Dularfull brotlending nærri Area 51 Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2025 23:55 Area 51 er leynileg herstöð og hefur lengi verið bendluð við fljúgandi furðuhluti og geimverur. Getty/Bernard Friel Lofthelginni yfir hinni leynilegu flugstöð „Area 51“ í Nevada í Bandaríkjunum var lokað í síðasta mánuði eftir að ótilgreint flugfar brotlenti þar nærri. Engan mun hafa sakað en mikil leynd hvílir yfir slysinu og hafa hernaðaryfirvöld varist allra frétta. Héraðsmiðlar vestanhafs hafa sagt frá því að svæðinu kringum staðinn þar sem flugfarið brotlenti hafi einnig verið lokað í nokkra daga. Það var gert á meðan tiltekt fór þar fram en talið er að um dróna hafi verið að ræða. Farið brotlenti þann 23. september og lauk störfum á vettvangi nokkrum dögum síðar. Rannsakendur fóru aftur á staðinn síðastliðinn föstudag, 3. október, en þá fundu þeir vísbendingar um að búið væri að eiga við vettvanginn. Einn héraðsmiðill hefur eftir talsmanni flughersins að óvirk sprengja sem notuð er við þjálfun hafi fundist og hlutur úr öðru óþekktu flugfari og mun þessu hafa verið komið fyrir á vettvangi einhvern tímann eftir að flugfarið brotlenti. Málið ku vera til rannsóknar hjá bandaríska flughernum og Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Joerg Arnu, sem hefur lengi vaktað Area 51, og býr þar nærri, heimsótti slysstaðinn eftir að rannsakendur luku störfum þar og áður en hlutirnir fundust þar. Hann tók það ferðalag sitt upp og birti á Youtube. Drónasveitir virkar á svæðinu Bandaríski miðillinn The WarZone segir að flugfarið sem brotlenti hafi komið frá Creech-flugstöðinni. Þar er til húsa sérstök flugsveit sem sérhæfir sig í notkun MQ-9 dróna, svokallaðra Reaper-dróna. Flugherinn hefur sagt að flugfarið sem brotlenti hafi tilheyrt þeirri sveit. Þar eru þó aðrar og leynilegri flugsveitir sem eru sagðar notast við ýmsa háleynilega eftirlitsdróna, suma sem byggðir eru til að vera svo gott sem ósýnilegir á ratsjám. Aðrir drónar sem flugsveitirnar eru sagðar nota eru mögulega enn í þróun og háleynilegir. Þessi sprengja og flugfarapartur sem fundust eftir að frágangi á vettvangi brotlendingarinnar hefur vakið mikla furðu. Mögulegt er að þar sé um að ræða hluti sem hafi fallið af öðrum flugvélum eða drónum sem verið var að fljúga um svæðið en það þykir mikil tilviljun ef svo er. Bandaríkin Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Héraðsmiðlar vestanhafs hafa sagt frá því að svæðinu kringum staðinn þar sem flugfarið brotlenti hafi einnig verið lokað í nokkra daga. Það var gert á meðan tiltekt fór þar fram en talið er að um dróna hafi verið að ræða. Farið brotlenti þann 23. september og lauk störfum á vettvangi nokkrum dögum síðar. Rannsakendur fóru aftur á staðinn síðastliðinn föstudag, 3. október, en þá fundu þeir vísbendingar um að búið væri að eiga við vettvanginn. Einn héraðsmiðill hefur eftir talsmanni flughersins að óvirk sprengja sem notuð er við þjálfun hafi fundist og hlutur úr öðru óþekktu flugfari og mun þessu hafa verið komið fyrir á vettvangi einhvern tímann eftir að flugfarið brotlenti. Málið ku vera til rannsóknar hjá bandaríska flughernum og Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Joerg Arnu, sem hefur lengi vaktað Area 51, og býr þar nærri, heimsótti slysstaðinn eftir að rannsakendur luku störfum þar og áður en hlutirnir fundust þar. Hann tók það ferðalag sitt upp og birti á Youtube. Drónasveitir virkar á svæðinu Bandaríski miðillinn The WarZone segir að flugfarið sem brotlenti hafi komið frá Creech-flugstöðinni. Þar er til húsa sérstök flugsveit sem sérhæfir sig í notkun MQ-9 dróna, svokallaðra Reaper-dróna. Flugherinn hefur sagt að flugfarið sem brotlenti hafi tilheyrt þeirri sveit. Þar eru þó aðrar og leynilegri flugsveitir sem eru sagðar notast við ýmsa háleynilega eftirlitsdróna, suma sem byggðir eru til að vera svo gott sem ósýnilegir á ratsjám. Aðrir drónar sem flugsveitirnar eru sagðar nota eru mögulega enn í þróun og háleynilegir. Þessi sprengja og flugfarapartur sem fundust eftir að frágangi á vettvangi brotlendingarinnar hefur vakið mikla furðu. Mögulegt er að þar sé um að ræða hluti sem hafi fallið af öðrum flugvélum eða drónum sem verið var að fljúga um svæðið en það þykir mikil tilviljun ef svo er.
Bandaríkin Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira