Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2025 16:03 Albert Guðmundsson lék rúmar 80 mínútur í liði Fiorentina í kvöld. Emmanuele Ciancaglini/Ciancaphoto Studio/Getty Images Albert Guðmundsson og félagar hans í Fiorentina gerðu markalaust jafntefli er liðið heimsótti Torino í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Albert og félagar gerðu 1-1 jafntefli gegn Cagliari í fyrstu umferð deildarinnar þar sem Albert lagði upp mark gestanna. Albert var í byrjunarliði Fiorentina í kvöld og lék rúmar 80 mínútur, en mörkin létu sig vanta í leik kvöldsins sem endaði með markalausu jafntefli. Fiorentina er því með tvö stig eftir tvo leiki í ítölsku deildinni þetta tímabilið, en þetta var fyrsta stig Torino, sem mátti þola 5-0 tap gegn Inter í fyrstu umferð. Ítalski boltinn
Albert Guðmundsson og félagar hans í Fiorentina gerðu markalaust jafntefli er liðið heimsótti Torino í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Albert og félagar gerðu 1-1 jafntefli gegn Cagliari í fyrstu umferð deildarinnar þar sem Albert lagði upp mark gestanna. Albert var í byrjunarliði Fiorentina í kvöld og lék rúmar 80 mínútur, en mörkin létu sig vanta í leik kvöldsins sem endaði með markalausu jafntefli. Fiorentina er því með tvö stig eftir tvo leiki í ítölsku deildinni þetta tímabilið, en þetta var fyrsta stig Torino, sem mátti þola 5-0 tap gegn Inter í fyrstu umferð.
Leik lokið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki