Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. ágúst 2025 12:01 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. vísir/Ívar Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu verður tryggð á kjörtímabilinu að sögn fjármálaráðherra. Verð fyrir sálfræðiþjónustu fer hækkandi og áætlað er að kostnaður ríkisins geti numið um þremur milljörðum á ári. Þegar Viðreisn var í stjórnarandstöðu árið 2020 náði flokkurinn í gegn frumvarpi til laga sem veitir stjórnvöldum heimild til þess að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Nú fimm árum síðar hefur það hins vegar enn ekki verið gert. Niðurgreiðslan var meðal kosningaloforða Viðreisnar en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er þó ekki sérstaklega minnst á það - heldur einungis rætt um aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, segir að hún verði tryggð. „Það er alveg klárt mál að við munum ljúka því á kjörtímabilinu,“ segir Daði og bætir við að undirbúningsvinna sé langt komin. „Það mun finnast fjármagn til þess að loka þessu.“ Á dögunum ræddi fréttastofa við formann Sálfræðingafélagsins um verðhækkanir fyrir sálfræðiþjónustu. Hann sagði marga sálfræðinga vera að hækka verð fyrir viðtalstíma um þessar mundir og einn tími kostar nú allt að 26 þúsund krónur. Fari einstaklingur í tvo sálfræðitíma á mánuði getur kostnaðurinn því numið ríflega 600 þúsund krónum á ári. Áætlanir um mögulegan kostnað ríkisins við niðurgreiðslu liggja fyrir að sögn Daða. „Þetta hleypur á svona tveimur og hálfum til þremur milljörðum og eins og ég segi, það er okkar markmið að finna það fjármagn.“ Daði segir þó ekki skýrt hvenær á kjörtímabilinu verði hægt að klára málið. Það fari eftir stöðu ríkisfjármála. „Það var okkar meginmarkmið og loforð í kosningabaráttunni að tryggja sjálfbærni í rekstri ríkisins, það er forgangsmál. Síðan eru mörg góð mál sem við munum leggja áherslu á að styðja eftir það.“ Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þegar Viðreisn var í stjórnarandstöðu árið 2020 náði flokkurinn í gegn frumvarpi til laga sem veitir stjórnvöldum heimild til þess að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Nú fimm árum síðar hefur það hins vegar enn ekki verið gert. Niðurgreiðslan var meðal kosningaloforða Viðreisnar en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er þó ekki sérstaklega minnst á það - heldur einungis rætt um aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, segir að hún verði tryggð. „Það er alveg klárt mál að við munum ljúka því á kjörtímabilinu,“ segir Daði og bætir við að undirbúningsvinna sé langt komin. „Það mun finnast fjármagn til þess að loka þessu.“ Á dögunum ræddi fréttastofa við formann Sálfræðingafélagsins um verðhækkanir fyrir sálfræðiþjónustu. Hann sagði marga sálfræðinga vera að hækka verð fyrir viðtalstíma um þessar mundir og einn tími kostar nú allt að 26 þúsund krónur. Fari einstaklingur í tvo sálfræðitíma á mánuði getur kostnaðurinn því numið ríflega 600 þúsund krónum á ári. Áætlanir um mögulegan kostnað ríkisins við niðurgreiðslu liggja fyrir að sögn Daða. „Þetta hleypur á svona tveimur og hálfum til þremur milljörðum og eins og ég segi, það er okkar markmið að finna það fjármagn.“ Daði segir þó ekki skýrt hvenær á kjörtímabilinu verði hægt að klára málið. Það fari eftir stöðu ríkisfjármála. „Það var okkar meginmarkmið og loforð í kosningabaráttunni að tryggja sjálfbærni í rekstri ríkisins, það er forgangsmál. Síðan eru mörg góð mál sem við munum leggja áherslu á að styðja eftir það.“
Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira