Handbolti

Sjö ís­lensk mörk í sjöunda sigri meistaranna

Aron Guðmundsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburgar
Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburgar Vísir/Getty

Íslendingalið Magdeburgar vann í kvöld fimm marka sigur, 27-22 á RK Zagreb í sjöundu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Liðið er á toppi síns riðils.

Íslensku landsliðsmennirnir Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon og Elvar Örn Jónsson komu allir við sögu í liði Evrópumeistara Magdeburgar í kvöld en liðið hefur unnið alla leiki sína í Meistaradeildinni á yfirstandandi tímabili. 

Gísli Þorgeir skoraði fjögur mörk og átti fjórar stoðsendingar á meðan að Ómar Ingi skoraði þrjú mörk. Elvar Örn átti þá eina stoðsendingu. 

Þegar að sjö umferðir hafa verið spilaðar í riðlakeppninni situr Magdeburg á toppi B-riðils með fullt hús stiga, fjórum stigum meira en lið Barcelona í öðru sæti sem á þó leik til góða gegn Wisla Plock á morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×