Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Jón Þór Stefánsson skrifar 7. október 2025 20:13 Karl Gauti, Diljá Mist, og Stefán Vagn ræddu málin í kvöldfréttum Sýnar. Vísir/Vilhelm/Anton Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki í verkahring stjórnarandstöðunar að halda uppi stemmingu, heldur sé það að spyrja gagnrýnna spurninga. Greint var frá því í dag að samkvæmt nýrr könnun Maskínu væru alls 62 prósent landsmanna ósátt við störf flokkanna þriggja í stjórnarandstöðu, Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Framsóknarflokksins. Í síðustu könnun voru 47 prósent óánægð með stjórnarandstöðuna. Sjá nánar: Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Diljá ræddi um málið í kvöldfréttum Sýnar ásamt þeim Karli Gauta Hjaltasyni, þingmanni Miðflokksins, og Stefáni Vagni Stefánssyni. Hvað veldur þessum óvinsældum? „Það er í sjálfu sér ekkert fréttnæmt við það að kjósendur stjórnarflokkana séu óánægðir með stjórnarandstöðuna, það er það fyrsta sem ég gríp út úr þessu. Þetta er ríkisstjórn sem er nýtekin við völdum, búin að vera í níu mánuði, og áhrif af þeirra gjörðum eru alls ekki byrjuð að koma fram, þannig að það er ekkert fréttnæmt þó stjórnin hafi meðbyr fyrstu skref sinnar tíðar,“ sagði Karl Gauti. Athygli vakti þegar nýtt þing kom saman í byrjun árs að þingmenn stjórnaranstöðunar funduðu saman til þess að stilla saman strengi. Þar virtist mikið stuð, áfengi í boðstólnum og spreyttu fundargestir sig á karaoke. Þurfið þið að endurtaka leikinn? „Það er alltaf gott að stilla saman strengi. En að sjálfsögðu eru þetta þrír flokkar. Stjórnarandstaðan er ekki einn flokkur. Við erum þrír mismunandi flokkar með þrjár mismunandi áherslur á ýmis mál. Þó við séum sammála um margt þá erum við líka ósammála um annað, þannig það hafa alveg komið mál sem okkur greina á um,“ sagði Stefán Vagn. „Ég tek undir með Karli Gauta: Það á ýmislegt eftir að koma í ljós. En engu að síður held ég að við þurfum að taka þessu alvarlega Við þurfum bara að skerpa á okkar málflutningi og vera skýrari hver fyrir sig, og sem ein held sem stjórnarandstaða.“ Diljá Mist sagði að mörg sóknarfæri væru í hendi hjá stjórnarandstöðunni. „Maður hefur þolað ýmislegt í gegnum tíðina, en óvinsældir og það að vera kallaður neikvæður og leiðinlegur er ekki eitt af því,“ sagði hún. „Ég myndi ekki segja að það væri hlutverk okkar að halda uppi stemmingu. Þú talar um partý og samstöðufund, en auðvitað er okkar hlutverk er að spyrja gagnrýnna spurninga. Við höfum sannarlega ekki verið í gríðarlega mikilli samkeppni við fjölmiðla hvað það varðar. Þannig við munum halda áfram okkar striki. Það eru margir ytri þættir sem við ættum að kafa dýpra ofan í.“ Alþingi Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Greint var frá því í dag að samkvæmt nýrr könnun Maskínu væru alls 62 prósent landsmanna ósátt við störf flokkanna þriggja í stjórnarandstöðu, Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Framsóknarflokksins. Í síðustu könnun voru 47 prósent óánægð með stjórnarandstöðuna. Sjá nánar: Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Diljá ræddi um málið í kvöldfréttum Sýnar ásamt þeim Karli Gauta Hjaltasyni, þingmanni Miðflokksins, og Stefáni Vagni Stefánssyni. Hvað veldur þessum óvinsældum? „Það er í sjálfu sér ekkert fréttnæmt við það að kjósendur stjórnarflokkana séu óánægðir með stjórnarandstöðuna, það er það fyrsta sem ég gríp út úr þessu. Þetta er ríkisstjórn sem er nýtekin við völdum, búin að vera í níu mánuði, og áhrif af þeirra gjörðum eru alls ekki byrjuð að koma fram, þannig að það er ekkert fréttnæmt þó stjórnin hafi meðbyr fyrstu skref sinnar tíðar,“ sagði Karl Gauti. Athygli vakti þegar nýtt þing kom saman í byrjun árs að þingmenn stjórnaranstöðunar funduðu saman til þess að stilla saman strengi. Þar virtist mikið stuð, áfengi í boðstólnum og spreyttu fundargestir sig á karaoke. Þurfið þið að endurtaka leikinn? „Það er alltaf gott að stilla saman strengi. En að sjálfsögðu eru þetta þrír flokkar. Stjórnarandstaðan er ekki einn flokkur. Við erum þrír mismunandi flokkar með þrjár mismunandi áherslur á ýmis mál. Þó við séum sammála um margt þá erum við líka ósammála um annað, þannig það hafa alveg komið mál sem okkur greina á um,“ sagði Stefán Vagn. „Ég tek undir með Karli Gauta: Það á ýmislegt eftir að koma í ljós. En engu að síður held ég að við þurfum að taka þessu alvarlega Við þurfum bara að skerpa á okkar málflutningi og vera skýrari hver fyrir sig, og sem ein held sem stjórnarandstaða.“ Diljá Mist sagði að mörg sóknarfæri væru í hendi hjá stjórnarandstöðunni. „Maður hefur þolað ýmislegt í gegnum tíðina, en óvinsældir og það að vera kallaður neikvæður og leiðinlegur er ekki eitt af því,“ sagði hún. „Ég myndi ekki segja að það væri hlutverk okkar að halda uppi stemmingu. Þú talar um partý og samstöðufund, en auðvitað er okkar hlutverk er að spyrja gagnrýnna spurninga. Við höfum sannarlega ekki verið í gríðarlega mikilli samkeppni við fjölmiðla hvað það varðar. Þannig við munum halda áfram okkar striki. Það eru margir ytri þættir sem við ættum að kafa dýpra ofan í.“
Alþingi Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira