Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2025 09:33 Glódís Rún Sigurðardóttir og Jóhanna Margrét Snorradóttir, landsliðskonur í hestaíþróttum, segja markmiðin skýr. Vísir Heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram í byrjun ágúst. Að mörgu þarf að huga fyrir slíkt mót og geta tilfinningarnar verið miklar að því loknu. Markmið keppenda eru þá skýr. Heimsmeistaramótið fer fram í Birmenstorf í Sviss dagana 4. til 10. ágúst næstkomandi. Fjórir ríkjandi heimsmeistarar frá árinu 2023 eru í landsliðshópi Íslands; þau Elvar Þormarsson á Djáknari frá Selfossi, Glódís Rún Sigurðardóttir á Snillingi frá Íbishóli, Jóhanna Margrét Snorradóttir á Kormáki frá Kvistum og Sara Sigurbjörnsdóttir á Flugu frá Oddhóli. Að mörgu þarf að huga fyrir slíkt mót enda ekki aðeins rúmlega tuttugu knapar á leið út heldur 25 hross eða svo. Auk þess þarf að flytja hnakka og meðfylgjandi búnað sem og einhver tonn af heyi og fóðurbæti. „Við pökkum þeim inn, þeir eru á skeifum, við vefjum fætur og þeim er pakkað inn í bómul. Síðan fara þeir upp í flugvél, henni er flogið til Belgíu þar sem hestarnir gista yfir nótt í einangrun. Síðan fara þeir til Sviss á bíl, sem er dagsleið að fara. Maður þarf því að fara varlega. Þetta er hluti af conceptinu, að halda utan um þetta frá A til Ö alveg fram á síðustu stundu,“ segir Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari. „Það þarf að fara með gífurlegt magn af heyi, fleiri tonn, svo eru hnakkar og beislabúnaður. Þetta er heljarinnar mál, í raun og veru,“ bætir hann við. Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari í hestaíþróttum.Vísir Erfitt að kveðja Fréttamaður fékk að kynnast Magneu frá Staðartungu sem er meðal þeirra hesta sem halda utan. En eftir að keppni lýkur verður hún eftir, líkt og hinir 24 hestarnir sem verða með landsliðinu í för. Sóttvarnarlög segja til um að engin hross má flytja inn til landsins og eru munu þau því yfirgefa landið í hinsta sinn í aðdraganda móts. Því getur eðlilega verið erfitt fyrir knapa að kveðja svo dyggan förunaut. „Við vorum báðar með hesta fyrir tveimur árum og þetta er rosalega erfitt. Þetta er eitthvað sem er svolítið hluti af okkar vinnu. Maður tengist hestunum misjafnlega en þessir hestar, það er rosalega erfitt að kveðja þessa hesta,“ segir Jóhanna Margrét Snorradóttir. „Ég er sammála því. Það var alveg grátið aðeins eftir mót. Það er bara þannig,“ segir félagi hennar í landsliðinu, Glódís Rún Sigurðardóttir. Undir þetta tekur Matthías Sigurðsson sem verður í ungmennalandsliðinu, en hann keppir á HM í fyrsta sinn, og verður með áðurnefndri Magneu í för í Sviss. „Það er ótrúlega leiðinlegt. Maður er búinn að vera að þjálfa hana í þrjú ár, búinn að mynda mikil tengsl og vinna að þessu markmiði í þessi þrjú ár,“ segir Matthías. Sigur og ekkert annað Varðandi markmiðin fyrir komandi mót, eru þau skýr. „Við erum bara að fara að vinna. Er það ekki?“ segir Glódís og Jóhanna tekur undir: „Það er bara þannig. Það er ekki hægt að fara þarna með öðruvísi hugarfari.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Fleiri fréttir Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heilahristing heima hjá sér Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Sjá meira
Heimsmeistaramótið fer fram í Birmenstorf í Sviss dagana 4. til 10. ágúst næstkomandi. Fjórir ríkjandi heimsmeistarar frá árinu 2023 eru í landsliðshópi Íslands; þau Elvar Þormarsson á Djáknari frá Selfossi, Glódís Rún Sigurðardóttir á Snillingi frá Íbishóli, Jóhanna Margrét Snorradóttir á Kormáki frá Kvistum og Sara Sigurbjörnsdóttir á Flugu frá Oddhóli. Að mörgu þarf að huga fyrir slíkt mót enda ekki aðeins rúmlega tuttugu knapar á leið út heldur 25 hross eða svo. Auk þess þarf að flytja hnakka og meðfylgjandi búnað sem og einhver tonn af heyi og fóðurbæti. „Við pökkum þeim inn, þeir eru á skeifum, við vefjum fætur og þeim er pakkað inn í bómul. Síðan fara þeir upp í flugvél, henni er flogið til Belgíu þar sem hestarnir gista yfir nótt í einangrun. Síðan fara þeir til Sviss á bíl, sem er dagsleið að fara. Maður þarf því að fara varlega. Þetta er hluti af conceptinu, að halda utan um þetta frá A til Ö alveg fram á síðustu stundu,“ segir Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari. „Það þarf að fara með gífurlegt magn af heyi, fleiri tonn, svo eru hnakkar og beislabúnaður. Þetta er heljarinnar mál, í raun og veru,“ bætir hann við. Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari í hestaíþróttum.Vísir Erfitt að kveðja Fréttamaður fékk að kynnast Magneu frá Staðartungu sem er meðal þeirra hesta sem halda utan. En eftir að keppni lýkur verður hún eftir, líkt og hinir 24 hestarnir sem verða með landsliðinu í för. Sóttvarnarlög segja til um að engin hross má flytja inn til landsins og eru munu þau því yfirgefa landið í hinsta sinn í aðdraganda móts. Því getur eðlilega verið erfitt fyrir knapa að kveðja svo dyggan förunaut. „Við vorum báðar með hesta fyrir tveimur árum og þetta er rosalega erfitt. Þetta er eitthvað sem er svolítið hluti af okkar vinnu. Maður tengist hestunum misjafnlega en þessir hestar, það er rosalega erfitt að kveðja þessa hesta,“ segir Jóhanna Margrét Snorradóttir. „Ég er sammála því. Það var alveg grátið aðeins eftir mót. Það er bara þannig,“ segir félagi hennar í landsliðinu, Glódís Rún Sigurðardóttir. Undir þetta tekur Matthías Sigurðsson sem verður í ungmennalandsliðinu, en hann keppir á HM í fyrsta sinn, og verður með áðurnefndri Magneu í för í Sviss. „Það er ótrúlega leiðinlegt. Maður er búinn að vera að þjálfa hana í þrjú ár, búinn að mynda mikil tengsl og vinna að þessu markmiði í þessi þrjú ár,“ segir Matthías. Sigur og ekkert annað Varðandi markmiðin fyrir komandi mót, eru þau skýr. „Við erum bara að fara að vinna. Er það ekki?“ segir Glódís og Jóhanna tekur undir: „Það er bara þannig. Það er ekki hægt að fara þarna með öðruvísi hugarfari.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Fleiri fréttir Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heilahristing heima hjá sér Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Sjá meira