Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júní 2025 16:31 Sigurvegarar mótsins stilla sér upp fyrir framan hellana. Graatje Weber Sögulegt skákmót fór fram í gær sunnudaginn 29. júní í Laugarvatnshellum. Mótið var framkvæmt í samstarfi milli Vignirvatnar.is, Laugarvatnshella og heilsulindarinnar Fontana. 48 keppendur mættu til leiks, skákmenn á efri árum sem eru kunnugir öllum hnútum í skákheiminum og ungir og efnilegir. Laugarvatnshellar eru jú ekki síður sögulegir en fallegir en þar var búið fram til ársins 1922. Fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum mótsins að einstök stemning hafi myndast þegar keppendur léku sína fyrstu leiki í undir móbergsveggjunum. Tefldar voru sjö umferðir með þriggja mínútna tímamörkum með tveggja sekúndna viðbót á leik. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, lék fyrsta leik mótsins fyrir nýkrýndan Íslandsmeistara Vigni Vatnar og hófst þá baráttan af fullum krafti. Þrátt fyrir ausandi rigningu hélt hellirinn keppendum og gestum tiltölulega þurrum og stemningin minnti fremur á hátíð en hefðbundið skákmót að sögn skipuleggjenda. Áhorfendur dreif að víða úr sveitinni til að fylgjast með. Rigningin truflaði skákina ekkert enda höfðu þeir skýli af náttúrunnar hendi.Graatje Weber Það var enginn annar er Vignir Vatnar Stefánsson sem sigraði mótið með 6,5 vinningum af sjö mögulegum. Í öðru sæti varð Arnar Milutin Heiðarsson með sex vinninga og í þriðja sæti Ingvar Þór Jóhannesson með 5,5 vinninga. Magnús Matthíasson náði stórkostlegum árangri og hlaut verðlaun fyrir besta árangur í flokki keppenda með minna en tvö þúsund stig. Hann vann fimm vinninga. Mikael Bjarki Heiðarsson, einnig með fimm vinninga, var efstur í aldursflokki sextán ára og yngri. Í flokki óstigaskráðra vann Katrín Ósk Tómasdóttir með tvo vinninga en hún æfir hjá Skákdeild Hauka og er aðeins tíu ára gömul. Fjölbreyttur hópur skákmanna tók þátt.Graatje Weber Að móti loknu bauð heilsulindin Fontana öllum keppendum í slökun. Þar vakti sérstaklega athygli sundskýla með taflborðsmynstri sem naut greinilega mikilla vinsælda meðal keppenda, að sögn skipuleggjenda. Skák Bláskógabyggð Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira
Laugarvatnshellar eru jú ekki síður sögulegir en fallegir en þar var búið fram til ársins 1922. Fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum mótsins að einstök stemning hafi myndast þegar keppendur léku sína fyrstu leiki í undir móbergsveggjunum. Tefldar voru sjö umferðir með þriggja mínútna tímamörkum með tveggja sekúndna viðbót á leik. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, lék fyrsta leik mótsins fyrir nýkrýndan Íslandsmeistara Vigni Vatnar og hófst þá baráttan af fullum krafti. Þrátt fyrir ausandi rigningu hélt hellirinn keppendum og gestum tiltölulega þurrum og stemningin minnti fremur á hátíð en hefðbundið skákmót að sögn skipuleggjenda. Áhorfendur dreif að víða úr sveitinni til að fylgjast með. Rigningin truflaði skákina ekkert enda höfðu þeir skýli af náttúrunnar hendi.Graatje Weber Það var enginn annar er Vignir Vatnar Stefánsson sem sigraði mótið með 6,5 vinningum af sjö mögulegum. Í öðru sæti varð Arnar Milutin Heiðarsson með sex vinninga og í þriðja sæti Ingvar Þór Jóhannesson með 5,5 vinninga. Magnús Matthíasson náði stórkostlegum árangri og hlaut verðlaun fyrir besta árangur í flokki keppenda með minna en tvö þúsund stig. Hann vann fimm vinninga. Mikael Bjarki Heiðarsson, einnig með fimm vinninga, var efstur í aldursflokki sextán ára og yngri. Í flokki óstigaskráðra vann Katrín Ósk Tómasdóttir með tvo vinninga en hún æfir hjá Skákdeild Hauka og er aðeins tíu ára gömul. Fjölbreyttur hópur skákmanna tók þátt.Graatje Weber Að móti loknu bauð heilsulindin Fontana öllum keppendum í slökun. Þar vakti sérstaklega athygli sundskýla með taflborðsmynstri sem naut greinilega mikilla vinsælda meðal keppenda, að sögn skipuleggjenda.
Skák Bláskógabyggð Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira