Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. október 2025 09:02 Landsliðskonan Thelma Aðalsteinsdóttir, fjórfaldur Norður-Evrópumeistari á síðasta ári. vísir / ívar Landslið Íslands í áhaldafimleikum eru á leiðinni á heimsmeistaramót í Indónesíu. Stífar æfingar hafa farið fram í allt sumar og lokahönd var lögð á undirbúninginn hérlendis í gær með því að keppa í fimleikakeppni á netinu. „Þeir eru búnir að hanna forrit, þannig að við getum bara verið hér á þessari eyju og gert okkar æfingar. Við tökum upp og svo eru dómarar einhvers staðar úti í heimi sem dæma þetta hjá okkur“ segir landsliðsþjálfarinn Róbert Kristmannsson. Karlalandslið Íslands á HM 2025.Fimleikasamband Íslands „Best væri náttúrulega að ferðast á öll mót, en það getur reynst kostnaðarsamt þannig að við erum að nýta þetta eins mikið og við mögulega getum. Þetta er nýtt af nálinni, búið að vera í kannski eitt og hálft eða tvö ár og við höfum tekið þátt í nokkrum svona mótum.“ Markmiðið að njóta Þrír landsliðsmenn og þrjár landsliðskonur mínu svo ferðast til Malasíu í næstu viku áður en leiðin liggur til Indónesíu þar sem heimsmeistaramótið mun fara fram, í höfuðborginni Jakarta, dagana 19. - 25. október. „Það eru allir frekar spenntir, að fara á stað sem maður myndi annars ekki ferðast til“ segir landsliðskonan Thelma Aðalsteinsdóttir. Kvennalandslið Íslands á HM 2025. Fimleikasamband Íslands „[Markmiðið] er að njóta þess að vera þarna. Það er ekkert undir þannig að við förum bara út og gerum okkar æfingar, það er alveg hægt að komast í úrslit en það eru rosalega margir að keppa þarna. Þannig að við bara gerum okkar og sjáum hvað gerist.“ Brjálað að gera en Balí bíður Samhliða fimleikaferlinum er Thelma í lyfjafræðinámi. Hún fer því beint úr verkefnaviku í háskólanum á heimsmeistaramótið í Indónesíu, en ætlar að slaka vel á eftir það. „Þetta er alveg frekar mikið og reynir mikið á hausinn, að vilja gera bæði hundrað prósent er erfitt og tekur dálítið á… Ég ætla að vera í viku á Balí eftir mótið og er mjög spennt fyrir því.“ Lilja frumsýndi í París Landsliðið keppti á heimsbikarmóti í París í Frakklandi í síðasta mánuði en þar framkvæmdi Ágúst Ingi Davíðsson stórglæsilega hringjaseríu, Atli Snær Valgeirsson var hársbreidd frá úrslitum, Hildur Maja Guðmundsdóttir framkvæmdi flotta æfingu á slá, Thelma Aðalsteinsdóttir tryllti höllina með frábærum gólfæfingum og erfiðri sláaræfingu, Lilja Katrín Gunnarsdóttir lokaði svo deginum með frumsýningu á nýrri gólfæfingu. Lilja Katrín segir betur frá nýju gólfæfingunni og markmiðum sínum á heimsmeistaramótinu í viðtalinu hér fyrir neðan. Klippa: Lilja Katrín frumsýndi nýja gólfæfingu í París Fimleikar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Sjá meira
„Þeir eru búnir að hanna forrit, þannig að við getum bara verið hér á þessari eyju og gert okkar æfingar. Við tökum upp og svo eru dómarar einhvers staðar úti í heimi sem dæma þetta hjá okkur“ segir landsliðsþjálfarinn Róbert Kristmannsson. Karlalandslið Íslands á HM 2025.Fimleikasamband Íslands „Best væri náttúrulega að ferðast á öll mót, en það getur reynst kostnaðarsamt þannig að við erum að nýta þetta eins mikið og við mögulega getum. Þetta er nýtt af nálinni, búið að vera í kannski eitt og hálft eða tvö ár og við höfum tekið þátt í nokkrum svona mótum.“ Markmiðið að njóta Þrír landsliðsmenn og þrjár landsliðskonur mínu svo ferðast til Malasíu í næstu viku áður en leiðin liggur til Indónesíu þar sem heimsmeistaramótið mun fara fram, í höfuðborginni Jakarta, dagana 19. - 25. október. „Það eru allir frekar spenntir, að fara á stað sem maður myndi annars ekki ferðast til“ segir landsliðskonan Thelma Aðalsteinsdóttir. Kvennalandslið Íslands á HM 2025. Fimleikasamband Íslands „[Markmiðið] er að njóta þess að vera þarna. Það er ekkert undir þannig að við förum bara út og gerum okkar æfingar, það er alveg hægt að komast í úrslit en það eru rosalega margir að keppa þarna. Þannig að við bara gerum okkar og sjáum hvað gerist.“ Brjálað að gera en Balí bíður Samhliða fimleikaferlinum er Thelma í lyfjafræðinámi. Hún fer því beint úr verkefnaviku í háskólanum á heimsmeistaramótið í Indónesíu, en ætlar að slaka vel á eftir það. „Þetta er alveg frekar mikið og reynir mikið á hausinn, að vilja gera bæði hundrað prósent er erfitt og tekur dálítið á… Ég ætla að vera í viku á Balí eftir mótið og er mjög spennt fyrir því.“ Lilja frumsýndi í París Landsliðið keppti á heimsbikarmóti í París í Frakklandi í síðasta mánuði en þar framkvæmdi Ágúst Ingi Davíðsson stórglæsilega hringjaseríu, Atli Snær Valgeirsson var hársbreidd frá úrslitum, Hildur Maja Guðmundsdóttir framkvæmdi flotta æfingu á slá, Thelma Aðalsteinsdóttir tryllti höllina með frábærum gólfæfingum og erfiðri sláaræfingu, Lilja Katrín Gunnarsdóttir lokaði svo deginum með frumsýningu á nýrri gólfæfingu. Lilja Katrín segir betur frá nýju gólfæfingunni og markmiðum sínum á heimsmeistaramótinu í viðtalinu hér fyrir neðan. Klippa: Lilja Katrín frumsýndi nýja gólfæfingu í París
Fimleikar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu