Sport

Dag­skráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistara­deildinni

Siggeir Ævarsson skrifar
Rob McElhenney og Ryan Reynolds hlæja alla leið í bankann þessa dagana.
Rob McElhenney og Ryan Reynolds hlæja alla leið í bankann þessa dagana. Vísir/Getty

Það spáir bongó annan daginn í röð en fyrir þá sem eru komnir með nóg af sólinni þá er alveg hægt að liggja bara í sófanum í dag og horfa á allt það sem er í boði á sportrásum Sýnar.

Sýn Sport

Seinni leikur Breiðabliks og Egnatia í forkeppni Meistaradeildar Evrópu er á dagskrá í kvöld klukkan 18:50. Blikar töpuðu leiknum ytra 1-0 og verða því lífsnauðsynlega að sækja til sigurs í kvöld.

Sýn Sport 4

Golfið byrjar að rúlla strax klukkan 08:00 þegar sýnt verður frá The Open: Live at the Range. Útsendingin heldur svo áfram klukkan 13:00.

Sýn Sport Viaplay

Klukkan 09:25 verður sýnt beint frá æfingaleik Wrexham og Sydney FC.

Meistaradeildin í snóker er svo í beinni klukkan 11:30 og aftur klukkan 16:00.

Við lokum deginum svo með Stjörnuleiknum í MBL deildinni klukkan 23:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×