Hætta með spilakassa á Ölveri Bjarki Sigurðsson skrifar 3. september 2025 22:11 Björn Hlynur Haraldsson og Gylfi Jens Gylfason eru eigendur Ölvers. Sýn/Bjarni Eigendur Ölvers í Glæsibæ hafa ákveðið að hætta með spilakassa á staðnum. Þeir segja ákvörðunina tekna með hjartanu en eftir mikla umhugsun tekið þetta stóra skref. Sportbarinn Ölver hefur verið starfræktur í Glæsibæ síðan árið 1984. Um árabil hafa gestir getað farið þar í spilakassa, líkt og þekkist á mörgum svipuðum stöðum. Eigendur staðarins hafa hins vegar ákveðið að um mánaðamótin hverfi kassarnir á brott. „Við höfum tekið ákvörðun um að láta gamlan draum rætast. Að þróa staðinn á þann hátt sem við lögðum upp með í upphafi, að þetta væri hverfisbarinn okkar í gamla góða hverfinu. Félagsheimili úti á landi fílingur með viðburðum, skemmtanahaldi og slíku,“ segir Gylfi Jens Gylfason, annar af eigendum Ölvers. Erfið ákvörðun Tekjur Íslandsspila og Happdrættis Háskóla Íslands af spilakössum árið 2023 námu rétt tæpum fjórum milljörðum króna. Árið 2020 voru tekjurnar tveir milljarðar og því tvöföldun á þremur árum. Spilakassarnir eru afar arðbærir fyrir þá sem reka spilasalina. „Við erum svona sirkabát lélegustu kapítalistar Íslands. Af mörgum slæmum. Þannig við höfum ákveðið að svara þessu ákalli. Þetta er samfélagsleg ábyrgð okkar að taka þetta. Það finnst okkur. Við höfum viljað koma þessu út, en við viðurkennum það að við höfum ekki gert það hingað til þar sem þetta hefur gefið okkur vel í aðra höndina. En það er komið að stoppi núna,“ segir Björn Hlynur Haraldsson, einnig eigandi Ölvers. „Það má eiginlega segja að þetta sé ákvörðun sem er tekin með hjartanu en ekki heilanum. Excel-skjalið mun örugglega blæða í einhvern tíma, en stundum verður maður bara að gera það sem manni finnst rétt,“ segir Gylfi. Nóg annað að gera Rýmið verður nýtt í annars konar afþreyingu fyrir gesti staðarins, til dæmis pílu og billjard. „Við viljum þróa okkar stað á ákveðinn veg, en hvað aðrir gera verður bara að koma í ljós,“ segir Gylfi. Fjárhættuspil Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Sportbarinn Ölver hefur verið starfræktur í Glæsibæ síðan árið 1984. Um árabil hafa gestir getað farið þar í spilakassa, líkt og þekkist á mörgum svipuðum stöðum. Eigendur staðarins hafa hins vegar ákveðið að um mánaðamótin hverfi kassarnir á brott. „Við höfum tekið ákvörðun um að láta gamlan draum rætast. Að þróa staðinn á þann hátt sem við lögðum upp með í upphafi, að þetta væri hverfisbarinn okkar í gamla góða hverfinu. Félagsheimili úti á landi fílingur með viðburðum, skemmtanahaldi og slíku,“ segir Gylfi Jens Gylfason, annar af eigendum Ölvers. Erfið ákvörðun Tekjur Íslandsspila og Happdrættis Háskóla Íslands af spilakössum árið 2023 námu rétt tæpum fjórum milljörðum króna. Árið 2020 voru tekjurnar tveir milljarðar og því tvöföldun á þremur árum. Spilakassarnir eru afar arðbærir fyrir þá sem reka spilasalina. „Við erum svona sirkabát lélegustu kapítalistar Íslands. Af mörgum slæmum. Þannig við höfum ákveðið að svara þessu ákalli. Þetta er samfélagsleg ábyrgð okkar að taka þetta. Það finnst okkur. Við höfum viljað koma þessu út, en við viðurkennum það að við höfum ekki gert það hingað til þar sem þetta hefur gefið okkur vel í aðra höndina. En það er komið að stoppi núna,“ segir Björn Hlynur Haraldsson, einnig eigandi Ölvers. „Það má eiginlega segja að þetta sé ákvörðun sem er tekin með hjartanu en ekki heilanum. Excel-skjalið mun örugglega blæða í einhvern tíma, en stundum verður maður bara að gera það sem manni finnst rétt,“ segir Gylfi. Nóg annað að gera Rýmið verður nýtt í annars konar afþreyingu fyrir gesti staðarins, til dæmis pílu og billjard. „Við viljum þróa okkar stað á ákveðinn veg, en hvað aðrir gera verður bara að koma í ljós,“ segir Gylfi.
Fjárhættuspil Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira