Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2025 12:12 Birgir segir þjálfun starfsfólks og hönnun fangelsisins að Hólmsheiði gera einangrunarföngum afar erfitt fyrir að eiga samskipti sín á milli. Vísir/Lýður Fangelsismálastjóri segir nánast útilokað að sakborningar sem sæti einangrun vegna sömu sakamálarannsóknar nái að hafa samskipti, vegna hönnunar Hólmsheiðarfangelsis. Fangar sem eru til rannsóknar í sömu málum eigi ekki að nota sömu útivistarsvæði, en fjöldi fanga í gæsluvarðahaldi reynist þó áskorun. Eins og greint var frá í gær er Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu, grunaður um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu, Matthías Björn Erlingsson, til þess að taka á sig sök í málinu og skipta um verjanda. Það hafi Lúkas ætlað að gera með handskrifuðu bréfi sem hann hafi skilið eftir á útisvæði Hólsmheiðarfangelsis fyrir einangrunarfanga í von um að Matthías fyndi það. Annar fangi gekk þó fram á það á undan og fékk það fangaverði. Það leiddi til þess að öryggisupptökur voru skoðaðar, en þær sýndu Lúkas koma bréfinu fyrir undir bekk á útisvæðinu. Settur fangelsismálastjóri segir fanga í einangrun hafa heimild til bréfaskrifta, til að mynda til lögmanna sinna, þó þeir megi að sjálfsögðu ekki skrifast á hver við annan. „Það að fangar í einangrun skuli reyna að hafa samband sín á milli og geri tilraun til að eiga samskipti er ekki óþekkt, og er áhættuþáttur í starfsemi fangelsa,“ segir Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, sem segist þó ekki geta tjáð sig um einstök mál. Fangelsið sé þó hannað þannig að fangar í einangrun geti ekki átt samskipti sín á milli, til að mynda með notkun mismunandi útivistarsvæða. „Þannig að fangar sem eru vistaðir á sama tíma og í þágu meðferðar sama sakamáls noti ekki sama útivistarsvæði.“ Fangelsið sé mikið nýtt, og því fylgi ákveðnar áskoranir og aukin áhætta. Það sem af er ári hafi að meðaltali 60 manns verið í gæsluvarðhaldi á hverjum degi. „Fangelsiskerfið gerir auðvitað ekki ráð fyrir þessari miklu notkun, enda er þetta talsvert fleiri en fangelsisrými á Hólsmheiði leyfir.“ Engu að síður sé afar ólíklegt að fangar í einangrun nái að hafa samskipti við aðra en þá sem þeim er heimilt að ræða við meðan á einangrun stendur. „Bæði hönnun fangelsisins og þjálfun starfsfólks gerir þetta afar erfitt, myndi ég telja.“ Fangelsismál Manndráp í Gufunesi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Eins og greint var frá í gær er Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu, grunaður um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu, Matthías Björn Erlingsson, til þess að taka á sig sök í málinu og skipta um verjanda. Það hafi Lúkas ætlað að gera með handskrifuðu bréfi sem hann hafi skilið eftir á útisvæði Hólsmheiðarfangelsis fyrir einangrunarfanga í von um að Matthías fyndi það. Annar fangi gekk þó fram á það á undan og fékk það fangaverði. Það leiddi til þess að öryggisupptökur voru skoðaðar, en þær sýndu Lúkas koma bréfinu fyrir undir bekk á útisvæðinu. Settur fangelsismálastjóri segir fanga í einangrun hafa heimild til bréfaskrifta, til að mynda til lögmanna sinna, þó þeir megi að sjálfsögðu ekki skrifast á hver við annan. „Það að fangar í einangrun skuli reyna að hafa samband sín á milli og geri tilraun til að eiga samskipti er ekki óþekkt, og er áhættuþáttur í starfsemi fangelsa,“ segir Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, sem segist þó ekki geta tjáð sig um einstök mál. Fangelsið sé þó hannað þannig að fangar í einangrun geti ekki átt samskipti sín á milli, til að mynda með notkun mismunandi útivistarsvæða. „Þannig að fangar sem eru vistaðir á sama tíma og í þágu meðferðar sama sakamáls noti ekki sama útivistarsvæði.“ Fangelsið sé mikið nýtt, og því fylgi ákveðnar áskoranir og aukin áhætta. Það sem af er ári hafi að meðaltali 60 manns verið í gæsluvarðhaldi á hverjum degi. „Fangelsiskerfið gerir auðvitað ekki ráð fyrir þessari miklu notkun, enda er þetta talsvert fleiri en fangelsisrými á Hólsmheiði leyfir.“ Engu að síður sé afar ólíklegt að fangar í einangrun nái að hafa samskipti við aðra en þá sem þeim er heimilt að ræða við meðan á einangrun stendur. „Bæði hönnun fangelsisins og þjálfun starfsfólks gerir þetta afar erfitt, myndi ég telja.“
Fangelsismál Manndráp í Gufunesi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira