Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. október 2025 19:38 Þorsteinn Hermannsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna. Bylgjan Aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna, sem standa að byggingu Fossvogsbrúar, segist skilja áhyggjur um öryggi vegfarenda um brúna vegna vindhviða. Mögulega verða settir upp lokunarpóstar vegna slæmra veðurskilyrða en slíkt ástand sé þó einungis tímabundið. Viðbrögðin koma í kjölfar ummæla Baldvins Björgvinssonar, skútuskipstjóra sem benti á að engar vindmælingar hefðu verið gerðar í miðjum Fossvoginum til að undirbúa brúarsmíðina. Hann hafði áhyggjur af því að í hvössum vindi gæti fólk sem ætti leið um brúna einfaldlega fokið af henni. Vindmælirinn sem miðað væri við væri á Reykjavíkurflugvelli þar sem allt aðrar aðstæður væru. „Það er rétt að það hafa ekki verið gerðar vindmælingar úti á miðjum Fossvoginum. En brúin hefur verið hönnuð miðað við alla staðla miðað við að brúin stendur fyrir opnu hafi og uppfyllir bæði íslenska og evrópska staðla hvað það varðar,“ segir Þorsteinn Hermannsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna, í Reykjavík síðdegis. Hann segir að gert hafi verið ráð fyrir vindi við hönnun brúarinnar. „Það hefur sérstaklega verið hugað að austanáttinni sem getur verið hvöss þarna og vestanáttinni. Hönnun brúarinnar hefur verið hugsuð út frá því að það séu mjúkar línur og hún brjóti vindinn vel. Það eru handrið upp í 140 sentímetra sem eiga líka að brjóta vind og veita ákveðið skjól á brúnni. Skarpur vindur í 285 klukkustundir Þorsteinn segir að það liggi fyrir að það geti verið vont veður á höfuðborgarsvæðinu og bendir á að árin 2021 og 2022 hafi Veðurstofa Íslands sett á veðurviðvaranir alls þrjátíu sinnum. Það hafi því verið til umræðu að setja upp lokunarpósta þegar veðrið er slæmt. „Það hefur verið rætt hvort við ættum að setja upp einhvers konar lokunarhlið eða annað ef það verður of hvasst. Það er alveg miðað við í þessum fræðum að ef kviður eru yfir tuttugu metrar á sekúndu sé ófært eða óþægilegt að vera á ferðinni á þessari brú,“ segir Þorsteinn. Miðað við mælingar sem eru fyrir hendi séu slíkar vindhviður 3,3 prósent tímans. Á síðustu tuttugu árum hafi verið vindhviður yfir tuttugu metrum á sekúndu í 285 klukkustundir á ári. „Við vitum að þetta getur gerst en þetta er kannski ekki viðvarandi ástand.“ Þorsteinn segir að enn séu tækifæri til að betrumbæta hönnunina enda eigi hún ekki að vera tilbúin fyrr en árið 2028. Nýlega bárust tilboð frá tveimur fyrirtækjum sem vilja smíða brúna og eru þau nú til skoðunar. Í stað þess að gera mælingar er nú notast við hermilíkön og þrvíddarlíkön til að mæla nákvæmlega hvort að handriðið sé nógu hátt til að skýla vegfarendum. „Við tökum áhyggjum alvarlega og viljum skoða hvort það sé mikið verri vindur þarna með hermilíkönunum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í stað 0,3 prósent var talan leiðrétt í 3,3 prósent. Einnig var bætt við að hvassar vindhviður eru að meðaltali í 285 klukkustundir á ári. Fossvogsbrú Reykjavík Kópavogur Reykjavík síðdegis Bylgjan Umferðaröryggi Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Viðbrögðin koma í kjölfar ummæla Baldvins Björgvinssonar, skútuskipstjóra sem benti á að engar vindmælingar hefðu verið gerðar í miðjum Fossvoginum til að undirbúa brúarsmíðina. Hann hafði áhyggjur af því að í hvössum vindi gæti fólk sem ætti leið um brúna einfaldlega fokið af henni. Vindmælirinn sem miðað væri við væri á Reykjavíkurflugvelli þar sem allt aðrar aðstæður væru. „Það er rétt að það hafa ekki verið gerðar vindmælingar úti á miðjum Fossvoginum. En brúin hefur verið hönnuð miðað við alla staðla miðað við að brúin stendur fyrir opnu hafi og uppfyllir bæði íslenska og evrópska staðla hvað það varðar,“ segir Þorsteinn Hermannsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna, í Reykjavík síðdegis. Hann segir að gert hafi verið ráð fyrir vindi við hönnun brúarinnar. „Það hefur sérstaklega verið hugað að austanáttinni sem getur verið hvöss þarna og vestanáttinni. Hönnun brúarinnar hefur verið hugsuð út frá því að það séu mjúkar línur og hún brjóti vindinn vel. Það eru handrið upp í 140 sentímetra sem eiga líka að brjóta vind og veita ákveðið skjól á brúnni. Skarpur vindur í 285 klukkustundir Þorsteinn segir að það liggi fyrir að það geti verið vont veður á höfuðborgarsvæðinu og bendir á að árin 2021 og 2022 hafi Veðurstofa Íslands sett á veðurviðvaranir alls þrjátíu sinnum. Það hafi því verið til umræðu að setja upp lokunarpósta þegar veðrið er slæmt. „Það hefur verið rætt hvort við ættum að setja upp einhvers konar lokunarhlið eða annað ef það verður of hvasst. Það er alveg miðað við í þessum fræðum að ef kviður eru yfir tuttugu metrar á sekúndu sé ófært eða óþægilegt að vera á ferðinni á þessari brú,“ segir Þorsteinn. Miðað við mælingar sem eru fyrir hendi séu slíkar vindhviður 3,3 prósent tímans. Á síðustu tuttugu árum hafi verið vindhviður yfir tuttugu metrum á sekúndu í 285 klukkustundir á ári. „Við vitum að þetta getur gerst en þetta er kannski ekki viðvarandi ástand.“ Þorsteinn segir að enn séu tækifæri til að betrumbæta hönnunina enda eigi hún ekki að vera tilbúin fyrr en árið 2028. Nýlega bárust tilboð frá tveimur fyrirtækjum sem vilja smíða brúna og eru þau nú til skoðunar. Í stað þess að gera mælingar er nú notast við hermilíkön og þrvíddarlíkön til að mæla nákvæmlega hvort að handriðið sé nógu hátt til að skýla vegfarendum. „Við tökum áhyggjum alvarlega og viljum skoða hvort það sé mikið verri vindur þarna með hermilíkönunum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í stað 0,3 prósent var talan leiðrétt í 3,3 prósent. Einnig var bætt við að hvassar vindhviður eru að meðaltali í 285 klukkustundir á ári.
Fossvogsbrú Reykjavík Kópavogur Reykjavík síðdegis Bylgjan Umferðaröryggi Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira