„Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2025 08:00 Elvar Már Friðriksson og aðrir Íslendingar botnuðu ekkert í ákvörðunum dómaranna á lokakaflanum í Katowice í gærkvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það er alltaf ömurlegt þegar leikir ráðast á einhverju svona bulli,“ sagði körfuboltaþjálfarinn Benedikt Guðmundsson þegar dómararnir fengu að finna fyrir því í umræðum eftir tap Íslands gegn Póllandi á EM í körfubolta í gær. Leikurinn var brotinn til mergjar í hlaðvarpinu Besta sætið og er hægt að hlusta á umræðuna hér að neðan. Fyrst urðu menn að fá að ræða aðeins dómgæsluna á lokamínútunum, þar sem íslenska liðið var svipt öllum möguleikum á sigri. Sóknarvilla á Tryggva Snæ Hlinason, óíþróttamannsleg villa á Elvar Má Friðriksson eftir afar langa skoðun á myndbandi, og þriggja skota villa á Ægi Þór Steinarsson voru meðal efniviðs í samsæriskenningar um að koma ætti heimaliði Póllands áfram í keppninni á kostnað Íslands. „Mér fannst þetta vera einbeittur brotavilji. Mér fannst þeir bara vera að leita að einhverju. Þegar maður horfir á körfuboltaleiki vill maður sjá leikmenn ráða úrslitum. Það var ekki þannig þarna. Þegar þau fóru í skjáinn til að skoða þetta atvik með Elvar þá hefði verið nóg að skoða þetta einu sinni og segja „no call“. Bara áfram með þetta,“ sagði Halldór Örn Halldórsson í þættinum. Allir voru svo sammála um að villan á Ægi í lokin hefði verið fáránleg. „Hann kom ekki við manninn,“ sagði Stefán Árni Pálsson sem stýrði þættinum. Craig Pedersen þjálfari Íslands fór ekki leynt með það hvílíkt hneyksli hefði að hans mati átt sér stað í gærkvöld og voru sérfræðingarnir ánægðir með hann. „Þetta var bara eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik. Að dómararnir ættu að vera 3-0 [með þrjá sigra en engin töp] eftir þennan leik. Þetta leit þannig út. Alveg ömurlegt. Ég var ánægður með þetta viðtal hjá Craig og hann lét alla heyra það,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson. „Ég skil hann vel. Hann er við öll í þessu dæmi,“ bætti Halldór við. Hægt er að hlusta á Besta sætið í heild á tal.is eða í öðrum hlaðvarpsveitum, eða í spilaranum hér ofar í greininni. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Besta sætið Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira
Leikurinn var brotinn til mergjar í hlaðvarpinu Besta sætið og er hægt að hlusta á umræðuna hér að neðan. Fyrst urðu menn að fá að ræða aðeins dómgæsluna á lokamínútunum, þar sem íslenska liðið var svipt öllum möguleikum á sigri. Sóknarvilla á Tryggva Snæ Hlinason, óíþróttamannsleg villa á Elvar Má Friðriksson eftir afar langa skoðun á myndbandi, og þriggja skota villa á Ægi Þór Steinarsson voru meðal efniviðs í samsæriskenningar um að koma ætti heimaliði Póllands áfram í keppninni á kostnað Íslands. „Mér fannst þetta vera einbeittur brotavilji. Mér fannst þeir bara vera að leita að einhverju. Þegar maður horfir á körfuboltaleiki vill maður sjá leikmenn ráða úrslitum. Það var ekki þannig þarna. Þegar þau fóru í skjáinn til að skoða þetta atvik með Elvar þá hefði verið nóg að skoða þetta einu sinni og segja „no call“. Bara áfram með þetta,“ sagði Halldór Örn Halldórsson í þættinum. Allir voru svo sammála um að villan á Ægi í lokin hefði verið fáránleg. „Hann kom ekki við manninn,“ sagði Stefán Árni Pálsson sem stýrði þættinum. Craig Pedersen þjálfari Íslands fór ekki leynt með það hvílíkt hneyksli hefði að hans mati átt sér stað í gærkvöld og voru sérfræðingarnir ánægðir með hann. „Þetta var bara eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik. Að dómararnir ættu að vera 3-0 [með þrjá sigra en engin töp] eftir þennan leik. Þetta leit þannig út. Alveg ömurlegt. Ég var ánægður með þetta viðtal hjá Craig og hann lét alla heyra það,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson. „Ég skil hann vel. Hann er við öll í þessu dæmi,“ bætti Halldór við. Hægt er að hlusta á Besta sætið í heild á tal.is eða í öðrum hlaðvarpsveitum, eða í spilaranum hér ofar í greininni.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Besta sætið Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira