Íslenski boltinn

McLagan fram­lengir við Framara

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kyle McLagan, leikmaður Fram.
Kyle McLagan, leikmaður Fram. vísir/vilhelm

Stuðningsmenn Fram fengu gleðitíðindi í kvöld er Fram greindi frá því að miðvörðurinn Kyle McLagan hefði framlengt samningi sínum við félagið.

Nýi samningurinn er til þriggja ára og rennur því ekki út fyrr en 2028.

McLagan er 29 ára gamall og kom fyrst til Íslands árið 2020 og var þá í herbúðum Fram.

Hann reyndi svo fyrir sér hjá Víkingi en snéri aftur í Fram þaðan og hefur verið einn sterkasti leikmaður liðsins.

McLagan hefur spilað 117 leiki á Íslandi og skorað í þeim leikjum 12 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×