Fjallaböðin á lokastigi hönnunar Telma Tómasson skrifar 18. júlí 2022 13:22 Teikning af fjallaböðunum frá Basalt arkitektum. Basalt arkitektar Fjallaböðin í Þjórsárdal eru á lokastigi hönnunar, en stefnt er að því að byggingarnar verði með þeim allra umhverfisvænstu í Evrópu. Heilt hverfi starfsmannaíbúða mun jafnframt rísa í Árnesi í Gnúpverjahreppi sem unnið er að með heimamönnum. Fjallaböðin er nafnið á nýjum baðstað og 40 herbergja hóteli í Þjórsárdal, alls 5000 fermetra bygging, sem til stendur að opna eftir þrjú ár. Byrjað var á verkefninu árið 2015 en er nú loks á lokastigi hönnunar, framkvæmdir fram undan og allt fullfjármagnað, en á bak við Fjallaböðin eru að stærstum hluta fyrirtækið Rauðukambar, Bláa lónið, sem er meirihlutaeigandi í Íslenskum heilsulindum, og tveir sjóðir í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Allt í kringum Fjallaböðin er unnið á sem umhverfisvænstan hátt. „Þjórsárdalurinn á það skilið að horft sé til umhverfisþátta í hvívetna í öllu sem þar er gert. Frá upphafi höfum við lagt áherslu á að byggja á umhverfisvænan hátt og hugsa allt sem heild. Við förum með byggingarnar í gegnum svokallaða Breeam vottun sem er staðall sem allar helstu byggingar eru byggðar eftir í dag. Og við stefnum að því að skora mjög hátt þar, þannig að þetta verði með umhverfisvænstu byggingum í Evrópu. Svo er einnig horft til þess að allir gestirnir sem koma að baðstaðnum eða hótelinu leggi bílum sínum við mynni dalsins og þannig minnkum við mikið álagið á dalnum sjálfum,“ segir Magnús Orri Marínarsonur Schram, framkvæmdastjóri. Fólk verður svo ferjað á rafmagns - eða vetnisdrifnum bílum að baðstaðnum og hótelinu. „Við erum að reyna að aðlaga hið manngerða að náttúrunni og erum til dæmis að byggja að miklu leyti inn í fjallið, kannski verða um 60 – 70 prósent falin. En um leið verður upplifunin einstök þar sem þú gengur inn í fjallið og ert svo að upplifa heita laug að einhverju leyti inni í fjallinu, en svo er gengið út úr byggingunni út í baðlónið og horft til suðurs eftir dalnum. Ég held að þetta geti orðið einstök upplifun.“ Hekla, virkasta eldfjall Íslands, er í næsta nágrenni við Fjallaböðin, en Magnús Orri hefur ekki áhyggjur af hugsanlegu eldgosi. „Nei, í raun og veru virkar þetta þannig að við munum byggja húsin og setja svo efnið aftur ofan á húsin og þannig fela bygginguna. Það myndi bara bæta ofan á ef Hekla myndi gjósa og dreifa ösku yfir svæðið.“ Samhliða þessu er áformuð mikil uppbygging í Þjórsárdalnum, merking gönguleiða, áfangastaða og reiðleiða, auk þess sem stefnt er að því að byggja heilt þorp í Árnesi fyrir starfsmenn. Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sundlaugar Tengdar fréttir Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Markmiðið er að vinna með náttúrunni og bæta uppbyggingu innviða á svæðinu. 17. maí 2018 14:00 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Fjallaböðin er nafnið á nýjum baðstað og 40 herbergja hóteli í Þjórsárdal, alls 5000 fermetra bygging, sem til stendur að opna eftir þrjú ár. Byrjað var á verkefninu árið 2015 en er nú loks á lokastigi hönnunar, framkvæmdir fram undan og allt fullfjármagnað, en á bak við Fjallaböðin eru að stærstum hluta fyrirtækið Rauðukambar, Bláa lónið, sem er meirihlutaeigandi í Íslenskum heilsulindum, og tveir sjóðir í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Allt í kringum Fjallaböðin er unnið á sem umhverfisvænstan hátt. „Þjórsárdalurinn á það skilið að horft sé til umhverfisþátta í hvívetna í öllu sem þar er gert. Frá upphafi höfum við lagt áherslu á að byggja á umhverfisvænan hátt og hugsa allt sem heild. Við förum með byggingarnar í gegnum svokallaða Breeam vottun sem er staðall sem allar helstu byggingar eru byggðar eftir í dag. Og við stefnum að því að skora mjög hátt þar, þannig að þetta verði með umhverfisvænstu byggingum í Evrópu. Svo er einnig horft til þess að allir gestirnir sem koma að baðstaðnum eða hótelinu leggi bílum sínum við mynni dalsins og þannig minnkum við mikið álagið á dalnum sjálfum,“ segir Magnús Orri Marínarsonur Schram, framkvæmdastjóri. Fólk verður svo ferjað á rafmagns - eða vetnisdrifnum bílum að baðstaðnum og hótelinu. „Við erum að reyna að aðlaga hið manngerða að náttúrunni og erum til dæmis að byggja að miklu leyti inn í fjallið, kannski verða um 60 – 70 prósent falin. En um leið verður upplifunin einstök þar sem þú gengur inn í fjallið og ert svo að upplifa heita laug að einhverju leyti inni í fjallinu, en svo er gengið út úr byggingunni út í baðlónið og horft til suðurs eftir dalnum. Ég held að þetta geti orðið einstök upplifun.“ Hekla, virkasta eldfjall Íslands, er í næsta nágrenni við Fjallaböðin, en Magnús Orri hefur ekki áhyggjur af hugsanlegu eldgosi. „Nei, í raun og veru virkar þetta þannig að við munum byggja húsin og setja svo efnið aftur ofan á húsin og þannig fela bygginguna. Það myndi bara bæta ofan á ef Hekla myndi gjósa og dreifa ösku yfir svæðið.“ Samhliða þessu er áformuð mikil uppbygging í Þjórsárdalnum, merking gönguleiða, áfangastaða og reiðleiða, auk þess sem stefnt er að því að byggja heilt þorp í Árnesi fyrir starfsmenn.
Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sundlaugar Tengdar fréttir Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Markmiðið er að vinna með náttúrunni og bæta uppbyggingu innviða á svæðinu. 17. maí 2018 14:00 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Milljarða króna uppbygging í Þjórsárdal með fjallaböðum og hóteli inni í fjalli Markmiðið er að vinna með náttúrunni og bæta uppbyggingu innviða á svæðinu. 17. maí 2018 14:00