Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Aron Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2025 18:05 Michael Schumachervarð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1. Getty/Lars Baron Fyrrverandi Formúlu 1 ökuþórinn Mika Hakkinen segir það afar sorglegt að nánast í sömu andrá og Michael Schumacher hafi átt að hefja næsta blómaskeið í sínu lífi hafi það verið hrifsað af honum. Hakkinen, sem varð á sínum tíma í tvígang heimsmeistari í Formúlu 1, háði harða baráttu við sjöfalda heimsmeistarann Michael Schumacher innan brautar. Rígurinn á milli þeirra var mikill en virðingin þó alltaf til staðar, Hakkinen ók fyrir McLaren en Schumacher fyrir Ferrari. Michael Schumacher hefur ekki sést á almannafæri síðan að hann slasaðist illa á höfði í skíðaslysi í Ölpunum fyrir tólf árum síðan. Fjölskyldan passar vel upp á að ástand hans sé einkamál hennar. Hakkinen var á dögunum gestur í hlaðvarpinu The High Performance podcast, þar sem að hann var spurður út í Schumacher. „Ég man vel eftir þessum degi,“ segir Hakkinen um daginn örlagaríka er Schumacher slasaðist en árið áður hafði hann sagt skilið við Formúlu 1 og ökumannsferil sinn. Hakkinen og Schumacher á góðri stunduVísir/Getty „Ég bara trúði þessu ekki. Öll þessi erfiðsvinna sem hann hafði lagt á sig, allur þessi árangur sem hann náði. Þarna átti hann að fara njóta lífsins, gera það sem að honum langaði til að gera.“ Hakkinen sjálfur hefur reynslu af höfuðmeiðslum en tímabilið 1995 lenti hann sjálfur í alvarlegu atviki í ástralska kappakstrinum og hlaut þungt höfuðhögg „Þegar að ég frétti af þessu þá fékk ég auðvitað sjokk. Svo þegar að ég heyrði að hann hefði hlotið höfuðmeiðsli, hafandi sjálfur orðið fyrir höfuðmeiðslum sem Formúlu 1 ökumaður árið 1995, þá leist mér ekki á blikuna.“ Allt saman við þetta sé sorglegt. „Hugur manns var strax hjá fjölskyldu hans. Það var svo mikið sem var framundan fyrir hann. Maður getur í raun skipt lífinu upp í nokkra kafla. Fyrst ertu ungur og að klára þinn námsferil, hjá okkur tók svo við ferill sem ökuþórar í mótorsporti og eftir þann feril átti hið raunverulega líf að hefjast fyrir alvöru. En um leið og Michael er að fara hefja þann kafla gerist þetta. Þetta er ekki sanngjarnt.“ Viðtalið við Mika Hakkinen má sjá hér fyrir neðan: Akstursíþróttir Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Hakkinen, sem varð á sínum tíma í tvígang heimsmeistari í Formúlu 1, háði harða baráttu við sjöfalda heimsmeistarann Michael Schumacher innan brautar. Rígurinn á milli þeirra var mikill en virðingin þó alltaf til staðar, Hakkinen ók fyrir McLaren en Schumacher fyrir Ferrari. Michael Schumacher hefur ekki sést á almannafæri síðan að hann slasaðist illa á höfði í skíðaslysi í Ölpunum fyrir tólf árum síðan. Fjölskyldan passar vel upp á að ástand hans sé einkamál hennar. Hakkinen var á dögunum gestur í hlaðvarpinu The High Performance podcast, þar sem að hann var spurður út í Schumacher. „Ég man vel eftir þessum degi,“ segir Hakkinen um daginn örlagaríka er Schumacher slasaðist en árið áður hafði hann sagt skilið við Formúlu 1 og ökumannsferil sinn. Hakkinen og Schumacher á góðri stunduVísir/Getty „Ég bara trúði þessu ekki. Öll þessi erfiðsvinna sem hann hafði lagt á sig, allur þessi árangur sem hann náði. Þarna átti hann að fara njóta lífsins, gera það sem að honum langaði til að gera.“ Hakkinen sjálfur hefur reynslu af höfuðmeiðslum en tímabilið 1995 lenti hann sjálfur í alvarlegu atviki í ástralska kappakstrinum og hlaut þungt höfuðhögg „Þegar að ég frétti af þessu þá fékk ég auðvitað sjokk. Svo þegar að ég heyrði að hann hefði hlotið höfuðmeiðsli, hafandi sjálfur orðið fyrir höfuðmeiðslum sem Formúlu 1 ökumaður árið 1995, þá leist mér ekki á blikuna.“ Allt saman við þetta sé sorglegt. „Hugur manns var strax hjá fjölskyldu hans. Það var svo mikið sem var framundan fyrir hann. Maður getur í raun skipt lífinu upp í nokkra kafla. Fyrst ertu ungur og að klára þinn námsferil, hjá okkur tók svo við ferill sem ökuþórar í mótorsporti og eftir þann feril átti hið raunverulega líf að hefjast fyrir alvöru. En um leið og Michael er að fara hefja þann kafla gerist þetta. Þetta er ekki sanngjarnt.“ Viðtalið við Mika Hakkinen má sjá hér fyrir neðan:
Akstursíþróttir Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira