Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Árni Jóhannsson skrifar 10. ágúst 2025 20:00 Arne Slot þjálfari Liverpool taldi að aðdáendur Crystal Palace hafi ekki ætlað sér að trufla þagnarstundina fyrir leik. Julian Finney/Getty Crystal Palace tryggði sér Samfélagsskjöldinn í dag með því að leggja Liverpool af velli. Fyrir leik var viðhöfð mínútu þögn til að heiðra minningu Diogo Jota og bróður hans Andre en henni var endasleppt eftir truflun frá áhorfendum. Diogo og bróður hans létust í bílslysi í sumar og var því mínútu þögn til heiðurs þeirra fyrir leikinn um Samfélagsskjöldinn sem fram fór á Wembley leikvanginum fyrr í dag. Englandsmeistarar Liverpool og bikarmeistararnir Crystal Palace öttu kappi og þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara dagsins. Leikurinn markar upphaf Ensku Úrvalsdeildarinnar en hún hefst svo af fullum krafti í næstu viku. Þegar eitthvað var liðið á þagnarstundina þá tók Chris Kavanagh til þeirra ráða að slaufa henni þar sem óhljóð bárust frá áhorfendum Crystal Palace megin í stúkunni. Arne Slot, þjálfari Liverpool, var spurður út í atvikið á blaðamannafundi eftir leik. „Ég hugsa nú að þetta hafi ekki verið með ráðum gert. Mögulega var viðkomandi ekki meðvitaður um að það væri mínútu þögn. Mögulega var hann bara glaður að liðið hans væri að taka þátt í þessum leik og vildi hvetja það áfram.“ „Það var nú reynt að róa þennan einstakling niður og það gerði enn meiri hávaða frá aðdáendum Crystal Palace sem gerði það að verkum að áhangendur Liverpool brugðust við. Þannig að ég held að ekkert illt hafi verið í hyggju með þessari truflun en aðdáendur Crystal Palace hafa sýnt Diogo og Andre mikla virðingu. Þetta var óheppilegt, ég finn ekki alveg réttu orðin hérna, en ég held að þetta hafi ekki verið í illu gert“, sagði Slot að lokum. Liverpool hefur leik gegn Bournemouth á heimavelli á föstudaginn í næstu viku. Leikurinn verður í beinni útsendingu á SÝN Sport. Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira
Diogo og bróður hans létust í bílslysi í sumar og var því mínútu þögn til heiðurs þeirra fyrir leikinn um Samfélagsskjöldinn sem fram fór á Wembley leikvanginum fyrr í dag. Englandsmeistarar Liverpool og bikarmeistararnir Crystal Palace öttu kappi og þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara dagsins. Leikurinn markar upphaf Ensku Úrvalsdeildarinnar en hún hefst svo af fullum krafti í næstu viku. Þegar eitthvað var liðið á þagnarstundina þá tók Chris Kavanagh til þeirra ráða að slaufa henni þar sem óhljóð bárust frá áhorfendum Crystal Palace megin í stúkunni. Arne Slot, þjálfari Liverpool, var spurður út í atvikið á blaðamannafundi eftir leik. „Ég hugsa nú að þetta hafi ekki verið með ráðum gert. Mögulega var viðkomandi ekki meðvitaður um að það væri mínútu þögn. Mögulega var hann bara glaður að liðið hans væri að taka þátt í þessum leik og vildi hvetja það áfram.“ „Það var nú reynt að róa þennan einstakling niður og það gerði enn meiri hávaða frá aðdáendum Crystal Palace sem gerði það að verkum að áhangendur Liverpool brugðust við. Þannig að ég held að ekkert illt hafi verið í hyggju með þessari truflun en aðdáendur Crystal Palace hafa sýnt Diogo og Andre mikla virðingu. Þetta var óheppilegt, ég finn ekki alveg réttu orðin hérna, en ég held að þetta hafi ekki verið í illu gert“, sagði Slot að lokum. Liverpool hefur leik gegn Bournemouth á heimavelli á föstudaginn í næstu viku. Leikurinn verður í beinni útsendingu á SÝN Sport.
Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira