Frakkar sýndu styrk sinn

Siggeir Ævarsson skrifar
Frakkar fagna fyrsta markinu af fjórum í kvöld
Frakkar fagna fyrsta markinu af fjórum í kvöld Vísir/Getty

Frakkland vann öruggan og nokkuð þægilegan 4-1 sigur á Wales í kvöld á Evrópumóti kvenna en franska liðið var einfaldlega einu til tveimur númerum of stórt fyrir Wales.

Leikurinn hófst nokkuð fjörlega með tveimur mörkum snemma leiks. Clara Mateo kom Frökkum í 1-0 en reynsluboltinn Jess Fishlock jafnaði fimm mínútum síðar með nokkuð umdeildu marki sem fékk þó að standa eftir endurskoðun.

Það verður ekki tekið af Wales að leikmenn liðsins börðust af lífi og sál í þessum leik en það skilaði þeim fáum marktækifærum og Frakkar tóku hægt og bítandi öll völd á vellinum og unnu að lokum sannfærandf 4-1 sigur.

Frakkland er því öruggt áfram úr D-riðli, Wales úr leik en England og Holland berjast um 2. sætið. England mætir Wales í lokaumferðinni og Holland og Frakkland mætast. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira