasíðu og á svæðisbundnum miðlum. „Ef að aðstæður eru með þeim hætti að ekki er hægt að tryggja að yfirborðsvatn berist ekki í neysluvatn þá er gagnlegt og í raun nauðsynlegt að geisla vatnið. Geislun á neysluvatni með UV geislun sótthreinsar það og gerir það öruggt til neyslu,“ segir í skriflegu svari Heilbrigðisstofnunar Austurlands við fyrirspurn fréttastofu. Sjá nánar: Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Eitt mengunartilfelli kom upp í marsmánuði árið 2024 við reglubundið eftirlit og var íbúum ráðlagt að sjóða neysluvatnið í 25 daga eða til 2. apríl 2024. Ekkert tilfelli kom upp árið 2023 en eitt árið 2022 og annað árið 2021. Árið 2021 voru suðutilmæli í gildi í tæpar fjórar vikur en 2022 átta daga.
Fjarðabyggð Vatnsból Vatn Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira