Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2025 15:15 Drake Maye smellir kossi á eiginkonu sína Ann Michael. @drake.maye Einn efnilegasti leikstjórnandinn í ameríska fótboltanum er með hjartað á réttum stað og hann og nýja konan hans voru tilbúin að sjá á eftir veglegum gjöfum til að hjálpa þeim sem minna mega sín. Drake Maye er leikstjórnandi New England Patriots í NFL deildinni og líkleg framtíðarstjarna í vinsælustu íþróttadeild Bandaríkjanna. Hann var nýliði í fyrra og átti þá góða spretti. Nú er komið að hinu mikilvæga öðru tímabili þar sem Maye mætir reynslunni ríkari. Það er enn rúmur mánuður í tímabilið en Maye nýtti sumarfríið í það að giftast unnustu sinni Ann Michael. Þau hafa verið saman síðan í menntaskóla. Brúðkaupið fór fram í Norður Karólínu þaðan sem þau eru bæði. Það var haldið 21. júní en nú hefur lekið út hvað skötuhjúin gerðu eftir giftinguna sem hefur vakið athygli í bandarískum fjölmiðlum. „Varðandi brúðkaupsgjafirnar,“ sagði Scott Zolak í útvarpsþætti sínum. „Hann sagði engum frá þessu en þau hjónin ákváðu að gefa brúðkaupsgjafirnar sínar. Gjafirnar þeirra fóru til neyðarskýla fyrir heimilislaus börn í hverfinu þar sem þau ólust upp,“ sagði Zolak. „Saman ákváðu þau að láta heldur betur gott að sér leiða. Þetta eru krakkar sem fá aldrei jólagjafir. Þau gáfu gjafirnar sínar en sögðum engum frá því,“ sagði Zolak. „Allt sem þau fengu, gáfu þau áfram,“ sagði Zolak. Maye skrifaði undir fjögurra ára samning árið 2024. Hann fékk 36,6 milljónir dollara fyrir hann þar af 23,5 milljónir dollara fyrir að skrifa undir. Í heildina fær Maye meira en fjóra og hálfan milljarð íslenskra króna fyrir árin 2024 til 2028. View this post on Instagram A post shared by NFL on ClutchPoints (@clutchpointsnfl) NFL Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira
Drake Maye er leikstjórnandi New England Patriots í NFL deildinni og líkleg framtíðarstjarna í vinsælustu íþróttadeild Bandaríkjanna. Hann var nýliði í fyrra og átti þá góða spretti. Nú er komið að hinu mikilvæga öðru tímabili þar sem Maye mætir reynslunni ríkari. Það er enn rúmur mánuður í tímabilið en Maye nýtti sumarfríið í það að giftast unnustu sinni Ann Michael. Þau hafa verið saman síðan í menntaskóla. Brúðkaupið fór fram í Norður Karólínu þaðan sem þau eru bæði. Það var haldið 21. júní en nú hefur lekið út hvað skötuhjúin gerðu eftir giftinguna sem hefur vakið athygli í bandarískum fjölmiðlum. „Varðandi brúðkaupsgjafirnar,“ sagði Scott Zolak í útvarpsþætti sínum. „Hann sagði engum frá þessu en þau hjónin ákváðu að gefa brúðkaupsgjafirnar sínar. Gjafirnar þeirra fóru til neyðarskýla fyrir heimilislaus börn í hverfinu þar sem þau ólust upp,“ sagði Zolak. „Saman ákváðu þau að láta heldur betur gott að sér leiða. Þetta eru krakkar sem fá aldrei jólagjafir. Þau gáfu gjafirnar sínar en sögðum engum frá því,“ sagði Zolak. „Allt sem þau fengu, gáfu þau áfram,“ sagði Zolak. Maye skrifaði undir fjögurra ára samning árið 2024. Hann fékk 36,6 milljónir dollara fyrir hann þar af 23,5 milljónir dollara fyrir að skrifa undir. Í heildina fær Maye meira en fjóra og hálfan milljarð íslenskra króna fyrir árin 2024 til 2028. View this post on Instagram A post shared by NFL on ClutchPoints (@clutchpointsnfl)
NFL Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira