„Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2025 13:21 Þegar leið á fann Konráð hvernig prjónarnir urðu eins og framlenging á höndunum. Hér má sjá þrjár duggarapeysur sem hann hefur prjónað. Konráð Eggertsson lærði að prjóna í fyrrasumar, þá 81 árs gamall, og hefur ekki hætt síðan. Fyrst prjónaði hann peysu á sig, síðan á syni sína tvo og næst eru það dæturnar. Prjónaskapurinn hafi komið honum sjálfum og allri fjölskyldunni á óvart. Konráð er uppalinn Bolvíkingur, Holtapúki úr Bolungarvík eins og hann orðar það sjálfur, en flutti til Ísafjarðar nítján ára og hefur verið þar síðan. Vísir ræddi við hrefnuveiðimanninn fyrrverandi, sem er ætíð kallaður Hrefnu-Konni, um prjónaskapinn sem þar til nýlega hefði talist fjarstæðukenndur. „Ég var sjómaður frá fjórtán ára aldri, stundaði hrefnuveiðar í mörg ár og var formaður félags hrefnuveiðamanna frá því það var stofnað og þar til það leið undir lok,“ segir Konráð um viðurnefni sitt. Hrefnu-Konni í fyrstu peysunni sem hann prjónaði. Prjónaskap Konráðs má rekja tíu mánuði aftur í tímann þegar Dagbjört, vinkona Konráðs sem getur varla sleppt prjónunum úr höndunum, var að aðstoða hann í æðarvarpi sem hann er með. „Hún segir við mig: ,Leiðist þér aldrei,' en þá sat ég og góndi út í loftið en hún prjónið. Ég sagði: ‚Nei, ég hef ekki vit á því að láta mér leiðast,' Þá segir hún: ‚Langar þig ekki til að læra að prjóna'. Ég sá það ekki í hendi mér en þetta er afleiðingin af því,“ segir Konráð. Þegar leið á fann Konráð hvernig prjónarnir urðu eins og framlenging af honum sjálfum. Og hann varð betri og betri. „Ég áttaði mig allt í einu því að þetta er mikil dægrastytting og gott að hafa eitthvað í höndunum,“ segir hann og bætir við: „Ég gat ekki horft á sjónvarpið fyrst þegar ég var að prjóna en svo er ég farinn að geta það.“ Kom öllum á óvart Konráð byrjaði á að prjóna húfur en lenti í smávægilegum vandræðum. „Þegar ég var búinn að prjóna tvær húfur þá fór Dagbjört út til Frakklands og ég sendi henni póst og spurði hvar heklunálin væri. Þá grunaði hana hvað ég ætlaði að nota hana í og þá hafði ég misst niður lykkju og hafði séð hana bjarga mér frá því,“ segir hann. „Það reddaðist og ég gat haldið áfram með húfurnar og kláraði þær. En hún hjálpaði mér nú að ljúka við þetta og segir mér til.“ Konráð með sonum sínum tveimur, allir í duggarapeysum prjónuðum af Konna. Næst skellti Konráð í grænbrúna duggarapeysu úr léttlopa og fannst viðeigandi að fá lítinn hvalsporð saumaðan í röndina. „Svo þegar ég var búinn með peysuna þá hugsaði ég með mér hvort það væri ekki rétt að prjóna á strákana mína líka,“ segir Konráð. Synirnir hafi verið til í það. „Þegar það var búið þá heimtuðu stelpurnar líka peysur og ég gat ekki annað en orðið við því. Og nú er verið að bíða eftir lopanum í það,“ segir hann. Þú hafðir aldrei fengið neina kennslu áður í prjónaskap? „Ég veit ekki hvað hefði verið sagt ef ég hefði sagst ætla að fara að prjóna fyrir einhverjum árum. Enda á enginn af mínu fólki eitt einasta orð yfir þessu. Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum,“ segir hann. Konráð bíður núna bara eftir lopanum í peysur fyrir dæturnar hans tvær og svo er óráðið hvað skal prjóna eftir það. Hann hvetur alla karla til að reyna að prjóna: „Fyrst mér tókst það, er enginn svo vitlaus að geta það ekki!“ Tíska og hönnun Ísafjarðarbær Hannyrðir Eldri borgarar Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Konráð er uppalinn Bolvíkingur, Holtapúki úr Bolungarvík eins og hann orðar það sjálfur, en flutti til Ísafjarðar nítján ára og hefur verið þar síðan. Vísir ræddi við hrefnuveiðimanninn fyrrverandi, sem er ætíð kallaður Hrefnu-Konni, um prjónaskapinn sem þar til nýlega hefði talist fjarstæðukenndur. „Ég var sjómaður frá fjórtán ára aldri, stundaði hrefnuveiðar í mörg ár og var formaður félags hrefnuveiðamanna frá því það var stofnað og þar til það leið undir lok,“ segir Konráð um viðurnefni sitt. Hrefnu-Konni í fyrstu peysunni sem hann prjónaði. Prjónaskap Konráðs má rekja tíu mánuði aftur í tímann þegar Dagbjört, vinkona Konráðs sem getur varla sleppt prjónunum úr höndunum, var að aðstoða hann í æðarvarpi sem hann er með. „Hún segir við mig: ,Leiðist þér aldrei,' en þá sat ég og góndi út í loftið en hún prjónið. Ég sagði: ‚Nei, ég hef ekki vit á því að láta mér leiðast,' Þá segir hún: ‚Langar þig ekki til að læra að prjóna'. Ég sá það ekki í hendi mér en þetta er afleiðingin af því,“ segir Konráð. Þegar leið á fann Konráð hvernig prjónarnir urðu eins og framlenging af honum sjálfum. Og hann varð betri og betri. „Ég áttaði mig allt í einu því að þetta er mikil dægrastytting og gott að hafa eitthvað í höndunum,“ segir hann og bætir við: „Ég gat ekki horft á sjónvarpið fyrst þegar ég var að prjóna en svo er ég farinn að geta það.“ Kom öllum á óvart Konráð byrjaði á að prjóna húfur en lenti í smávægilegum vandræðum. „Þegar ég var búinn að prjóna tvær húfur þá fór Dagbjört út til Frakklands og ég sendi henni póst og spurði hvar heklunálin væri. Þá grunaði hana hvað ég ætlaði að nota hana í og þá hafði ég misst niður lykkju og hafði séð hana bjarga mér frá því,“ segir hann. „Það reddaðist og ég gat haldið áfram með húfurnar og kláraði þær. En hún hjálpaði mér nú að ljúka við þetta og segir mér til.“ Konráð með sonum sínum tveimur, allir í duggarapeysum prjónuðum af Konna. Næst skellti Konráð í grænbrúna duggarapeysu úr léttlopa og fannst viðeigandi að fá lítinn hvalsporð saumaðan í röndina. „Svo þegar ég var búinn með peysuna þá hugsaði ég með mér hvort það væri ekki rétt að prjóna á strákana mína líka,“ segir Konráð. Synirnir hafi verið til í það. „Þegar það var búið þá heimtuðu stelpurnar líka peysur og ég gat ekki annað en orðið við því. Og nú er verið að bíða eftir lopanum í það,“ segir hann. Þú hafðir aldrei fengið neina kennslu áður í prjónaskap? „Ég veit ekki hvað hefði verið sagt ef ég hefði sagst ætla að fara að prjóna fyrir einhverjum árum. Enda á enginn af mínu fólki eitt einasta orð yfir þessu. Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum,“ segir hann. Konráð bíður núna bara eftir lopanum í peysur fyrir dæturnar hans tvær og svo er óráðið hvað skal prjóna eftir það. Hann hvetur alla karla til að reyna að prjóna: „Fyrst mér tókst það, er enginn svo vitlaus að geta það ekki!“
Tíska og hönnun Ísafjarðarbær Hannyrðir Eldri borgarar Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira