Sport

Eig­andi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jerry Jones er hér með Tom Brady og Mike Tyson.
Jerry Jones er hér með Tom Brady og Mike Tyson. vísir/getty

Skrautlegasti eigandinn í NFL-deildinni er klárlega Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys.

Kallinn er orðinn 82 ára gamall og þykir af mörgum algjörlega vanhæfur til þess að stýra félaginu sem er verðmætasta íþróttafélag heims.

Honum tekst nefnilega iðulega að koma sér í bobba með misgáfulegum ummælum.

Í gær tókst honum að móðga tvo af bestu leikmönnum liðsins - varnarmanninn Micah Parsons og leikstjórnandann Dak Prescott.

Parsons er einn besti varnarmaður deildarinnar og bíður eftir að fá nýjan risasamning sem Jones er tregur til þess að gefa honum. Jones segir að það geti verið hættulegt því ekki sé öruggt að leikmenn haldi heilsu. Til að mynda hafi Parsons misst af sex leikjum á síðustu leiktíð. Þeir voru reyndar bara fjórir.

Hann gerði Prescott að launahæsta leikmanni deildarinnar í fyrra, sem var mjög umdeilt, og hann benti á að Prescott hefði síðan misst af meirihluta tímabilsins vegna meiðsla.

Fjölmiðlar vestra hafa gert mikið grín að þessum ummælum og segja þau vart til þess að hvetja stjörnurnar áfram rétt fyrir tímabilið.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×