„Við erum bara búin að fara í eina átt og það er upp“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júní 2025 12:02 Baldvin og Erna eru fyrirliðar Íslands. Íslenska frjálsíþróttalandsliðið er komið upp í 2. deild Evrópubikarsins eftir tvo magnaða daga í Maribor í Slóveníu í vikunni. Fyrirliðarnir eru einstaklega stoltir af hópnum. Ísland keppir því í 2. deildinni í næsta Evrópubikar eftir tvö ár. Sigur Íslands var aldrei í hættu en þau leiddu stigakeppnina strax frá fyrstu grein. Niðurstaðan var 461,5 stig, sem er rúmlega 50 stigum meira en hjá Lúxemborg sem urðu í öðru sæti með 410 stig og Bosnía Hersegóvína endaði í þriðja sæti með 383 stig eftir hörkuspennandi keppni við Moldóvíu sem sitja eftir með sárt ennið í fjórða sæti með 371 stig. Hópurinn setti fjögur Íslandsmet og var íslenska frjálsíþróttafólkið meðal þriggja efstu í 26 greinum af þeim 37 sem keppt var í. Búið að vera æðislegt „Við erum ofboðslega stolt af þessu, þetta er bara búið að vera æðislegt. Þetta voru svo mikið af Íslandsmetum og persónulegum bætingum og við gætum bara ekki verið meira stolt af öllu íþróttafólkinu okkar,“ segir Erna Sóley Gunnarsdóttir kúluvarpari og fyrirliði landsliðsins í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur hópur og mikið stuð í stúkunni. Það gerir það svo skemmtilegt þegar maður er að keppa í svona liðsmóti að hafa góðan liðsanda. Markmiðið var að komast upp um deild og við unnum öll saman að því að ná því,“ segir Baldvin Þór Magnússon, hlaupari og einnig fyrirliði liðsins. „Það hefur staðið upp úr að við fáum ekki oft að keppa á svona liðsmóti í frjálsum og það er því búið að vera geggjað að vera partur af liðinu,“ segir Erna. „Það er bara búið að vera gaman hvað við erum búin að vera örugg með þennan sigur. Þetta hafa verið mjög skemmtilegir tveir dagar og þetta hefur aldrei verið nein spurning. Við erum bara búin að fara í eina átt og það er upp.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Ísland keppir því í 2. deildinni í næsta Evrópubikar eftir tvö ár. Sigur Íslands var aldrei í hættu en þau leiddu stigakeppnina strax frá fyrstu grein. Niðurstaðan var 461,5 stig, sem er rúmlega 50 stigum meira en hjá Lúxemborg sem urðu í öðru sæti með 410 stig og Bosnía Hersegóvína endaði í þriðja sæti með 383 stig eftir hörkuspennandi keppni við Moldóvíu sem sitja eftir með sárt ennið í fjórða sæti með 371 stig. Hópurinn setti fjögur Íslandsmet og var íslenska frjálsíþróttafólkið meðal þriggja efstu í 26 greinum af þeim 37 sem keppt var í. Búið að vera æðislegt „Við erum ofboðslega stolt af þessu, þetta er bara búið að vera æðislegt. Þetta voru svo mikið af Íslandsmetum og persónulegum bætingum og við gætum bara ekki verið meira stolt af öllu íþróttafólkinu okkar,“ segir Erna Sóley Gunnarsdóttir kúluvarpari og fyrirliði landsliðsins í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur hópur og mikið stuð í stúkunni. Það gerir það svo skemmtilegt þegar maður er að keppa í svona liðsmóti að hafa góðan liðsanda. Markmiðið var að komast upp um deild og við unnum öll saman að því að ná því,“ segir Baldvin Þór Magnússon, hlaupari og einnig fyrirliði liðsins. „Það hefur staðið upp úr að við fáum ekki oft að keppa á svona liðsmóti í frjálsum og það er því búið að vera geggjað að vera partur af liðinu,“ segir Erna. „Það er bara búið að vera gaman hvað við erum búin að vera örugg með þennan sigur. Þetta hafa verið mjög skemmtilegir tveir dagar og þetta hefur aldrei verið nein spurning. Við erum bara búin að fara í eina átt og það er upp.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti