Innlent

Eldur í ruslageymslu á Sel­fossi

Agnar Már Másson skrifar
Brunavarnir Austurlands sinna útkallinu. 
Brunavarnir Austurlands sinna útkallinu.  Vísir/Vilhelm

Slökkviliðsmenn á Suðurlandi voru ræstir út um klukkan 15.30 í dag til að slökkva eld í ruslageymslu í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi.

Viðbragðsaðilum barst tilkynning um eld í ruslatunnu innandyra, að sögn Garðars Más Garðarssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir slökkvistarf hafi gengið vel. Engan hafi sakað. Reyndar hafi eldur kviknað í gær í annarri geymslu sem liggur við sama hús. Óljóst sé hvort málin tengist.

Veistu meira? Áttu myndir? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot eða tölvupóst á frettir@syn.is Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar.

Frétt hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×