Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2025 15:40 Evrópumeistarar PSG og Englandsmeistarar Liverpool eru að sjálfsögðu með í drættinum í dag. Getty/James Gill Liðin 36 sem spila í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vetur fengu í dag að vita hvaða átta liðum þau mæta í þessari sterkustu félagsliðakeppni heims. Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi. Líkt og á síðasta ári er liðunum ekki skipt upp í riðla heldur spila þau öll í einni 36 liða deild. Þau fá átta leiki hvert, fjóra heimaleiki og fjóra útileiki, og mæta tveimur liðum úr hverjum styrkleikaflokkanna fjögurra. Fyrst voru leikirnir hjá liðunum í efsta styrkleikaflokki birtir og má sjá þá hér að neðan. Evrópumeistarar PSG mæta meðal annars Bayern, Barcelona og Tottenham, og Real Madrid þarf að glíma við bæði Liverpool og Manchester City. Leiki hvers liðs má sjá hér að neðan. Leikir liðanna í efsta flokki. Hvert lið leikur átta leiki, fjóra á heimavelli og fjóra á útivelli, gegn tveimur liðum úr hverjum styrkleikaflokki.UEFA Arsenal var á meðal liðanna í styrkleikaflokki tvö og mætir Bayern, Inter og Atlético Madrid, auk fleiri liða. Hér að neðan eru leikir liðanna úr flokki tvö. Leikir liðanna úr styrkleikaflokki tvö. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA Á meðal liðanna í styrkleikaflokki þrjú voru Evrópudeildarmeistarar Tottenham sem mæta aftur Evrópumeisturum PSG en einnig Dortmund, Villarreal, Frankfurt og skandinavísku liðunum Bodö/Glimt og FC Kaupmannahöfn. Hér að neðan má sjá leiki liðanna úr flokki þrjú. Leikir liðanna úr styrkleikaflokki þrjú. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA Sjötta enska liðið sem fékk að vita mótherja sína var Newcastle sem var í fjórða og neðsta flokknum, ásamt FC Kaupmannahöfn og fleiri liðum. Newcastle þarf meðal annars að glíma við Barcelona og PSG en Kaupmannahafnarbúar spila við Barcelona, Dortmund, Tottenham, Leverkusen og fleiri öflug lið. Hér má sjá leiki liðanna í fjórða flokknum. Leikir liðanna í flokki fjögur. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA Fyrstu leikir í Meistaradeild Evrópu í ár verða 16., 17. og 18. september. Nákvæm dagsetning leikja liggur ekki strax fyrir. Styrkleikaflokkana fyrir dráttinn má sjá hér að neðan. Liðin mæta eins og fyrr segir hvert um sig tveimur liðum úr hverjum flokki. Flokkur 1: Paris Saint-Germain, Real Madrid, Manchester City, Bayern München, Liverpool, Inter Milan, Chelsea, Borussia Dortmund, Barcelona Flokkur 2: Arsenal, Bayer Leverkusen, Atlético Madrid, Benfica, Atalanta, Villarreal, Juventus, Eintracht Frankfurt, Club Brugge Flokkur 3: Tottenham Hotspur, PSV Eindhoven, Ajax, Napoli, Sporting CP, Olympiacos, Slavia Prague, Bodø/Glimt, Marseille Flokkur 4: FC Kaupmannahöfn, Monaco, Galatasaray, Union Saint-Gilloise, Qarabağ, Athletic Bilbao, Newcastle United, Pafos, Kairat Almaty Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Sjá meira
Líkt og á síðasta ári er liðunum ekki skipt upp í riðla heldur spila þau öll í einni 36 liða deild. Þau fá átta leiki hvert, fjóra heimaleiki og fjóra útileiki, og mæta tveimur liðum úr hverjum styrkleikaflokkanna fjögurra. Fyrst voru leikirnir hjá liðunum í efsta styrkleikaflokki birtir og má sjá þá hér að neðan. Evrópumeistarar PSG mæta meðal annars Bayern, Barcelona og Tottenham, og Real Madrid þarf að glíma við bæði Liverpool og Manchester City. Leiki hvers liðs má sjá hér að neðan. Leikir liðanna í efsta flokki. Hvert lið leikur átta leiki, fjóra á heimavelli og fjóra á útivelli, gegn tveimur liðum úr hverjum styrkleikaflokki.UEFA Arsenal var á meðal liðanna í styrkleikaflokki tvö og mætir Bayern, Inter og Atlético Madrid, auk fleiri liða. Hér að neðan eru leikir liðanna úr flokki tvö. Leikir liðanna úr styrkleikaflokki tvö. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA Á meðal liðanna í styrkleikaflokki þrjú voru Evrópudeildarmeistarar Tottenham sem mæta aftur Evrópumeisturum PSG en einnig Dortmund, Villarreal, Frankfurt og skandinavísku liðunum Bodö/Glimt og FC Kaupmannahöfn. Hér að neðan má sjá leiki liðanna úr flokki þrjú. Leikir liðanna úr styrkleikaflokki þrjú. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA Sjötta enska liðið sem fékk að vita mótherja sína var Newcastle sem var í fjórða og neðsta flokknum, ásamt FC Kaupmannahöfn og fleiri liðum. Newcastle þarf meðal annars að glíma við Barcelona og PSG en Kaupmannahafnarbúar spila við Barcelona, Dortmund, Tottenham, Leverkusen og fleiri öflug lið. Hér má sjá leiki liðanna í fjórða flokknum. Leikir liðanna í flokki fjögur. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA Fyrstu leikir í Meistaradeild Evrópu í ár verða 16., 17. og 18. september. Nákvæm dagsetning leikja liggur ekki strax fyrir. Styrkleikaflokkana fyrir dráttinn má sjá hér að neðan. Liðin mæta eins og fyrr segir hvert um sig tveimur liðum úr hverjum flokki. Flokkur 1: Paris Saint-Germain, Real Madrid, Manchester City, Bayern München, Liverpool, Inter Milan, Chelsea, Borussia Dortmund, Barcelona Flokkur 2: Arsenal, Bayer Leverkusen, Atlético Madrid, Benfica, Atalanta, Villarreal, Juventus, Eintracht Frankfurt, Club Brugge Flokkur 3: Tottenham Hotspur, PSV Eindhoven, Ajax, Napoli, Sporting CP, Olympiacos, Slavia Prague, Bodø/Glimt, Marseille Flokkur 4: FC Kaupmannahöfn, Monaco, Galatasaray, Union Saint-Gilloise, Qarabağ, Athletic Bilbao, Newcastle United, Pafos, Kairat Almaty
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Sjá meira