Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2025 23:15 Martin Hermannsson gat ekki leynt vonbrigðum sínum í kvöld frekar en aðrir leikmenn íslenska liðsins. vísir/hulda margrét Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. Það er langt síðan ég hef séð jafn skelfilega dómgæslu og undir lok leiksins í kvöld. Þetta var einfaldlega skandall! Ísland var komið yfir, Pólverjar að kikna undan pressunni og staðan afar góð fyrir íslenska liðið. Þá tók dómaratríóið til sinna ráða og sá einfaldlega til þess að Pólland vann leikinn. Íslenska liðið fékk ekki sanngjarnt tækifæri til þess að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti. Tríóið beit svo höfuðið af skömminni með því að flýja gólfið áður en íslenska liðið fékk tækifæri til þess að þakka þeim fyrir leikinn. Tríóið vissi upp á sig skömmina. Ótrúlegt að horfa á þetta. Eins og það var sárt að kasta frá sér sigrinum gegn Belgum þá er ekki síður sárt að tapa leik á þennan hátt. Að leiknum sjálfum þá verður að segjast eins og er að heilt yfir var þetta ekki góður leikur hjá okkar liði lengstum. Ofurmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason, sem virðist vera með stærsta bensíntank jarðar, bar liðið á bakinu nánast allan tímann. Ótrúlegur. Ægir Þór Steinarsson var í mögnuðum slag gegn Bandaríkjamanninum Jordan Lloyd allan tímann og stóð sig vel á báðum endum. Ótrúlega gaman að fylgjast með þessu einvígi. Það er svo annað hneykslið hjá FIBA að þessi ágæti Lloyd, sem hafði líklega ekki svo mikið sem flogið yfir Pólland fyrir um tveimur vikum síðan, skuli geta fengið ríkisborgararétt á korteri og svo spilað á stórmóti. Það er eitthvað verulega rangt við regluverkið þarna hjá FIBA. USA söngurinn hjá íslenskum áhorfendum er hann var á vítalínunni var síðan algjörlega stórkostlegur. Martin og Elvar Már voru úti að aka lengstum. Ég myndi telja líklegt að meiðsli væru að plaga Elvar en hann virtist meiðast í gær. Hann reif sig samt upp í lokin og var flottur þá. Martin hefur aftur á móti verið andlega fjarverandi allt mótið og munar um minna. Frammistaða hans því miður ótrúleg vonbrigði því allir vita að hann getur svo miklu meira en hann hefur sýnt. Liðið byrjaði leikinn skelfilega en sýndi síðan karakter að koma til baka þrátt fyrir að vera alls ekki að spila sinn besta leik. Það var nánast enginn að spila af eðlilegri getu fyrir utan Tryggva og Ægi. En liðið sýndi að það er með risastórt hjarta og það var ekkert lítið afrek að koma til baka í þessu gini ljónsins sem Spodek-höllin var í kvöld. Er strákarnir fengu síðan blóð á tennurnar undir lokin var bráðin rifin úr kjafti þeirra. Það var andskoti sárt. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin Sjá meira
Það er langt síðan ég hef séð jafn skelfilega dómgæslu og undir lok leiksins í kvöld. Þetta var einfaldlega skandall! Ísland var komið yfir, Pólverjar að kikna undan pressunni og staðan afar góð fyrir íslenska liðið. Þá tók dómaratríóið til sinna ráða og sá einfaldlega til þess að Pólland vann leikinn. Íslenska liðið fékk ekki sanngjarnt tækifæri til þess að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti. Tríóið beit svo höfuðið af skömminni með því að flýja gólfið áður en íslenska liðið fékk tækifæri til þess að þakka þeim fyrir leikinn. Tríóið vissi upp á sig skömmina. Ótrúlegt að horfa á þetta. Eins og það var sárt að kasta frá sér sigrinum gegn Belgum þá er ekki síður sárt að tapa leik á þennan hátt. Að leiknum sjálfum þá verður að segjast eins og er að heilt yfir var þetta ekki góður leikur hjá okkar liði lengstum. Ofurmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason, sem virðist vera með stærsta bensíntank jarðar, bar liðið á bakinu nánast allan tímann. Ótrúlegur. Ægir Þór Steinarsson var í mögnuðum slag gegn Bandaríkjamanninum Jordan Lloyd allan tímann og stóð sig vel á báðum endum. Ótrúlega gaman að fylgjast með þessu einvígi. Það er svo annað hneykslið hjá FIBA að þessi ágæti Lloyd, sem hafði líklega ekki svo mikið sem flogið yfir Pólland fyrir um tveimur vikum síðan, skuli geta fengið ríkisborgararétt á korteri og svo spilað á stórmóti. Það er eitthvað verulega rangt við regluverkið þarna hjá FIBA. USA söngurinn hjá íslenskum áhorfendum er hann var á vítalínunni var síðan algjörlega stórkostlegur. Martin og Elvar Már voru úti að aka lengstum. Ég myndi telja líklegt að meiðsli væru að plaga Elvar en hann virtist meiðast í gær. Hann reif sig samt upp í lokin og var flottur þá. Martin hefur aftur á móti verið andlega fjarverandi allt mótið og munar um minna. Frammistaða hans því miður ótrúleg vonbrigði því allir vita að hann getur svo miklu meira en hann hefur sýnt. Liðið byrjaði leikinn skelfilega en sýndi síðan karakter að koma til baka þrátt fyrir að vera alls ekki að spila sinn besta leik. Það var nánast enginn að spila af eðlilegri getu fyrir utan Tryggva og Ægi. En liðið sýndi að það er með risastórt hjarta og það var ekkert lítið afrek að koma til baka í þessu gini ljónsins sem Spodek-höllin var í kvöld. Er strákarnir fengu síðan blóð á tennurnar undir lokin var bráðin rifin úr kjafti þeirra. Það var andskoti sárt.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin Sjá meira