Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Hörður Unnsteinsson skrifar 1. október 2025 17:16 Thelma Karen Pálmadóttir skoraði tvö mörk fyrir FH. FH sótti 3-4 sigur gegn Stjörnunni og endurheimti annað sæti Bestu deildar kvenna eftir hörkuleik í Garðabænum. FH er jafnt Þrótti að stigum í öðru sæti deildarinnar en með töluvert betri markatölu. Liðin mætast innbyrðis í næstu umferð og eiga svo tvo leiki eftir óspilaða í baráttunni um Evrópusætið. Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda. Stjarnan tók forystuna eftir aðeins tvær mínútur með marki Úlfu Dísar Kreye Úlfarsdóttur. Thelma Lóa Hermannsdóttir og Thelma Karen Pálmadóttir skoruðu svo sitt hvort markið fyrir FH áður en Birna Jóhannsdóttir jafnaði metin á ný, staðan 2-2 í hálfleik. Thelma Karen skoraði svo annað mark til að koma FH 2-3 yfir og Berglind Freyja Hlynsdóttir skoraði fjórða mark FH áður en Sandra Hauksdóttir klóraði í bakkann, lokatölur 3-4. Besta deild kvenna Stjarnan FH
FH sótti 3-4 sigur gegn Stjörnunni og endurheimti annað sæti Bestu deildar kvenna eftir hörkuleik í Garðabænum. FH er jafnt Þrótti að stigum í öðru sæti deildarinnar en með töluvert betri markatölu. Liðin mætast innbyrðis í næstu umferð og eiga svo tvo leiki eftir óspilaða í baráttunni um Evrópusætið. Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda. Stjarnan tók forystuna eftir aðeins tvær mínútur með marki Úlfu Dísar Kreye Úlfarsdóttur. Thelma Lóa Hermannsdóttir og Thelma Karen Pálmadóttir skoruðu svo sitt hvort markið fyrir FH áður en Birna Jóhannsdóttir jafnaði metin á ný, staðan 2-2 í hálfleik. Thelma Karen skoraði svo annað mark til að koma FH 2-3 yfir og Berglind Freyja Hlynsdóttir skoraði fjórða mark FH áður en Sandra Hauksdóttir klóraði í bakkann, lokatölur 3-4.