„Ennþá bjartsýnn en tapið á föstudaginn var þungt högg“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. júní 2025 16:02 Andy Robertson gekk svekktur af velli eftir tap Skotlands gekk Íslandi og er ekki enn búinn að jafna sig tæpri viku síðar. Steve Welsh/Getty Images „Föstudagurinn olli miklum vonbrigðum, við vildum vinna leikinn og fara á góðu skriði inn í undankeppni HM…“ segir skoski landsliðsfyrirliðinn Andy Robertson um tapið gegn Íslandi í æfingaleik liðanna. Hann segir jákvætt að hafa tapað æfingaleik, frekar en keppnisleik, og hefur enn trú á liðinu fyrir undankeppni HM í haust. „Ég er ennþá bjartsýnn en tapið á föstudaginn var þungt högg. Við vitum að síðasta árið hefur ekki verið nógu gott en ég hef enn trú á liðinu. Við getum valdið öllum liðum vandræðum ef við finnum aftur taktinn“ sagði Robertson í viðtali við Sky Sports fyrir góðgerðargolfmót sem hann heldur í dag. "I'm still optimistic but Friday was a huge disappointment" 🏴Scotland captain Andy Robertson discusses his side's recent results and looks ahead to World Cup qualifying at his charity golf day (AR26 Charity). pic.twitter.com/7TaZHqmRzm— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 12, 2025 Skotland stefnir á HM 2026 og hefur undankeppni fyrir mótið í haust, líkt og Ísland. Robertson var því spurður hversu áhyggjufullur hann væri eftir 1-3 tapið síðasta föstudag. „Við getum litið á tapið á tvenna vegu. Annars vegar erum við ánægðir með að þetta hafi ekki verið hluti af undankeppninni, ef þú ætlar að spila svona illa og gera svona mistök er betra að gera það í æfingaleik en keppnisleik. Það er eina jákvæða hlið leiksins síðasta föstudag. En við höfum auðvitað ekki efni á þessu, við vitum hversu erfitt er að komast inn á HM… Við erum í fjögurra liða riðli, mjög erfiðum riðli og bara sex leikir sem við spilum. Við höfum mætt Danmörku nokkrum sinnum og mættum Grikklandi í umspilinu í mars þar sem þeir unnu okkur. Þannig að við vitum að þetta verður erfitt, en eins og ég segi hef ég enn trú“ sagði Robertson. Robertson er á lokaári samningsins við Englandsmeistara Liverpool og hefur verið orðaður við brottför frá félaginu í sumar. Félagið hefur rætt við hann um framlengingu en framtíðin er algjörlega óráðin. „Ég veit ekki hvað gerist annað en að á morgun flýg ég út í frí, sem ég þarf mikið á að halda eftir langt tímabil. Svo hlakka ég bara til undirbúningstímabilsins, ég einbeiti mér bara að því núna og lít ekki of langt fram veginn…“ sagði Robertson. "We have had discussions, I'm not sure what the future holds"Speaking at his charity golf day (AR26 Charity) Robertson reflects on his Liverpool future with one year left on his contract🔴 pic.twitter.com/Nugw4CLe4r— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 12, 2025 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina Sjá meira
„Ég er ennþá bjartsýnn en tapið á föstudaginn var þungt högg. Við vitum að síðasta árið hefur ekki verið nógu gott en ég hef enn trú á liðinu. Við getum valdið öllum liðum vandræðum ef við finnum aftur taktinn“ sagði Robertson í viðtali við Sky Sports fyrir góðgerðargolfmót sem hann heldur í dag. "I'm still optimistic but Friday was a huge disappointment" 🏴Scotland captain Andy Robertson discusses his side's recent results and looks ahead to World Cup qualifying at his charity golf day (AR26 Charity). pic.twitter.com/7TaZHqmRzm— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 12, 2025 Skotland stefnir á HM 2026 og hefur undankeppni fyrir mótið í haust, líkt og Ísland. Robertson var því spurður hversu áhyggjufullur hann væri eftir 1-3 tapið síðasta föstudag. „Við getum litið á tapið á tvenna vegu. Annars vegar erum við ánægðir með að þetta hafi ekki verið hluti af undankeppninni, ef þú ætlar að spila svona illa og gera svona mistök er betra að gera það í æfingaleik en keppnisleik. Það er eina jákvæða hlið leiksins síðasta föstudag. En við höfum auðvitað ekki efni á þessu, við vitum hversu erfitt er að komast inn á HM… Við erum í fjögurra liða riðli, mjög erfiðum riðli og bara sex leikir sem við spilum. Við höfum mætt Danmörku nokkrum sinnum og mættum Grikklandi í umspilinu í mars þar sem þeir unnu okkur. Þannig að við vitum að þetta verður erfitt, en eins og ég segi hef ég enn trú“ sagði Robertson. Robertson er á lokaári samningsins við Englandsmeistara Liverpool og hefur verið orðaður við brottför frá félaginu í sumar. Félagið hefur rætt við hann um framlengingu en framtíðin er algjörlega óráðin. „Ég veit ekki hvað gerist annað en að á morgun flýg ég út í frí, sem ég þarf mikið á að halda eftir langt tímabil. Svo hlakka ég bara til undirbúningstímabilsins, ég einbeiti mér bara að því núna og lít ekki of langt fram veginn…“ sagði Robertson. "We have had discussions, I'm not sure what the future holds"Speaking at his charity golf day (AR26 Charity) Robertson reflects on his Liverpool future with one year left on his contract🔴 pic.twitter.com/Nugw4CLe4r— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 12, 2025
Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina Sjá meira