Körfubolti

Skemmti­leg á­skorun að greina Doncic

Valur Páll Eiríksson skrifar
Viðar Örn Hafsteinsson hefur trú á okkar drengjum fyrir leik dagsins.
Viðar Örn Hafsteinsson hefur trú á okkar drengjum fyrir leik dagsins. Vísir/Hulda Margrét

Viðar Örn Hafsteinsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir enga betur til þess fallna en leikmenn liðsins að rífa sig upp úr vonbrigðum helgarinnar fyrir leik dagsins við Slóveníu.

Viðar var tekinn tali á hóteli landsliðsins hér í Katowice í gær. Hann hafði þá gert upp svekkjandi tap fyrir Póllandi og öllu því húllumhæi sem þeim leik fylgdi.

Klippa: Gott að tala við einhvern þegar manni er illt í sálinni

Nú er það strákanna að nota þann leik sem bensín á eldinn fyrir leik dagsins. Þeir sýndu mikinn karakter að koma til baka eftir svekkjandi tap fyrir Belgum í leiknum við Pólverja og á Viðar ekki von á öðru en slíkt hið sama verði upp á teningunum fyrir leik dagsins.

„Við gerum frábærlega eftir Belgaleikinn þar sem við erum vonsviknir, að gíra okkur og vera mótiveraðir og sýna samstöðu fyrir leikinn í gær. Það er það sem þessir leikmenn og lið er frábært í – að skrúfa sig upp og vera tilbúnir í næsta – við verðum tilbúnir á móti Slóvenum,“ segir Viðar.

Aðspurður hvort það sé orkufrekt eða áskorun að rífa sig upp aftur eftir önnur vonbrigðin í röð segir hann:

„Þegar við erum á EM og á þessum stalli, þá held ég að hvatning sé ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af.“

Slóvenía hefur ekki verið upp á sitt besta á mótinu en er þó gríðarsterkt lið með einn besta leikmann heims innanborðs í Luka Doncic, leikmanni Los Angeles Lakers í NBA-deildinni.

„Við erum að spila á móti hörkuliði og á móti einum besta körfuboltamanni í heimi. Við erum núna uppi á herbergjum í tölvunum að skoða Slóvenana og ákveða og finna leiðir hvernig við ætlum að hægja á þeim,“ segir Viðar sem segir gaman að greina þetta lið og Doncic.

„Klárlega. Það er mjög skemmtilegt að vera í þessu verkefni og í því starfi.“

Ísland mætir Slóveníu klukkan 17:00 í dag. EM í dag verður í beinni á Vísi frá Katowice um 90 mínútum fyrir leik. Leiknum verður lýst beint á Vísi.


Tengdar fréttir

„Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“

Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður Íslands frá upphafi, hvetur hvern einasta íþróttamann hér á landi til að nota frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í körfubolta sem innblástur til að leggja meira á sig.

„Hjartað rifið úr okkur“

Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar.

„Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“

„Það er alltaf ömurlegt þegar leikir ráðast á einhverju svona bulli,“ sagði körfuboltaþjálfarinn Benedikt Guðmundsson þegar dómararnir fengu að finna fyrir því í umræðum eftir tap Íslands gegn Póllandi á EM í körfubolta í gær.

Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins

Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána.

KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar

Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent formlega kvörtun til Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, FIBA, vegna dómgæslu í leik karlalandsliðsins við Pólland á EM í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×