„Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 31. ágúst 2025 22:47 Rúnar Kristinsson er þjálfari Fram Vísir/Diego Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var að vonum kátur með sigur sinna manna á toppliði Vals í 21. Umferð Bestu deildarinnar í kvöld. Fram skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og unnu þar með 2-1 sigur en það var fyrsti sigur liðsins frá 5. Júlí síðastliðnum. Rúnar viðurkenndi í samtali við Vísi eftir leik að það væri mikill léttir að ná í sigurinn en það væri ekki einu tilfinningarnar eftir leikinn. „Menn vilja mikið tala um hvað er langt síðan við unnum síðast en lítið talað um hvað við vorum lengi ósigraðir. Það er jákvæðari frétt en þessi neikvæða hlið sem þú ert að draga upp. Frábær og nauðsynlegur sigur. Höfum þurft að grafa djúpt til að finna réttu leiðina til að vinna leik.“ Sagði Rúnar og bætti við: „Það er kannski asnalegt að segja það en mér finnst við hafa spilað mjög vel í langan tíma án þess að fá eitthvað útúr því. Við risum í dag eftir vont tap gegn KA. Fórum aðeins í skotgrafirnar, vörðumst ofboðslega vel og þegar við vorum með boltann vorum við að færa hann á milli okkar. Skorum tvö mörk og vinnum leikinn ekkert sérstaklega ósanngjarnt.“ Eins og fyrr segir skoraði Fram bæði mörk sín í seinni hálfleik en þrátt fyrir það var Rúnar ekki á því að mikill munur hafi verið á frammistöðunni milli hálfleika. „Bara þetta glæsimark frá Aron Jó sem skildi liðin af í hálfleik. Við eigum fullt af hættulegum fyrirgjöfum og sóknum sem við hefðum getað gert betur. Mér fannst við fínir og við töluðum um það í hálfleik að halda áfram sem við vorum að gera vel.“ sagði Rúnar og bætti við um stöðuna í töfluna eftir leik en Fram stökk í 6. Sæti með sigrinum. „Þessi deild er búin að vera svo ofboðslega skrýtin í sumar og er enn. Þetta er þéttur pakki. Nú er bara hreinn úrslitaleikur framundan gegn FH um sæti í efri hlutanum. Sá leikur ræður úrslitum fyrir okkur, ef við vinnum þá fáum við að taka þátt í efri hlutanum en tap þýðir líklega að við verðum að horfa niður fyrir okkur. Það er stutt á milli í þessu, gætum lent í gríðarlegri fallbaráttu ef við gerum ekki vel í næsta leik.“ Framundan er landsleikjahlé fyrir lokaumferðina fyrir tvískiptinguna. Rúnar hafði ekki áhyggjur af því að halda mönnum á tánum þennan tíma. „Menn þurfa að fá eitthvað frí til að hvíla sig og safna orku. Tökum næstu helgi í frí og svo heil vika í undirbúning fyrir leikinn gegn FH. Þegar menn sjá þetta núna fyrir sér, erum búnir að vera í efri hlutanum allt tímabilið á mjög góðum stað. Svo töpum við þremur í röð og dettum þá niður töfluna en nú erum við komnir aftur þarna inn.“ Sagði Rúnar og bætti við að lokum: „Ég held að menn viti alveg hvað það þýðir að taka þátt í efri hlutanum frekar en í neðri. Við vorum þar í fyrra en viljum ekki vera þar aftur. Við höfum metnað til að gera betur en í fyrra.“ Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Sjá meira
Fram skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og unnu þar með 2-1 sigur en það var fyrsti sigur liðsins frá 5. Júlí síðastliðnum. Rúnar viðurkenndi í samtali við Vísi eftir leik að það væri mikill léttir að ná í sigurinn en það væri ekki einu tilfinningarnar eftir leikinn. „Menn vilja mikið tala um hvað er langt síðan við unnum síðast en lítið talað um hvað við vorum lengi ósigraðir. Það er jákvæðari frétt en þessi neikvæða hlið sem þú ert að draga upp. Frábær og nauðsynlegur sigur. Höfum þurft að grafa djúpt til að finna réttu leiðina til að vinna leik.“ Sagði Rúnar og bætti við: „Það er kannski asnalegt að segja það en mér finnst við hafa spilað mjög vel í langan tíma án þess að fá eitthvað útúr því. Við risum í dag eftir vont tap gegn KA. Fórum aðeins í skotgrafirnar, vörðumst ofboðslega vel og þegar við vorum með boltann vorum við að færa hann á milli okkar. Skorum tvö mörk og vinnum leikinn ekkert sérstaklega ósanngjarnt.“ Eins og fyrr segir skoraði Fram bæði mörk sín í seinni hálfleik en þrátt fyrir það var Rúnar ekki á því að mikill munur hafi verið á frammistöðunni milli hálfleika. „Bara þetta glæsimark frá Aron Jó sem skildi liðin af í hálfleik. Við eigum fullt af hættulegum fyrirgjöfum og sóknum sem við hefðum getað gert betur. Mér fannst við fínir og við töluðum um það í hálfleik að halda áfram sem við vorum að gera vel.“ sagði Rúnar og bætti við um stöðuna í töfluna eftir leik en Fram stökk í 6. Sæti með sigrinum. „Þessi deild er búin að vera svo ofboðslega skrýtin í sumar og er enn. Þetta er þéttur pakki. Nú er bara hreinn úrslitaleikur framundan gegn FH um sæti í efri hlutanum. Sá leikur ræður úrslitum fyrir okkur, ef við vinnum þá fáum við að taka þátt í efri hlutanum en tap þýðir líklega að við verðum að horfa niður fyrir okkur. Það er stutt á milli í þessu, gætum lent í gríðarlegri fallbaráttu ef við gerum ekki vel í næsta leik.“ Framundan er landsleikjahlé fyrir lokaumferðina fyrir tvískiptinguna. Rúnar hafði ekki áhyggjur af því að halda mönnum á tánum þennan tíma. „Menn þurfa að fá eitthvað frí til að hvíla sig og safna orku. Tökum næstu helgi í frí og svo heil vika í undirbúning fyrir leikinn gegn FH. Þegar menn sjá þetta núna fyrir sér, erum búnir að vera í efri hlutanum allt tímabilið á mjög góðum stað. Svo töpum við þremur í röð og dettum þá niður töfluna en nú erum við komnir aftur þarna inn.“ Sagði Rúnar og bætti við að lokum: „Ég held að menn viti alveg hvað það þýðir að taka þátt í efri hlutanum frekar en í neðri. Við vorum þar í fyrra en viljum ekki vera þar aftur. Við höfum metnað til að gera betur en í fyrra.“
Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn