Fékk sterkari bein án lyfja Osteostrong og Drífa Viðarsdóttir 23. september 2025 08:46 Niðurstöðurnar frá Íslenskri erfðagreiningu um beinþynningu komu Sigrúnu á óvart. Hún lagði þó ekki í að taka lyf og vildi reyna aðrar leiðir. Ernir Árið 2017 fékk Sigrún Ágústsdóttir boð um að taka þátt í rannsókn á vegum Íslenskrar erfðagreiningar þar sem almennt heilsufar var metið. Flest kom vel út – nema að í ljós kom að hún var með beinþynningu. „Mér var ráðlagt að ræða við heimilislækni og hugsanlega hefja lyfjameðferð. Ég sótti lyfin, en byrjaði aldrei á þeim – mér leist hreinlega ekki á það sem stóð á fylgiseðlinum,“ segir Sigrún og brosir. Ákvað að fjárfesta í heilsunni „Ég hef alltaf hugsað vel um heilsuna, er mjög virk, í ágætu formi og hef alla tíð verið á hreyfingu. Þar fyrir utan stunda ég jóga, syndi mikið, fer á skíði og í lengri gönguferðir – auk klukkustunda göngutúra sem ég reyni að fara daglega. Þess vegna komu niðurstöðurnar frá Íslenskri erfðagreiningu mér mjög á óvart. Þegar ég kom heim með lyfin, tók ég mér góðan tíma til að hugsa hvað ég gæti gert til að snúa þessari þróun við. Ég vildi finna aðra leið en lyfjameðferð – því ég hef alltaf verið dálítið smeyk við veikindi og lyf og geri allt sem ég get til að sleppa við þau, “segir Sigrún. „Eftir fyrstu skiptin fannst mér þetta frábært – svo einfalt, fljótlegt og rökrétt, en á sama tíma bæði kraftmikið og áhrifaríkt."Ernir „Nokkru síðar sá ég auglýsingu frá OsteoStrong þegar þau voru að byrja og fór í prufutíma. Ég fann strax að þetta væri bæði rökrétt og áhrifaríkt. Þegar ég varð sjötug og fékk rausnarlegar peningagjafir í afmælisgjöf ákvað ég að fjárfesta í heilsunni og keypti mér ársáskrift. Ég hef stundað OsteoStrong reglulega frá 2020 og sé alls ekki eftir því. “ Börn og ævintýri Sigrún er fædd árið 1950 og ólst upp í Laugarneshverfinu í Reykjavík. Alla starfsævi sína hefur hún unnið með börnum og er menntuð á því sviði en hún útskrifaðist sem fóstra árið 1971 úr Fósturskóla Íslands. „Líf mitt hefur í raun alltaf snúist um börn, bæði í starfi og einkalífi. Ég á þrjú uppkomin börn og fjórtán barnabörn. Þegar ég hætti að vinna opnaðist einstakt tækifæri sem ég er mjög þakklát fyrir. Þá fór ég að aðstoða foreldra sem eignuðust barn á fullorðinsárum og tók að mér að gæta barnsins. Þar sem þau ferðuðust mikið vegna vinnu sinnar fór ég með þeim út um allan heim sem þeirra einkabarnfóstra – og það varð að sannkölluðu ævintýri.“ Læknirinn hélt að það væru lyfin Sigrún er óspör á orð þegar hún lýsir upplifun sinni af Osteostrong og þakkar reglulegri ástundun fyrir aukinn styrk og betra þol. Beinéttnimælingar sýndu loks betri niðurstöður. „Læknirinn var gapandi hissa og hélt að það væri út af lyfjunum. En ég hafði aldrei byrjað á þeim!“ „Eftir fyrstu skiptin fannst mér þetta frábært – svo einfalt, fljótlegt og rökrétt, en á sama tíma bæði kraftmikið og áhrifaríkt. Tækin eru ótrúleg – öflug og með mikla virkni. Eftir nokkrar vikur fann ég hvernig líkaminn styrktist. Þetta hjálpar mér bæði í jóga og í daglegum verkefnum, hvort sem það er í garðinum eða með barnabörnunum. Þó ég stundi líka göngur og sund, þá gera þær lítið fyrir beinþéttnina. Þetta er því einföld en áhrifarík leið til að styrkja beinin. Það er styrkurinn sem skilar mestum ávinningi – og hann fæ ég með reglulegri ástundun í Osteostrong. Með auknum styrk er ég líka miklu orkumeiri en áður. Það besta var þó niðurstaðan úr seinni beinþéttnimælingunni sem ég fór í tveimur árum síðar – ég hafði bætt mig! Læknirinn var gapandi hissa og hélt að það væri út af lyfjunum. En ég hafði aldrei byrjað á þeim!“ „Ef jafnvægið fer, þá fer allt“ „Ef ég ætti að lýsa OsteoStrong fyrir þeim sem ekki þekkja það, myndi ég segja að þetta sé tækifæri til að styrkja sig með lítilli fyrirhöfn – en miklum árangri. Þetta er frábær viðbót við aðra hreyfingu og hjálpar manni að ná betri árangri. Ég mæli hiklaust með þessu við aðra, og fyrir stuttu fékk ég bróður minn til að byrja – og sé mikinn mun á honum í dag, “segir Sigrún. Hún bætir við að gott jafnvægi skipti öllu máli. „Já, ég segi alltaf: Ef jafnvægið fer, þá byrjar hrörnunin. Gott jafnvægi er grunnurinn að allri hreyfingu – og þetta kerfi hjálpar manni að viðhalda því. Líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur, og þegar styrkur og jafnvægi eru til staðar, líður manni betur almennt. “ „Ef maður sinnir sér, heldur maður heilsunni miklu lengur.“ Við hrörnum fljótt með aldrinum Sigrún bendir á hversu nauðsynlegt það sé að huga að heilsunni og stoðkerfinu í heild sinni. „Við öll þekkjum hversu hratt ung börn vaxa, þroskast og dafna – en það sama gerist þegar við eldumst, bara í hina áttina. Við hrörnum hratt og beinin visna með aldrinum. Þess vegna er svo mikilvægt að grípa inn í áður en kvillar verða að vandamáli. Allavega stefni ég á að halda áfram, sérstaklega vegna beinþynningarinnar. Næsta markmið mitt er að bæta beinþéttnina enn frekar fyrir næstu mælingu. Best væri að fá enn betri niðurstöðu – þó það sé ekki sjálfgefið að halda sér á sama stað. En það er akkúrat það sem ég stefni á. “ Eitthvað að lokum? „Já – komdu í prufutíma og prófaðu að minnsta kosti í einn mánuð en helst þrjá. Það tekur ekki langan tíma að finna muninn. Aðstaðan er frábær, starfsfólkið einstaklega hlýlegt og öllum er sinnt af alúð og umhyggju. Gæðin eru fyrsta flokks. Þetta kostar, en þetta fjárfesting í framtíðinni. Ef maður sinnir sér, heldur maður heilsunni miklu lengur.“ Sigrún mælir með að fólk prófi sjálft hjá Osteostrong. Virkni OsteoStrong OsteoStrong býður upp á æfingar í mjög sérhæfðum æfingatækjum sem taka aðeins 10 mínútur, einu sinni í viku en í heild tekur heimsóknin rúmar 20 mínútur. Með þessum tækjum fær fólk tækifæri til þess að setja meira álag á líkamann heldur en það nær að gera við aðrar aðstæður. Þannig fá beinin meira áreiti og styrkjast en á sama tíma eykst styrkur að meðaltali um 73% á ári, jafnvægi eykst um 77% eftir fimm skipti og mjög margir minnka eða losna við verki í stoðkerfi. Niðurstöður rannsókna gefa til kynna að OsteoStrong henti til þess að auka beinþéttni bæði samhliða lyfjum eða án. Frír prufutími OsteoStrong býður upp á frían prufutíma þar sem fólk getur kynnst æfingunum og prófað tækin. Prufutímar eru á fimmtudögum í Hátúni 12, Reykjavík og föstudögum í Ögurhvarfi 2, Kópavogi. Bóka má tíma á OsteoStrong.is og í síma 419 9200 Heilsa Mest lesið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fleiri fréttir Fékk sterkari bein án lyfja The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
„Mér var ráðlagt að ræða við heimilislækni og hugsanlega hefja lyfjameðferð. Ég sótti lyfin, en byrjaði aldrei á þeim – mér leist hreinlega ekki á það sem stóð á fylgiseðlinum,“ segir Sigrún og brosir. Ákvað að fjárfesta í heilsunni „Ég hef alltaf hugsað vel um heilsuna, er mjög virk, í ágætu formi og hef alla tíð verið á hreyfingu. Þar fyrir utan stunda ég jóga, syndi mikið, fer á skíði og í lengri gönguferðir – auk klukkustunda göngutúra sem ég reyni að fara daglega. Þess vegna komu niðurstöðurnar frá Íslenskri erfðagreiningu mér mjög á óvart. Þegar ég kom heim með lyfin, tók ég mér góðan tíma til að hugsa hvað ég gæti gert til að snúa þessari þróun við. Ég vildi finna aðra leið en lyfjameðferð – því ég hef alltaf verið dálítið smeyk við veikindi og lyf og geri allt sem ég get til að sleppa við þau, “segir Sigrún. „Eftir fyrstu skiptin fannst mér þetta frábært – svo einfalt, fljótlegt og rökrétt, en á sama tíma bæði kraftmikið og áhrifaríkt."Ernir „Nokkru síðar sá ég auglýsingu frá OsteoStrong þegar þau voru að byrja og fór í prufutíma. Ég fann strax að þetta væri bæði rökrétt og áhrifaríkt. Þegar ég varð sjötug og fékk rausnarlegar peningagjafir í afmælisgjöf ákvað ég að fjárfesta í heilsunni og keypti mér ársáskrift. Ég hef stundað OsteoStrong reglulega frá 2020 og sé alls ekki eftir því. “ Börn og ævintýri Sigrún er fædd árið 1950 og ólst upp í Laugarneshverfinu í Reykjavík. Alla starfsævi sína hefur hún unnið með börnum og er menntuð á því sviði en hún útskrifaðist sem fóstra árið 1971 úr Fósturskóla Íslands. „Líf mitt hefur í raun alltaf snúist um börn, bæði í starfi og einkalífi. Ég á þrjú uppkomin börn og fjórtán barnabörn. Þegar ég hætti að vinna opnaðist einstakt tækifæri sem ég er mjög þakklát fyrir. Þá fór ég að aðstoða foreldra sem eignuðust barn á fullorðinsárum og tók að mér að gæta barnsins. Þar sem þau ferðuðust mikið vegna vinnu sinnar fór ég með þeim út um allan heim sem þeirra einkabarnfóstra – og það varð að sannkölluðu ævintýri.“ Læknirinn hélt að það væru lyfin Sigrún er óspör á orð þegar hún lýsir upplifun sinni af Osteostrong og þakkar reglulegri ástundun fyrir aukinn styrk og betra þol. Beinéttnimælingar sýndu loks betri niðurstöður. „Læknirinn var gapandi hissa og hélt að það væri út af lyfjunum. En ég hafði aldrei byrjað á þeim!“ „Eftir fyrstu skiptin fannst mér þetta frábært – svo einfalt, fljótlegt og rökrétt, en á sama tíma bæði kraftmikið og áhrifaríkt. Tækin eru ótrúleg – öflug og með mikla virkni. Eftir nokkrar vikur fann ég hvernig líkaminn styrktist. Þetta hjálpar mér bæði í jóga og í daglegum verkefnum, hvort sem það er í garðinum eða með barnabörnunum. Þó ég stundi líka göngur og sund, þá gera þær lítið fyrir beinþéttnina. Þetta er því einföld en áhrifarík leið til að styrkja beinin. Það er styrkurinn sem skilar mestum ávinningi – og hann fæ ég með reglulegri ástundun í Osteostrong. Með auknum styrk er ég líka miklu orkumeiri en áður. Það besta var þó niðurstaðan úr seinni beinþéttnimælingunni sem ég fór í tveimur árum síðar – ég hafði bætt mig! Læknirinn var gapandi hissa og hélt að það væri út af lyfjunum. En ég hafði aldrei byrjað á þeim!“ „Ef jafnvægið fer, þá fer allt“ „Ef ég ætti að lýsa OsteoStrong fyrir þeim sem ekki þekkja það, myndi ég segja að þetta sé tækifæri til að styrkja sig með lítilli fyrirhöfn – en miklum árangri. Þetta er frábær viðbót við aðra hreyfingu og hjálpar manni að ná betri árangri. Ég mæli hiklaust með þessu við aðra, og fyrir stuttu fékk ég bróður minn til að byrja – og sé mikinn mun á honum í dag, “segir Sigrún. Hún bætir við að gott jafnvægi skipti öllu máli. „Já, ég segi alltaf: Ef jafnvægið fer, þá byrjar hrörnunin. Gott jafnvægi er grunnurinn að allri hreyfingu – og þetta kerfi hjálpar manni að viðhalda því. Líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur, og þegar styrkur og jafnvægi eru til staðar, líður manni betur almennt. “ „Ef maður sinnir sér, heldur maður heilsunni miklu lengur.“ Við hrörnum fljótt með aldrinum Sigrún bendir á hversu nauðsynlegt það sé að huga að heilsunni og stoðkerfinu í heild sinni. „Við öll þekkjum hversu hratt ung börn vaxa, þroskast og dafna – en það sama gerist þegar við eldumst, bara í hina áttina. Við hrörnum hratt og beinin visna með aldrinum. Þess vegna er svo mikilvægt að grípa inn í áður en kvillar verða að vandamáli. Allavega stefni ég á að halda áfram, sérstaklega vegna beinþynningarinnar. Næsta markmið mitt er að bæta beinþéttnina enn frekar fyrir næstu mælingu. Best væri að fá enn betri niðurstöðu – þó það sé ekki sjálfgefið að halda sér á sama stað. En það er akkúrat það sem ég stefni á. “ Eitthvað að lokum? „Já – komdu í prufutíma og prófaðu að minnsta kosti í einn mánuð en helst þrjá. Það tekur ekki langan tíma að finna muninn. Aðstaðan er frábær, starfsfólkið einstaklega hlýlegt og öllum er sinnt af alúð og umhyggju. Gæðin eru fyrsta flokks. Þetta kostar, en þetta fjárfesting í framtíðinni. Ef maður sinnir sér, heldur maður heilsunni miklu lengur.“ Sigrún mælir með að fólk prófi sjálft hjá Osteostrong. Virkni OsteoStrong OsteoStrong býður upp á æfingar í mjög sérhæfðum æfingatækjum sem taka aðeins 10 mínútur, einu sinni í viku en í heild tekur heimsóknin rúmar 20 mínútur. Með þessum tækjum fær fólk tækifæri til þess að setja meira álag á líkamann heldur en það nær að gera við aðrar aðstæður. Þannig fá beinin meira áreiti og styrkjast en á sama tíma eykst styrkur að meðaltali um 73% á ári, jafnvægi eykst um 77% eftir fimm skipti og mjög margir minnka eða losna við verki í stoðkerfi. Niðurstöður rannsókna gefa til kynna að OsteoStrong henti til þess að auka beinþéttni bæði samhliða lyfjum eða án. Frír prufutími OsteoStrong býður upp á frían prufutíma þar sem fólk getur kynnst æfingunum og prófað tækin. Prufutímar eru á fimmtudögum í Hátúni 12, Reykjavík og föstudögum í Ögurhvarfi 2, Kópavogi. Bóka má tíma á OsteoStrong.is og í síma 419 9200
Heilsa Mest lesið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fleiri fréttir Fékk sterkari bein án lyfja The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira