Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2025 09:11 James Comey, þáverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, þegar hann ræddi við þingnefnd árið 2017. Ákæran varðar framburð hans hjá slíkri nefnd árið 2020. AP/Carolyn Kaster James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, segist ekkert óttast eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lét ákæra hann í gær. Hann sé saklaus og hafi tröllatrú á dómskerfinu. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna kynnti ákæru á hendur Comey í gær, aðeins örfáum dögum eftir að Trump forseti hvatti ráðherrann til þess að sækja ætlaða pólitíska andstæðinga sína, þar á meðal Comey, til saka í færslu á samfélagsmiðli sínum. Comey, sem var forstjóri FBI þegar Trump varð forseti árið 2017. er ákærður fyrir meinsæri sem hann á að hafa framið þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í september árið 2020. Trump rak Comey fyrir að neita að láta rannsókn á tengslum framboðs hans við Rússa falla niður. Sú rannsókn leiddi á endanum í ljós aragrúa samskipta starfsmanna framboðs Trump við útsendara Kremlar í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Fyrrverandi FBI-maðurinn brást við ákærunni í myndbandi sem hann birti í gær. Þar sagði hann að bæði hann og fjölskylda hans hefðu lengi vitað að það hefði afleiðingar að standa uppi í hárinu á Donald Trump. Ótti væri verkfæri harðstjóra. „En ég er ekki hræddur og ég vona að þið séuð það ekki heldur,“ sagði Comey sem hvatti áhlýðendur sína til þess að kjósa í kosningum til þess að bjarga framtíð Bandaríkjanna. Sagðist Comey miður sín yfir því hvað hefði orðið um dómsmálaráðuneytið en að hann hefði engu að síður mikla trú á alríkisdómstólum. „Og ég er saklaus, þannig að höldum réttarhöld,“ sagði hann. Aðalsaksóknarinn sagði af sér þegar hann vildi ekki ákæra Í ákærunni er Comey sakaður um að hafa logið að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar hann sagðist ekki hafa leyft neinum öðrum starfsmanni FBI að ræða við fjölmiðla undir nafnleynd um rannsókn sem er ekki tilgreind í ákærunni. AP-fréttastofan segir að svo virðist sem að um sé að ræða rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump árið 2016. Þá er Comey sakaður um að hafa hindrað rannsókn þingnefndarinnar með meintum lygum sínum. Á ýmsu gekk í aðdraganda ákærunnar hjá saksóknaraembættinu í Virginíu sem lagði hana fram. Aðalsaksóknari þess sagði af sér á föstudag en hann er sagður hafa neitað að ákæra Comey þar sem hann taldi ekki grundvöll til þess. Hann hafði einnig sætt þrýstingi frá dómsmálaráðuneytinu að verða við kröfu Trump um að sækja til saka Letitiu James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, sem sótti Trump til saka fyrir fjársvik. Trump hefur ítrekað lýst aðdáun á harðstjórum eins og Pútín og Xi Jinping. Hann er nú að endurskapa bandarísku alríkisstjórnina í ímynd Ungverjalands.AP/Alex Brandon Undir stjórn Trump hefur bandaríska alríkisstjórnin hneigst æ lengra í valdboðsátt á undanförnum mánuðum og hefur þróunin líkst þeirri sem hefur átt sér stað í Ungverjalandi undir Viktor Orbán og þar áður í Rússlandi Vladímírs Pútín. Forsetinn krefst þess að dómsmálaráðuneytið sæki andstæðinga sína eins og Comey til saka og í vikunni lýsti hann því yfir að næsta skotmark þess yrði fjárhagslegir bakhjarlar frjálslyndra félagasamtaka eins og auðkýfingurinn George Soros og fleiri. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt háskóla, fjölmiðla og áhrifamiklar lögmannsstofur þrýstingi til þess að veita henni meiri áhrif á starfsemi þeirra. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Keppast við að ákæra Comey Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum, sem var sérvalinn af Donald Trump, forseta, er sagður vinna hörðum höndum að því að ákæra James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Frestur til að ákæra Comey rennur út í næstu viku. 25. september 2025 09:50 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna kynnti ákæru á hendur Comey í gær, aðeins örfáum dögum eftir að Trump forseti hvatti ráðherrann til þess að sækja ætlaða pólitíska andstæðinga sína, þar á meðal Comey, til saka í færslu á samfélagsmiðli sínum. Comey, sem var forstjóri FBI þegar Trump varð forseti árið 2017. er ákærður fyrir meinsæri sem hann á að hafa framið þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í september árið 2020. Trump rak Comey fyrir að neita að láta rannsókn á tengslum framboðs hans við Rússa falla niður. Sú rannsókn leiddi á endanum í ljós aragrúa samskipta starfsmanna framboðs Trump við útsendara Kremlar í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Fyrrverandi FBI-maðurinn brást við ákærunni í myndbandi sem hann birti í gær. Þar sagði hann að bæði hann og fjölskylda hans hefðu lengi vitað að það hefði afleiðingar að standa uppi í hárinu á Donald Trump. Ótti væri verkfæri harðstjóra. „En ég er ekki hræddur og ég vona að þið séuð það ekki heldur,“ sagði Comey sem hvatti áhlýðendur sína til þess að kjósa í kosningum til þess að bjarga framtíð Bandaríkjanna. Sagðist Comey miður sín yfir því hvað hefði orðið um dómsmálaráðuneytið en að hann hefði engu að síður mikla trú á alríkisdómstólum. „Og ég er saklaus, þannig að höldum réttarhöld,“ sagði hann. Aðalsaksóknarinn sagði af sér þegar hann vildi ekki ákæra Í ákærunni er Comey sakaður um að hafa logið að dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar hann sagðist ekki hafa leyft neinum öðrum starfsmanni FBI að ræða við fjölmiðla undir nafnleynd um rannsókn sem er ekki tilgreind í ákærunni. AP-fréttastofan segir að svo virðist sem að um sé að ræða rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump árið 2016. Þá er Comey sakaður um að hafa hindrað rannsókn þingnefndarinnar með meintum lygum sínum. Á ýmsu gekk í aðdraganda ákærunnar hjá saksóknaraembættinu í Virginíu sem lagði hana fram. Aðalsaksóknari þess sagði af sér á föstudag en hann er sagður hafa neitað að ákæra Comey þar sem hann taldi ekki grundvöll til þess. Hann hafði einnig sætt þrýstingi frá dómsmálaráðuneytinu að verða við kröfu Trump um að sækja til saka Letitiu James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, sem sótti Trump til saka fyrir fjársvik. Trump hefur ítrekað lýst aðdáun á harðstjórum eins og Pútín og Xi Jinping. Hann er nú að endurskapa bandarísku alríkisstjórnina í ímynd Ungverjalands.AP/Alex Brandon Undir stjórn Trump hefur bandaríska alríkisstjórnin hneigst æ lengra í valdboðsátt á undanförnum mánuðum og hefur þróunin líkst þeirri sem hefur átt sér stað í Ungverjalandi undir Viktor Orbán og þar áður í Rússlandi Vladímírs Pútín. Forsetinn krefst þess að dómsmálaráðuneytið sæki andstæðinga sína eins og Comey til saka og í vikunni lýsti hann því yfir að næsta skotmark þess yrði fjárhagslegir bakhjarlar frjálslyndra félagasamtaka eins og auðkýfingurinn George Soros og fleiri. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt háskóla, fjölmiðla og áhrifamiklar lögmannsstofur þrýstingi til þess að veita henni meiri áhrif á starfsemi þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Keppast við að ákæra Comey Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum, sem var sérvalinn af Donald Trump, forseta, er sagður vinna hörðum höndum að því að ákæra James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Frestur til að ákæra Comey rennur út í næstu viku. 25. september 2025 09:50 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Sjá meira
Keppast við að ákæra Comey Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum, sem var sérvalinn af Donald Trump, forseta, er sagður vinna hörðum höndum að því að ákæra James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Frestur til að ákæra Comey rennur út í næstu viku. 25. september 2025 09:50
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent