Lífið samstarf

Er þetta hinn full­komni pul­led pork borgari?

Nathan & Olsen
Í dag býður BBQ kóngurinn upp á æðislegan pulled pork hamborgara sem tekur enga stund að græja.
Í dag býður BBQ kóngurinn upp á æðislegan pulled pork hamborgara sem tekur enga stund að græja. Mynd/Hulda Margrét.

Þennan fimmtudaginn býður BBQ kóngurinn upp á æðislegan pulled pork hamborgara sem tekur bara 10 mínútur að elda. Rúsínan í pylsuendanum er svo pikklað rauðkál sem skýtur réttinum beint upp í meistaradeildina.

Undanfarna fimmtudaga hefur Alfreð Björnsson, best þekktur sem BBQ kóngurinn, gefið lesendum Vísis gómsætar grilluppskriftir í samstarfi við Nathan & Olsen.

Hægt er að skoða fyrri uppskriftir neðst í greininni.

Sósurnar frá Hellmann's passa vel með öllum mat.

Æðislegur pulled pork hamborgari á mettíma

Byrjið á því að setja steypujárnspönnu á óbeinan hita (200 gráður) á grillið. Setjið næsta pulled pork á pönnuna og rífið í sundur (hægt að kaupa foreldað). Hitið með smá vatni eða eplasafa.

Þegar kjötið hefur hitnað í gegn er það tekið af pönnuna. Bætið Hellmann's BBQ sósu út á kjötið og hrærið saman.

Þessi pulled pork borgari fær hörðustu menn og konur til að kikna í hnjánum! Skoðaðu uppskriftina og spreyttu þig heima.

Opnið hamborgarabrauð. Setjið smá Hellmann's mæjónes á botnbrauðið, næst pulled pork, svo pikklað rauðkál og skreytið að lokum með jalapeños.

„Þetta er hin fullkomna pulled pork“ samloka að mínu mati,“ segir okkar maður brosandi út að eyrum.

Pikklað rauðkál:

Skerið rauðkál í þunna strimla og setjið í skál

Blandið saman í pott:

2 partar epla edik

2 partar sykur

1 partur vatn

Leyfið suðunni að koma upp og hellið út á rauðkálið og leyfið standa í 1 dag

Njótið!


Tengdar fréttir

„Búið ykkur undir bragð­sprengju í munni“

Í dag býður BBQ kóngurinn upp á klikkaðar snittur sem eiga svo sannarlega eftir að bráðna í munni. Þar blandast saman m.a. nautakjöt, chimichurri sósa, Hellmann's trufflu mæjónes og parmesan ostur. Þetta getur ekki klikkað!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.